Sagnir - 01.04.1990, Blaðsíða 65
„Óhæfa og fordæðuskapur" á rétttrúnaðaröld
Tvö tilbrigði við sama stef: Hórdóm. T.v. snýr ung kona baki við öldnum og óásjálegum eiginmanni og lætur freistast afungum og myndarlegum hefðarmanni.
T.h. hefur eiginmaðurinn betur og hefur kotnið konu sinni og elskhuga að óvörum.
armenn komu á fjölkvæni og leið-
togi þeirra kallaði sig konung Mun-
ster og alls heimsins í nafni Krists.
Hreyfingin virtist njóta stuðnings
fólks og her biskupsins tókst naum-
lega að brjóta hana á bak aftur.
Hefnd stjórnvalda var blóðug.22
Með hliðsjón af þessu dæmi er
auðvelt að gera sér í hugarlund þá
ógn sem stjórnvöld hafa talið sér
stafa af hreyfingum sem þessum og
trúarlegri upplausn í samfélaginu.
Það þarf þá ekki að koma á óvart að
þau hafi reynt að berja rétta trú og
siðferði inn í lýðinn af hörku og
vægðarleysi.
Páttur sárasóttar
Eitt af því sem einkenndi 16. öldina
í Evrópu var hræðilegur kynsjúk-
dómur, þekktur í dag undir nafn-
inu sýfilis eða sárasótt. Hún er talin
hafa borist til Evrópu 1493 með sjó-
mönnum sem komu heim úr fyrstu
Ameríkuferð Kólumbusar en olli
fyrst faraldri í Evrópu tveimur árum
síðar í kjölfar frönsku innrásarinnar
1 Napólí á Ítalíu. Sárasótt sem gekk
undir nafninu „lues" (lat. „plága"),
atb ekki aðeins eftir að verða skæð-
asti sjúkdómur 16. aldarinnar held-
ur er talið að hún hafi þá náð sínu
hámarki, aldrei orðið eins skæð á
síðari öldum.23
Þorgeir Kjartansson skrifar í
Sngnir 1982 að Stóridómur „hafi átt
að vera e.k. sóttvörn gegn sýfilis"24
þó hann telji það ekki einu skýring-
una. Hér er Þorgeir kominn út á
hálan ís þar sem ekkert bendir til að
sárasótt hafi verið komin til lands-
ins á þessum tíma hvað þá orðin
skæður faraldur. Hitt er annað mál
að faraldrar úti í Evrópu gætu vel
hafa haft áhrif á aukna refsihörku í
siðferðismálum. Smitleiðirnar
hljóta að hafa verið þekktar og því
má hugsa sér að harðari refsingar
hafi átt að draga úr smiti sjúkdóms-
ins. Hitt er þó líklegra að menn hafi
séð fyrir sér plágurnar sem refsingu
guðs fyrir ólifnað og siðleysi og átt
hafi að milda hann með hinum
þungu refsingum. Slík ályktun væri
í góðu samræmi við hugmyndir sið-
skiptamanna um hinn stranga, föð-
urlega guð sem hikaði ekki við að
refsa börnum sínum ættu þau það
skilið. Uppruni orðsins sýfilis bend-
ir reyndar til þessa hugarfars: í vin-
sælu ljóði frá 1530 eftir ítalann Gir-
olamo Fracastoro segir frá fjárhirð-
inum Syphilis sem var lostinn
sýkinni vegna óguðlegs athæfis.25
Þaö er ekki ólíklegt að sárasótt
hafi átt sinn þátt í harðari siðferðis-
löggjöf úti í Evrópu, þar með talið
hinni dönsku, og haft þannig óbein
áhrif á setningu Stóradóms. Ekkert
bendir hins vegar til þess að ís-
lenskir lögréttumenn hafi verið
uppfullir ótta við pláguna og litið á
lögin sem „sóttvörn". Niðurstaðan
hlýtur að vera sú að afsprengi að-
stæðna úti í heimi hafi verið flutt
inn til íslands án þess að þær væru
fyrir hendi hér að nokkru marki og
var þetta ekki í síðasta sinn sem
slíkt gerðist.
Sérhagsm u n ir íslenskra
Þegar Stóridómur er borinn saman
við erlend lög stingur einkum
tvennt í stúf, fyrir utan það hve ítar-
legur hann er. Eitt er að samfarir
fólks sem skylt var eða tengt í þriðja
og fjórða lið töldust refsiverðar.
Þetta var í samræmi við upphafleg-
ar kenningar Lúthers26 en í mót-
mælendalöndum hafði sú regla
skapast að fjarskyldari en þremenn-
ingar fengju að giftast og samfarir
þeirra töldust ekki sifjaspell. Þessi
regla átti líka að gilda á íslandi
þegar kirkjuskipan Kristjáns III frá
1537 var lögleidd hér, í Skálholts-
biskupsdæmi 1541 og í Hólabisk-
upsdæmi tíu árum síðar. íslenskir
ráðamenn kusu hins vegar að túlka
kirkjuskipanina á þá leið að bannið
næði uppí þriðja og fjórða lið. Þetta
má sjá á ákvörðun Gissurar biskups
um að banna ákveðnum hjónum
samvistir sem voru þannig skyld
eða mægð. Samþykkt prestastefnu í
Hólabiskupsdæmi var á sömu leið
og loks Alþingissamþykkt 1552.
Reyndar voru margir alls ekki til-
búnir að gefa eftir gömlu fjórmenn-
SAGNIR 63