Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Page 70
164
Verndarvættimar við vöggu barnsins.
[Stofnir
við, að þú héðan af, fyrst og
fremst komir til greina sem móð-
ir hennar.
Anni“.
„Svona fer það fyrir okkur,
þegar við verðum sannarlega
hamingjusöm“, segir húsfreyj-
an hlæjandi, án þess að gera til-
raun til að sýnast hrygg, þótt
henni sé boðað, að framvegis
verði hún gerð afskipt.
„Það stendur á sama“, segir
húsráðandinn. „En finndu nú lík-
ræðuna yfir mér“.
„Er nú búið að halda yfir þér
líkræðu?" spurði eg.
„Já, nú er eg bæði dauður og
grafinn“.
„Eg óska ykkur til hamingju
af heilum huga. Sérstaklega þér,
óumræðilega hamingjusami fað-
ir. Að mínu áliti hefir þú, Kári,
hingað til verið húsbóndi á þínu
heimili. Nú er sú dýrð úti. Héð-
an af ertu ekki annað en spotta-
korn, sem dóttir þín vefur um
fingur sér. Eg óska, að moldin
hvíli mjúkt og létt á gröf þinn-
ar föðurlegu virðingar“.
„Þetta er regluleg grafskrift",
segi eg, „bara hún nú verði ekki
orð og að sönnu“.
„Það verður hún eflaust. —
Sá, sem sendir hana, er sjálfur
ágætis sönnun þessarar djúpu
lífssanninda", oghúsfreyjan hlær
svo innilega og gápkafullt, að við
sjálft liggur, að hún hrærist til
meðaumkunar með húsbóndanum
og öllu karlkyninu í heild.
„Tíminn leiðir það í Ijós; við
skulum halda áfram“, segir hús-
ráðandi dálítið stuttur í spuna,
og af því dreg eg það, að ennþá
álíti hann sig ekki með öllu for-
tapaðan.
„Þetta er stutt en gott“, segir
húsfreyja og veifar bréfspjaldi:
„Eg óska foreldrunum hjarÞ
anlega til hamingju; loksins blóm
meðal netlanna".
„Ekki svo afleitt“, tauta eg.
„Sendandinn er ef til vill blóm
sjálfur“.
„Auðvitað".
„En hvað segja drengirnir?"
„Netlublóm“, sögðu þeir fyrst,
en svo hlógu þeir bara, hættu-
legra álitu þeir það ekki“.
„En hérna er einn til“, segir
húsfreyja. — „Nú skuluð þið
heyra“.
„Til hamingju! Ef þú óskar,
að dóttir þín fái langa og fagra
lokka — og það gerir þú áreið-
anlega —, get eg gefið þér gott
ráð. Sjálf hefi eg reynt allar
lyfjablöndur og smyrsl, er kunn
eru í hinum gamla og nýja heimi
— jafnvel spanskfluguplástur.