Sagnir - 01.04.1990, Blaðsíða 58

Sagnir - 01.04.1990, Blaðsíða 58
Steinunn V. Óskarsdóttir að skrifa og reikna, tala erlendar tungur, leika á hljóðfæri o.s.frv.; móðir hennar getur einnig kennt henni matartilbúning, að sauma, spinna, prjóna, hekla, filera, skattera, bródera, baldýra og fl., einnig aðra algenga innan og ut- anbæjarvinnu . . . Hún verður að lifa, en vinna hennar er lítilsmetin; hún situr við og saumar eða spinnur allan daginn, frá morgni til kvölds, en hefur tæplega málungi matar; sé hún í vist, gangi á eyrinni, fari í kaupavinnu, eða hvaða helzt vinnu hún gerir, hvað verður þá um kaupið? Hún fær allt að helmingi minna, en karlmenn- irnir, og hvers vegna? Af því að hún er stelpa . . . Eg verð að haga uppeldinu svo, að eg geti með tímanum fengið henni „forsorgara" og „vergja", hugsar faðirinn. Hún getur orðið góð húsmóðir, gegnt innanhús- störfum, og gætt bús og barna.38 „karlkyninu frelsið og kvennkyninu þrældóminn // Við athugun á minningarritum kvenna fæddum á árunum 1850- 1900 kemur fram, að mikill meiri- hluti þeirra segist hafa verið alin öðruvísi upp en bræður þeirra. Það var lögð áhersla á að þær lærðu handavinnu og öll almenn matar- verk. Að gæta barna var það starf sem stelpur sinntu nær eingöngu. Fram kemur í allflestum frásagn- anna að þær gættu yngri systkin- anna á meðan bræðurnir sinntu út- istörfum. Fyrir þeim flestum lá að verða vinnukonur í lengri eða skemmri tíma og jafnvel alla ævi. Sem vinnu- konur kom þeim best að vera undir- gefnar og auðmjúkar, þannig vildu húsbændur hafa þær og þar með gátu þær lifað nokkuð áhyggju- lausu lífi. I mörgum frásögnum má sjá húsbændur hæla vinnukonum fyrir trúmennsku. Það er t.d. um- hugsunarefni hvers vegna vinnu- konur mótmæltu ekki kjörum sín- um á sama tíma og vinnumenn. Skýringin getur legið í undirgefn- inni og trúmennskunni. Þær gátu ekki hugsað sér að fara að „svíkja" húsbændur sína sem reynst höfðu þeim svo vel! Góð eiginkona og húsmóðir þurfti ekki að læra til bókar og lýsa margar kvennanna yfir vonbrigð- um sínum með að hafa fæðst sem stúlkur. Drengirnir gengu fyrir þegar nám var annars vegar og Stúlka með heylest. 56 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.