Sagnir - 01.04.1990, Blaðsíða 41

Sagnir - 01.04.1990, Blaðsíða 41
Kona í karlaveröld inu Sumargjöf og allir þessir aöilar lýstu sig því fylgjandi. Auk þess sendi Bandalag kvenna í Reykjavík áskorun til Alþingis um að sam- þykkja frumvarpið.12 Þrátt fyrir góð rök og góðan stuðning utanaðkomandi aðila fékk frumvarpið ekki náð fyrir augum Alþingis. Enginn þingmaður sá ástæðu til að leggja orð í belg sem verður að teljast undarlegt. Málið var tekið af dagskrá og fékk hægt andlát á þingi.13 Sömu sögu er að segja um frum- varp um breytingar á lögum um tekju- og eignarskatt sem Katrín flutti. Samkvæmt þágildandi lögum áttu tekjur hjóna að teljast fram saman og skattleggjast í heild. Með frumvarpi sínu vildi Katrín breyta þessu á þann veg að hjón teldu fram í sitt hvoru lagi. Þess má geta að Katrín var alla tíð ógift þannig að persónulega skipti þetta hana engu máli. I framsögu sinni um frum- varpið sagði Katrín: Þetta ákvæði og framkvæmd þess hefur verið þyrnir í augum margra, enda er það bæði óeðli- legt og óréttlátt, að tekjur tveggja aðila, þótt nátengdir séu, skuli lagðar saman og skatt- lagðar í einu lagi, einkum vegna hækkandi skattstiga. Einkum hefur konum sviðið þetta sem óréttlæti, vegna þess að það hef- ur í för með sér skerðing á at- vinnufrelsi þeirra og möguleik- um þeirra til atvinnu, ef um gift- ar konur er að ræða, á þann hátt, að þeim er raunverulega gert að greiða hærri skatt en öðrum skattþegnum. Konum er því hvort tveggja í senn metnaðar- mál og réttlætismál að fá þessu ákvæði breytt. Um frumvarpið urðu engar umræð- ur og það dagaði uppi í nefnd.14 Það var svo ekki fyrr en 1978 að raun- veruleg sérsköttun hjóna varð að iögum.15 Hvað olli fálæti pingmanna? Af undirtektum þingmanna við áðurnefndum frumvörpum Katrín- ar má ætla sem svo að aðeins hafi hálfur sigurinn verið unninn þegar kona komst á þing. Þegar jafnréttis- mál voru annars vegar virðast kon- ur hafa talað fyrir daufum eyrum. Þingmenn höfðu ekki einu sinni fyrir því að mótmæla. Slíkt er auð- vitað óþolandi viðmót þegar til lengdar lætur. Það hlýtur að vera betra að fá hörð andmæli en þögn- ina eina. Varla getur fálæti þing- manna hafa stafað af því að þeir höfðu ekki skoðun á málefnum sem vörðuðu konur. A.m.k. voru þeir ekki hlynntir tillögum Katrínar því þá hefðu þeir auðvitað samþykkt þær. Nei, þingmenn voru á móti jafnrétti kynjanna og sýndu það með því að þegja. Bæði frumvörpin voru stór í snið- um þannig að mikil undirbúnings- vinna hefur legið að baki þeim. Það hlýtur því að hafa valdið Katrínu vonbrigðum hvernig viðtökur frumvörp hennar fengu. Vegna þjóðfélagslegra breytinga undan- genginna áratuga var full þörf á þeim þó meirihluti þingmanna væri á öðru máli. En þeir voru karlmenn sem fannst að þeir hefðu minni hagsmuna að gæta en konur í upp- eldismálum og sérsköttun kvenna. Bæði þessi mál hafa fyrir löngu fengið náð fyrir augum þingsins og almenna viðurkenningu sem þjóð- þrifa- og réttlætismál. Baráttan fyrir lagalegu jafnrétti hérlendis tók u.þ.b öld. Allan þennan tíma voru karlar í miklum meirihluta á þingi og oft á tíðum sat þar engin kona þó ekki megi gleyma því að yfirleitt börðust ein- hverjir þingmenn fyrir réttindum kvenna. Utanaðkomandi þrýsting- ur var því mikilvægur, jafnvel nauðsynlegur, til að hafa áhrif á meirihluta þingmanna. En hann virðist ekki hafa verið nógu mikill til að knýja mál í gegn á skömmum tíma. Oftast er erfiðara að meta langtímaáhrif en hvað varðar jafn- réttisbaráttuna hljóta þau að vera umtalsverð enda sífellt verið að hamra á sömu kröfunum. Við ofurefli að etja Eitt af þeim málum sem Katrín lét sig varða en telst þó ekki til „stóru málanna" var innflutningur á nýj- um ávöxtum. Ásamt nokkrum þingmönnum bar hún fram tillögu Ávaxtaborð í stórverslun. Aukin neysla ávaxta eykur heilbrigði fólks og léttir störf húsmæðra. Pað er ekki fyrr en á allra síðustu árum að framboð á ávöxtum varð eins og hér er sýnt. SAGNIR 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.