Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Side 82

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Side 82
176 Feimnismálin. [Stefnir Aðalumboðsmaður CARL PROPPÉ Reykjavik Slmi 385. Pósthólf 207. Eg vil nú að lokum draga sam- ,an svar mitt við spurningunni í fyrirsögn þessarar greinar, lesend- um til glöggvunar: 1. Tiginbornir rithöfundar norrænir og góðskáld vor hafa sneitt hjá feimnismálefnum, svo að þeir hafa ekki nefnt þau á nafn, nema nauðsyn frásagnar væri til að dreifa. Ólafía Jóhanns- dóttir er til dæmis um þenna rit- hátt. Hún dregur fram í dags- ljósið „holdsveiki nútímans" þess vegna, að nauðsyn krefur, að haf- ist sé handa til að vinna bug á henni. Líferni þessara sjúklinga verður að afhjúpa, til viðvörunar. Hjartsláttur Ólafíu bak við tjald frásagnar og forms, vitnar um tilganginn. Hún smjattar ekki á kaununum. Áhuginn, sem er heil- agur, skapar frásögusnilld, sem jafnast á við listfengi höfuðskálda. Guðsást hennar breiðir hvíta voð ofan á þessa vesalinga, sem aldar- hátturinn hefir gert að „glerbrot- um á mannfélagsins haug“. 2. Feimnismálin eiga erindi inn í bókmenntirnir, þegar ástum, þ. e. a. s. hugástuvi þarf að hjálpa til uppreisnar. Dæmi um þess háttar aðstoð er í sögu eftir Björnson: Mary. Tveir karlmenn eru á hnotskógi eftir Mary, annar vill ná líkama hennar, hinum leik- ur hugur á sál hennar. Maður- inn, sem vill klófesta líkama Mary, kemur öngli sínum fyrir borð með því móti, að hann fær Mary til að heimsækja sig á nátt- arþeli. Þá verður hún þunguð. Svo lætur hann hana einangrast. Hún ætlar í örvílnun að drekkja sér. En elskhuginn, sem var á varðbergi, gat bjargað henni, með því að kasta sér til sunds. Þá snýst stúlkunni hugur, svo að hún fær ást á bjargráðamann inum. Sumar piparsálir hneyksl- uðust á þessari sögu norska skálds- ins, því atriði, að Mary fer um nótt til mannsins. En sú við-

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.