Sagnir - 01.04.1990, Blaðsíða 50

Sagnir - 01.04.1990, Blaðsíða 50
Ólöf Garðarsdóttir Á tímum upplýsingarinnar var reifun ungbarna fordæmd. Mannúðarsjónarmið Þótt margir erlendir upplýsingar- frömuðir, eins og Voltaire hafi verið andsnúnir trúarbrögðum og valdi kirkjunnar, hélt hin píetíska hús- agatilskipun velli allt upplýsingar- tímabilið á íslandi. Áfram var lögð áhersla á uppeldi í guðsótta, hlýðni og iðjusemi. Upplýsingin valdi hins vegar nýjar leiðir að þessu marki. Þannig komu fram mannúðarsjón- armið í ritum upplýstra manna eins og Baldvins, en hann hvatti húsráð- endur til að sýna börnum og vinnu- hjúum gott fordæmi bæði til orðs og æðis. Hann varaði húsráðendur við að fara illa með niðursetninga og vinnuhjú, sagði góða meðferð þeirra vera eina aðalforsendu betr- unar og þannig heillavænlegast fyrir samfélagið að sýna þeim um- burðarlyndi.24 Björn í Sauðlauksdal varaði foreldra við að ofnota vönd- inn og sagði refsingar í tíma og ótíma gera börn þver og einþykk. Leikir og skemmtan höfðu verið þyrnir í augum píetista, en nú kveður við annan tón. Þannig segir í Arnbjörgu: Leikfang og skemmtan er börn- um ómissandi því þar við styrkj- ast bæði sinnisins kraftar og heil- brigði líkamans . . . Þá skemmt- an leyfir góð móðir helst börnum, sem gefur holla og háskalausa hræring líkamanum. Ekki spillir hún skemmtan barna með nokkri nauðung því þá er það ekki skemmtan lengur.25 Líkamlegt uppeldi Á upplýsingaröld var fyrst farið að líta á ungbarnadauðann sem samfé- lagslegt vandamál og þótt ekki væri efast um guðlega forsjón, voru menn, á tímum skynsemi, tilbúnir að grípa fram fyrir hendur hennar til að auka lífslíkur og bæta heilsu- far. í endurskoðaðri Lækninga-Bók Jóns Péturssonar eru konur hvattar til brjóstgjafar, og þar er hár ung- barnadauði hér á landi rakinn til þess að börn voru ekki lögð á brjóst.26 Björn í Sauðlauksdal var á sama máli og ritar í Arnbjörgu: Það fyrsta sem barn á skilið af móður sinni, er hennar brjósta- mjólk, 1, 2, eða 3 ár eftir kring- umstæðum . . . því hraust og heilbrigð kona getur annast og alið á brjósti sér fleiri en einn brjóstmylking27 Björn hafði samt nokkrar efasemdir um gildi brjóstagjafar og í bókinni um Atla segir m.a.: Þegar kona er skapvargur og of- safull í sinnisins hræringum, hverjar helst sem eru, þá er mjólk hennar óholl, helst strax eftir hverja skorpu. Sé hún þunglynd og fúllynd eður hafi hún nokkurn erfðasjúkleik . . . þá skyldi slík kona aldrei gefa barni brjóst ... 28 f anda Rousseau var reifun ung- barna fordæmd, a.m.k. mælst til þess að dregið væri úr henni. Þann- ig sagði Björn reifun óskynsamlega meðferð á börn- um þegar þeim er lengi haldið í því stranga fangelsi á þeim tíma þegar limir þeirra og liðamót þurfa ei síst frjálsar hræringar. Þá þykir nákvæmri móður reifatími of langur ef barn er ei komið í ruggu 7 nátta gamalt svo það geti þar rétt sig og teygt, hneppt sig og velt sér sem því er hægast.29 Uppbygging opinberrar læknis- þjónustu hófst hér upp úr 1760, en þá var settur landlæknir og 1766 voru stofnuð embætti fjórðungs- chirúga (læknir). í upphafi 19.aldar voru 6-7 læknar starfandi á ís- landi.30 Dreifbýlið kom í veg fyrir markvissa læknisþjónustu og þegar hafist var handa við að bólusetja landsmenn við kúabólu í kringum aldamótin 1800 var prestsefnum kennd bólusetningaraðferðin. Baldvin Einarsson og Magnús Step- hensen lögðu raunar til að prestar fengju tilsögn í öllum undirstöðu- atriðum læknisfræðinnar, en sú til- laga náði aldrei fram að ganga vegna andstöðu læknastéttarinn- ar.31 Engu að síður hlýtur starfssvið presta að hafa verið mun umfangs- meira hér á landi en annars staðar, bæði á sviði fræðslumála og heilsu- gæslu. Eins og Ijóst má vera af framan- sögðu virðast menn á tímum upp- lýsingarinnar smátt og smátt vakna til vitundar um gildi bættrar líkam- legrar og andlegrar meðferðar á börnum. Loftur Guttormsson dreg- ur hins vegar í efa að boðskapurinn hafi náð eyrum almennings og 48 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.