Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Síða 78
172
Feimnismálin.
[Stefnir
inn úr hverri hefðahkonu í Rúss-
landi, sem hann leit á. Eg ætla, að
Ragnheiður Brynjólfsdóttir hafi
fallið fyrir þess háttar augnaráði
og enn fremur ætla eg, að Daði
hafi haft fyrirleikinn, svo sem
gengur og gerist um karldýrin í
öllum áttum. — Ætla má, að þeir
menn, sem eg ræðst nú gegn, svari
því, að eg hafi ekki betra vit á
þessu en þeir. En til þess liggja
þau svör frá minni hálfu, að
þetta sorglega vandamál verður
þó aldrei ráðið með bláberu klámi.
Ef eg hefði fengið þessa bók
Kambans til álita, í handriti,
myndi mér hafa farið eins og Ey-
jólfi lærða á Völlum í Svarfaðar-
dal, sem meistari Jón sendi post-
illu sína, í handriti, til álita. —
Eyjólfur sendi þessi svör: „Mér
kemur hún — postillan — fyrir
sjónir, svo sem ein dáleg prin-
feessa, sem er með valbrá á ann-
ari kinninni“. Sagt er, að meist-
arann hafi sett hljóðan.
Mér virðist „Jómfrú Ragnheið-
ur“ vera, af völdum Kambans,
með valbrá á annari kinninni.
*
Eg á brýnt .erindi til kvenþjóð-
ar vorrar, áður en eg fer í hátt-
inn, þeirrar, sem hefir þýtt fjór-
ar bækur um feimnismálin:
„Heilsufræði ungra kvenna“,
„Heilsufræði hjóna“, „Hjónaást-
ir“ og „Ástálíf hjóna“. Tvær þær
fyrri eru húshæfar og líklega rétt-
mætar, bæði að efni og orðfæri.
En engin þörf var eða er né verð-
ur á síðari bókunum. Að því leyti
sem þær eru ítarlegri en hinar,
gengur viðaukinn út á svo blygð-
unarlausar lýsingar og umsagnir,
að yfirstígúr allt, sem eg hefi
heyrt í gangnamannakofum og
sjóbúðum. En á þeim stöðum eru
feimnismálefni rædd með mestum
endemum. Þessum bókum kippir í
kyn bókmennta að því leyti, að
málið er íslenzkulegt, og lýsingar
af nautnum og nautnaaðferðum
eru seiðmagnaðar og kitlandi og
þess vegna til þess fallnar að
jgera sveina og meyjar blygðunar-
laus, og þar með fíkin í „for-
boðna ávexti“. Eg hefi vitað rosk-
ið fólk, sem las þessar bækur,
verða fyrir áhrifum við lesturinm
sem eru þvílík, sem drukkinn væri
meiniblandinn mjöður. Svo djúpt
dregur enska frúin fyrir, sem
samið hefir bækurnar um Hjóna-
ástir og Ástalíf hjóna, að hún
viðar að sér nautnaaðferðum sunn-
an úr páfadómsríki og austan ur
Indlandi — aðferðum, sem eg hefi
•aldrei fyrri heyrt nefndar. Mikils
þykir nú við þurfa í þessum efn'
um. Og allt er þetta gert í nafn1