Sagnir - 01.04.1990, Blaðsíða 49

Sagnir - 01.04.1990, Blaðsíða 49
Guðsótti og góðir siðir inni að líkamlegu uppeldi barna. Aður hafði aðaláherslan verið á trúarlegt uppeldi, en með aukinni þekkingu varð fólk sér almennt meðvitaðra um gildi hreinlætis og brjóstagjafar, og í upphafi 19.aldar var ungbarnadauði á undanhaldi í flestum löndum Norðurálfu.20 Einn afkastamesti fulltrúi upplýs- ingarstefnunnar á sviði uppeldis var franski heimspekingurinn Jean- Jacques Rousseau (1712-1778). Hann er reyndar af öðru kunnur en blindri skynsemisdýrkun og ef til vill má segja að hann tilheyri róm- antískari armi upplýsingarinnar. I bók sinni Émile ou de l'éducation set- ur Rousseau fram hugmyndir sínar um uppeldi bama og unglinga. Verkinu skiptir hann í fimm kafla, fjórir fyrstu fjalla um Emil og fimmti um Sophie, tilvonandi eigin- konu hans. Bókin er ítarleg úttekt á barnseðlinu og hugmyndum Rousseau um hvað væri ákjósan- legt uppeldi. Rousseau lagði áherslu á „nátt- úrulegt" uppeldi drengja. Hann vildi að þeim væri framan af haldið fjarri heimi fullorðinna og tilbúnum kröfum siðmenningarinnar. Hug- myndir Rousseau áttu rætur í borgaralegu umhverfi Vestur- Evrópu, þar sem börn efri stéttanna voru hætt að taka eins virkan þátt í störfum foreldra sinna og áður. Verksvið efristéttarkvenna hafði al- farið verið flutt inn á heimilið, á meðan karlar unnu utan þess. Pess vegna var uppeldi Soffíu gjörólíkt uppeldi Emils. A meðan Rousseau virtist gera ráð fyrir því að tekið væri mið af einstaklingnum og meðfæddum þörfum hvers og eins í uppeldi drengja, miðaðist uppeldi stúlkna öðru fremur við þarfir sam- félagsins. Hann taldi konum eðlis- lægt að vera undirgefnar körlum og leit á uppeldi þeirra sem undirbún- ing fyrir eiginkonu- og móðurhlut- verkið.21 Rousseau lagði mikla áherslu á líkamlegt uppeldi og þátt kvenna í því. Hann brýndi hrein- iæti fyrir mæðrum og lagðist gegn reifun ungbarna, sagði hana hættu- iega lífi og heilsu þeirra. Pá hvatti hann eindregið til brjóstagjafar og vildi að konur hefðu börn sín sjálfar a brjósti en sendu þau ekki til „Þá skemmtan leyfir góð móðir helst bömum, sem gefur holln og hósknlausn hræring líkamnnum. “ brjóstmæðra, eins og algengt var í Frakklandi á þessum tíma. Rökin taldi Rousseau augljós — öll spen- dýr gefi afkvæmum sínum að • - 22 sJuga. Islenskir menntamenn urðu snemma fyrir áhrifum upplýsingar- innar, og hefur tímabilið 1770-1830 verið kennt við upplýsingaröld hér á landi. Á 8. og 9. áratug 18.aldar skrifaði presturinn Björn Halldórs- son í Sauðlauksdal um uppeldi í bókum sínum um Atla og Arn- björgu, og Baldvin Einarsson setti fram hugmyndir í anda Rousseau um uppeldi og barnaeldi í Ármanni d Alþingi árið 1829.23 Það vekur athygli að fyrst með ritum þeirra Baldvins og Björns var gerður greinarmunur á uppeldi stúlkna og drengja. í húsagatilskip- uninni virðist gert ráð fyrir sams- konar andlegu uppeldi kynjanna, þótt hefðbundin verkaskipting í samfélaginu hljóti vissulega að hafa leitt til mismunandi áherslna í raun. Þær kvenlegu áherslur sem koma fram með upplýsingunni hafa tæp- ast átt við íslenskt bændasamfélag, þar sem konur unnu erfiðisvinnu til jafns við karla og voru jafnmikil- vægar fyrir efnalega afkomu fjöl- skyldunnar og þeir. SAGNIR 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.