Sagnir - 01.04.1990, Blaðsíða 5
Bréf til lesenda
Pað var um vetur, árið var 1979, að nokkrir sagn-
fræðinemar ákváðu að gefa út blað. Vorið 1980 kom
blaðið lít. Þar með var lagður grunnur að tímariti sem
síðan hefur vaxið og dafnað, og kemur út íellefta sinni
í ár.
Strax í upphafi var mótuð sú stefna að blaðið ætti að
höfða til almennings. Efnið á að vera aðgengilegt,
auðlesið, en skrifað eftir fræðilegum aðferðum sagn-
fræðinnar. Ágætlega hefur gengið að framfylgja þess-
um reglum og er það von okkar að svo hafi einnig
tekist í þessu blaði.
í ár er saga kvenna og barna meginefni blaðsins,
fjallað er um uppeldi stúlkna á seinni lúuta 19. aldar,
um Reykjavíkurstúlkuna á milli stríða, kaupkonur og
verslunarkonur í Reykjavík um aldarmótin síðustu og
þá er grein um Katrínu Thoroddsen lækni. Það er
grein um hugmyndir manna um uppeldi barna frá
siðaskiptum fram á upplýsingatímann og grein sem
fjallar um dóma Landsyfirréttar á tímabilinu 1802-
1919 í málum er vörðuðu ofbeldi gagnvart börnum.
Auk fróðlegra greina um Stóradóm, bátaeign lands-
manna, kjör presta og hugleiðmg um Píningsdóm.
Undanfarin ár hefur blaðið komið út í sumarbyrjun
en í ár var ákveðið að breyta til og gefa blaðið út um
miðjan september, við upplwf skólaárs. Því miður
gekk vinnan hægar en áætlað var og biðjumst við vel-
virðingar á því hvað blaðið kemur seint út.
En he'r er það komið, góða skemmtun.
Ritstjóri
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Valdimar F. Valdimarsson.
Ritnefnd skipuðu auk ritstjóra, Orri Vésteinsson og Þór Hjaltalín.
Þeir sem unnu að blaðinu auk höfunda: Elsa Hartmannsdóttir, Margrét Jónsdóttir og
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir.