Sagnir - 01.04.1990, Blaðsíða 38

Sagnir - 01.04.1990, Blaðsíða 38
Arnþór Gunnarsson ingar og getnaðarvarnir á íslandi og það var ekki fyrr en á fjórða áratugi þessarar aldar að umræðan varð opinber. í öðru lagi verður sjónum beint að þeim málum sem Katrín vann að á Alþingi og vörðuðu kon- ur sérstaklega þó segja megi sem svo að öll þingmál snerti konur með einhverjum hætti eins og haft var eftir Katrínu skömmu eftir að hún tók sæti á þingi.2 Að síðustu verður lítillega greint frá skoðunum Katr- ínar á stöðu kvenna í íslensku þjóð- félagi. Frjálsar ástir Árið 1931 flutti Katrín erindi í boði Jafnaðarmannafélagsins um tak- markanir barneigna eins og þessi mál voru gjarnan nefnd á þeim tíma. Skömmu síðar flutti hún er- indið aftur, nú í boði Guðspekifé- lagsins í Reykjavík. Þegar fleiri fé- lög buðu Katrínu að flytja erindið tók hún fyrir það enda stóð til að því yrði útvarpað. Vegna þeirrar gífurlegu athygli sem erindið vakti og mikilla viðbragða almennings sá hún sig tilneydda til að leyfa útgáfu þess á prenti undir heitinu Frjálsar ástir. Erindi um takmarkanir barn- eigna.3 I formála erindisins sagði Katrín að fólk hafi hneykslast bæði af orða- Katrín hafði „óbeit" á fðstur- eyðingutn og vildi fræða fólk um getnaðarvarnir. vali og efni þess. Einnig hafði hún orðið vör við að fólk gerði sér alls kyns ranghugmyndir um þessi mál en það hafði hún m.a. ráðið af þeim bréfum sem henni bárust víðsvegar að vegna erindisins. Orðrétt sagði Katrín: Sumir báðu um nánari upplýs- ingar, aðrir vildu fá sendar verj- ur og þóttist ég samt hafa tekið það skýrt fram, að slíkt gæti því aðeins komið að gagni, að ná- kvæmt mál hefði verið tekið, — mál, sem er algerlega óháð stærð konunnar, aldri eða því, hvort hún hefir alið barn eða ekki. Þá voru þeir ekki allfáir, sem á ein- hvern óskiljanlegan hátt höfðu komizt að þeirri niðurstöðu, að fyrirlesturinn hafi aðallega fjall- að um leiðbeiningar til fóstur- morða og báðu vinsamlegast, með skírskotun til erindis míns, um lyfjasendingu til að eyða allt frá fárra daga til upp undir 7 mánaða gömlu fóstri. Nú virðist það samt, að ekki þurfi nema meðalgreind til að skilja, að hér er um tvennt ólfkt að ræða: ann- ars vegar að koma í veg fyrir að fóstur geti myndast, en hins vegar að drepa fóstur, sem þegar er til orðið. En allur almenningur virðist eiga mjög bágt með að sjá muninn, og yfirleitt er fáfræðin alveg í algleymingi, að því er fósturlát snertir. Til dæmis barst mér nýlega bréf frá konu, er bið- ur um sterk meðul til fóstureyð- ingar; hún kveðst vera búin að reyna, árangurslaust vitanlega: Chinin, Kamfóru, Kreósót, brennsluspritt og sóda í sterku kaffi ... [fólk] heldur, að læknar lumi á einhverjum undralyfjum, sem ekki þurfi nema 1-2 inntök- ur af, þá spýtist fóstrið út og allt sé í lagi.4 Katrín kom víða við í erindinu en hér verður látið nægja að geta stutt- lega skoðanna hennar á fóstureyð- ingum. Að mati Katrínar voru lögin um fóstureyðingar frá 1869 úrelt. Þau kváðu á um að dæma mætti menn til átta mánaða og allt upp í sextán ára fangelsisvistar fyrir að eyða fóstri og skipti þá engu hvaða ástæður lágu þar að baki. Áleit Kat- rín að lögin yrðu brátt tekin úr gildi eða lagfærð. Sjálf sagðist hún hafa „óbeit" á fóstureyðingum en taldi að konan, móðirin, eigi að vera rétthærri en þetta samsafn af frumum, sem um síðir verður kannske lifandi vera. — Margir, sem andvígir eru viðkomuhöml- um, eru það af þeim misskiln- ingi, að þeir halda, að um fóstur- morð sé að ræða, er talað er um takmarkanir fæðinga. Það er al- gerlega rangt; getnaðarverjurnar koma beinlínis í veg fyrir það, að til þeirra óyndisúrræða þurfi að grípa, sem framköllun fósturláta eru. Með viðkomuhömlun, fæð- ingatakmörkun, >birth controK, er átt, þegar frjóvgunin er hindr- uð, þegar komið er í veg fyrir, að sæðisfruma og egg hittist og sameinist. Katrín vildi að fóstureyðingar ættu ekki rétt á sér nema í undantekn- ingartilvikum; þ.e.a.s. ef líf og heilsa móðurinnar væri í hættu og ef um nauðgun hafi verið að ræða. Til að fækka þeim tilfellum þar sem börn eru óvelkomin í heiminn vildi Katrín að getnaðarvarnir yrðu al- mennt viðurkenndar og notkun þeirra kynnt almenningi.5 36 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.