Sagnir - 01.04.1990, Blaðsíða 67

Sagnir - 01.04.1990, Blaðsíða 67
„Óhæfa og fordæðuskapur" á rétttrúnaðaröld þurft að höggva nærri sjálfum sér þar eð hætta var á að ýmsir ættstór- ir menn og jafnvel þeir sjálfir dæmdust brotlegir. En á næstu öld kom fram „vask- ari" stétt valdsmanna sem beittu Stóradómi af fullri hörku, og 1602 var fyrsti maðurinn hálshöggvinn á Alþingi fyrir hórdóm. I kjölfarið fylgdu dauðarefsingar karla og kvenna auk fjársekta og hýðinga á Alþingi og heima í héruðum.38 A.m.k. 21 karlmaður var höggvinn á Þingvöllum fyrir brot á lagaá- kvæðum Stóradóms og um 18 kon- um drekkt (þar eru meðtaldar kon- ur sem voru líflátnar fyrir að myrða börn sín).39 Þetta er aðeins toppur- inn á ísjakanum því enn eru inn- ansveitaraftökur ótaldar. Samkvæmt könnun Þorgeirs Kjartanssonar á sakafallsreikning- um tíu sýslna á árunum 1641-50 virðast sýslumenn hafa verið iðnir við að þefa uppi skírlífisbrotamenn og -konur. Þess ber að minnast varðandi dugnað þeirra að Stóri- dómur færði þeim fé í vasann þar sem var hluti af fésekt þeirri er sá brotlegi varð að greiða. Þó var fjöldi dæmdra fátæklingar sem ekkert gátu borgað svo sýslumenn báru lít- ið úr býtum nema fyrirhöfnina við að láta kaghýða þessa féleysingja. Það má því segja að það hafi verið efnahagsleg spurning fyrir valds- menn hvort fátt var um feita drætti í þeirra héraði eða hvort þeim tókst að hafa eitthvað upp úr samförum annarra. Niðurstöður Þorgeirs eru að á þessum níu árum eru 1777 manns dæmdir fyrir skírlífisbrot, sem er nokkuð hátt hlutfall af þjóð sem varla taldi meira en 60 þúsund manns. Meira en níu af hverjum tíu afbrotum voru skírlífisbrot svo heita má að dómskerfið hafi varla fengist við nokkuð annað en ólög- legt kynlíf.40 Þessar tölur eru þó enginn endanlegar sannleikur um ástand mála því oft hlýtur fólki að hafa tekist að fara á bak við lögin með því að fá aðra til að gangast við óskilgetnum börnum sínum, eða það hreinlega myrti þau til að forð- ast refsingu. Eins er óvíst hversu samviskusamir valdsmenn voru að skrá sakamál opinberlega. Karlmenn berir að alvarlegustu brotum gegn Stóradómi voru hálshöggnir. Úr Reykjabók. Svo virðist sem dómgleði valds- manna hafi á stundum orðið svo mikil að þeir útfæra lagaákvæði Stóradóms eftir eigin geðþótta. A þetta sérstaklega við um harðindaár eins og 1750 en þá voru Guðmund- ur Pantaleonsson og Ingveldur Jónsdóttir dæmd á Alþingi fyrir barn sem þau áttu saman í lausa- leik. Lögþingisréttur úrskurðaði þau brotleg fyrir „blóð-skammar barneign" því að Ingveldur hafði mörgum árum áður átt barn í lausa- leik með Pantaleoni föður Guð- mundar. Fyrir þetta voru þau hjúin dæmd til dauða,41 þó ekkert fyrir- finnist í ákvæðum Stóradóms um að það sé dauðasök að kona leggist með feðgum ef hún er hvorugum gift. Dauðadómnum var reyndar ekki fullnægt í þetta skiptið. Ing- veldur lést skömmu síðar en Guð- mundur var náðaður og sendur í þrældóm í Stokkhúsið. Á sama þingi (1750) var kona sökuð um að eiga fimm börn í „meinalausu frillu- lífi" og dæmd, „sér til velforþénts straffs, en öðrum til viðvörunar", til að erfiða til æviloka í tugthúsi í Kaupmannahöfn.42 En í Stóradómi eru viðurlög við fimmta frillulífs- broti ekki ævilöng þrælkun heldur að brotamaður „misse hudina edr eigizt."43 Þrátt fyrir einhverja tregðu til að framfylgja Stóradómi til að byrja með, þá upphefst hans blómaskeið er kemur fram á 17. öldina. Islensk- ir valdsmenn skirrast ekki við að beita hörku og jafnvel stundum meiri en sjálf lögin kveða á um. Annars konar sakamál hafa ekki tafið fyrir sýslumönnum þar sem langflest afbrot þessara tíma voru skírlífisbrot. Jón og séra Jón Það var í þá daga eins og nú að það er ekki sama hver maðurinn er og litu ströng augu siðgæðispostula Stóradóms oft undan ef fyrirmenni áttu í hlut. T.d. var Jón bróðir Árna Magnússonar handritasafnara þrisvar ákærður fyrir hórdómsbrot en komst undan fullri refsingu, þ.e. lífláti fyrir þriðja brot. Mátti hann þakka það ætterni sínu þar sem óbreyttur alþýðumaður hefði orðið höfðinu styttri.44 Ekki voru heldur allir semjendur Stóradóms barn- anna bestir. Eggert Hannesson, annar lögmannanna sem beðið höfðu konung um harðari refsingar við skírlífisbrotum, eingaðist börn í lausaleik með frillu sinni stuttu áður en hann skrifaði undir Stóra- dóm. Þau fengu aflausn hjá biskupi án sýnilegra vandræða. Fyrirmenni og embættismenn breiddu stundum yfir ólöglegar barneignir sínar með því að kaupa eða neyða fátæka undirsáta sína til að taka á sig sökina. Ef fyrirkonur áttu í hlut var vinnukona oft fengin til að segjast vera móðir barnsins og fátækur maður í sama byggðarlagi látinn taka á sig faðernið. Árið 1604 kom upp „barnsvillumálið" á Bæ á Rauðasandi. Þær sögur gengu að Björn sýslumaður á Bæ hefði átt tvö börn með Sesselju systur sinni en sóknarpresturinn séra Sigurður Einarsson tekið á sig faðernið. Fyrst hélt Björn því fram að vinnukona á bænum ætti barnið en varð að SAGNIR 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.