Sagnir - 01.04.1990, Blaðsíða 31

Sagnir - 01.04.1990, Blaðsíða 31
Fleytan er of smá, . . . Tafla I Bátastærðir í Gullbringu- og Kjósarsýslu um 1780 Lengd Breidd Ðýpt í m í m í m Teinæringur 10,37 3,03 0,92 Áttæringur 9,05 2,75 0,88 Sexæringur 7,85 2,20 0,80 Feræringur 6,65 1,78 0,65 Tveggja manna far 5,44 1,39 0,50 Heimild: Skúli Magnússon: „Lýsing Gullbringu- og Kjósarsýslu", 68. Skúli ritar um „lengd ofan við stefni" sem hlýtur að merkja að bátarnir hafi verið mældir milli stafna að utan. Málin í töflunni eiga því við heildarlengd bátanna. s hvatningarljóði sínu til Islend- inga víkur skáldið Einar Bene- diktsson að fornu vandamáli landsmanna, smæð fiskibáta, sem gerði sjósókn torvelda og aflahlut rýran. Talið er að stórum bátum, tólfær- ingum og teinæringum, hafi fækk- að verulega kringum aldamótin 1700. Raunar er engin heildarskrán- ing báta í landinu til fyrr en frá ár- inu 1770 en ýmsar trúverðugar heimildir þykja benda til stærri báta á 17. öld en síðar varð.2 En hvers- vegna fækkaði stórum bátum skyndilega um 1700 og því fjölgaði þeim ekki aftur þegar harðindakafl- anum sem hrjáði landið um það leyti lauk? Bátastærðir Stærð báta hefur afgerandi áhrif á notagildi þeirra. Á stórum bátum mátti sækja lengra en unnt var að gera á smábátum og aflahlutur hvers og eins var meiri á stóru bát- unum þegar fiskaðist. Páll Vídalín lýsti fiskveiðum íslendinga á eftir- farandi hátt nálægt aldamótunum 1700 og gefur lýsing hans góða hug- mynd um það hvað munurinn á stórum bátum og litlum þýddi fyrir þá sem réru til fiskjar. Hinar almennu fiskveiðar í sjó ganga oft frámunalega böksu- lega. Menn kunna ekki nægilega að fara með segl, þegar vindur blæs á hlið eða móti. Með öðrum orðum, ef vindurinn er ekki hag- stæður, þá sitja menn annað- tveggja í landi eða leggja sig í lífsháska við að fara á sjóinn, þegar ekki er á annað að treysta en árarnar. Þeir verða því að bjargast við of litla báta sem ein- ungis er róið. En sé eitthvað að veðri, verður ekki róið nema skammt undan og hætta á, að bátarnir farist. Af þessu aflast lít- ið því fiskurinn leggst oft frá landi og út á djúpið.3 Utgerð stóru bátanna var mannfrek °g einkum bundin við stærri út- gerðaraðila. Af þeim má nefna út- gerð konungs í Vestmannaeyjum og útgerð biskupsstólsins í Skál- holti. Athugun á stærðum báta og breytingum á þeim ætti því að varpa nokkru ljósi á ástand sjávar- útvegs á 18. öld. Ennfremur má ætla að athugunin gefi dálitla hug- mynd um það hvaða áhrif mikil áföll af völdum náttúrunnar höfðu á atvinnuhætti í kyrrstæðu samfé- lagi 18. aldar og sýni hversu van- megna íslendingar voru til að bregðast við slíkum atburðum. Skúli Magnússon landfógeti fjall- aði um stærðir fiskibáta í Gull- bringu- og Kjósarsýslu í verðlauna- ritgerð sinni um sýslurnar. Ritgerð- ina er hann talinn hafa samið að mestu á árunum 1782-1784 og lokið henni að fullu árið 1785.4 Skúli flokkaði bátana eftir fjölda ræðara, þannig er: „sá bátur, sem hefir fimm rúm og er fimmróinn með 10 árum, nefndur tíahringur; sá sem hefir 4 rúm og 8 árar, áttahringur;"5 í töflu I má sjá stærðir báta eins og þær voru í sýslunum tveim um það leyti sem Skúli vann ritgerð sína. Hann getur þess ekki hve marga báta hann athugaði til að komast að niðurstöðum sínum, og er því ekk- ert hægt að fullyrða um almennt gildi þeirra. Sjálfsagt gefa þær samt trúverðuga mynd af algengum bátastærðum, á þessum slóðum a.m.k., á síðari hluta 18. aldar. Skúli taldi og flokkaði báta á vetrar- vertíðinni árið 1780 mjög gaum- gæfilega6 og hefur því verið þessum málum vel kunnugur. í riti sínu íslenzkir sjávarhættir II, hefur Lúðvík Kristjánsson gert ítar- lega grein fyrir stærðum árabáta eins og þær voru í upphafi þessarar aldar en mæling fór aðallega fram árið 1905.7 Þegar þessar mælingar voru gerðar var vélaöld að ganga í garð og hugsanlegt er að bátar hafi þess vegna verið smíðaðir eitthvað stærri og þyngri en áður hafði tíðk- ast, a.m.k. þeir yngstu. Sennilegast er þó að flestir þeirra hafi verið smíðaðir með það í huga að sem liprast væri að róa þeim og setja í naust með handafli og stærðin látin miðast við það. Má þá ætla að hún sé svipuð og verið hafði næstu aldir á undan enda eru þess dæmi að nýmælum í bátasmíði var hafnað af hérlendum vegna þess að þau hent- uðu ekki staðháttum. Er þar átt við báta með Sunnmærarlagi sem reynt var að innleiða seint á 18. öld en þóttu of þungir í setningu. Gekk treglega að fá kaupendur að þeim þótt verð væri haft lágt og Sunn- mærarbátar taldir þola betur sjó en þeir íslensku.8 Varðandi samanburð á stærð bátanna árið 1905 við báta 18. aldar er vert að gefa gaum að því að vegna efnisskorts gætu þeir síðarnefndu hafa verið eitthvað minni en annars tíðkaðist þegar viðunandi framboð var á smíðaviði. Engu að síður virðast ekki hafa orð- ið slíkar breytingar á íslenskum ára- bátum né útgerð þeirra að mæling- arnar frá 1905 séu ekki nothæfar sem vísbending um algengar stærð- ir báta fyrr á tíð. Samanburður við niðurstöður Skúla Magnússonar er vitanlega sjálfsagður. Til að gefa betri hugmynd um það hve stærð báta skipti miklu máli, er rétt að greina einnig frá SAGNIR 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.