Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Page 64

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Page 64
158 Kjördæmaskipun og kosningar. [Stefnir ar kæmist þá í algleyming. En með þessu fyrirkomulagi, er hverjum kjósanda gefinn kostur á, að láta 1 ljós, hverjum hann vill fela um- boð sitt í þjóðfélagsmálum. En komi hann ekki sínum vilja fram, vegna samfélagsins við aðra menn um umboðsmennina, þá gefst hon- um þó enn kostur á, að fela um- boðið þeim manni, er flestir af stefnubræðrum hans hafa orðið sammála um. Og flokkurinn er tryggður gegn dreifiatkvæðum og sundrung. Virðast þá báðir mega vel við una, eftir atvikum, ein- staklingurinn og flokkurinn —. heildin. Þó virðist ekki ástæða til, og jafnvel hættulegt, að fleiri en einn maður fái að bjóða sig fram utan- flokka til Alþingis. Það mundi oft- ast vonlaust fyrir aðra, en þann atkvæðahæsta, að ná kosningu, en hins vegar mundu flestir, þó á- kveðnir flokksmenn væri, bjóða sig fram utan flokka til köllunar, ef þeim þá væri heimilt framboð til Alþingis, þar sem þeir ætti það annars óvíst, að komast í úr- slitabardagann. En þetta væri mjög óheppilegt vegna dreifiat- kvæða við þingmannskjörið, og þarf ekki rökum að því að eyða. Þó gæti það komið fyrir, að tveir frambjóðendur utan flokka, hefði hver um sig hærri atkvæðatölu vió köllun, en nokkur flokkur, og væri þó lítill munur þeirra. Væri þá náttúrlega harðneskjulegt, að neita þeim atkvæðalægri, er ef til vill hefði jafn miklar líkur hin- um til, að ná kosningu, um fram- boð við þingmannskjör. En mjög er ólíklegt, að þetta komi fyrir, því til þess yrðu flokkarnir allir að hafa sáralítið fylgi í kjördæm- inu. Það virðist ekki rétt, að fram- bjóðanda sé heimilt að gabba kjósendur með því, að bjóða sig fram, en vilja ekki taka þing- setu. Ef ekki þætti samt tiltæki- iegt að þröngva manni' þannig' til þingsetu, mætti láta slíkt framboð varða vítum. Þegar framboðin til þing- mennsku hafa þannig verið end- anlega ákveðin, geri eg ráð fyr' ir, að hin eiginlega kosningahríð byrji, á líkan hátt og nú. Að ætla sér að koma í veg fyr*r sálnaveiðar flokkanna í hinni eiginlegu og endanlegu kosn- ingabaráttu, álít eg með ölln þýðingarlaust, vegna margra toí' veldleika. Enda myndi það ekki hægt, nema skera þá niður unt leið hið nauðsynlega í kosning3' baráttunni: umræðurnar þjóðfélagsmálin, sem fela í ser

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.