Sagnir - 01.04.1990, Blaðsíða 25

Sagnir - 01.04.1990, Blaðsíða 25
„Ó, vesalings tískunnar þrælar." lausri gagnrýni um leið og hann sneri við henni bakinu. Meðan hún var að kynnast herranum vildi hún helst tala um daginn og veginn, kvikmyndir, dansleiki og þesshátt- ar. Ef ungi maðurinn minntist á bækur eða æðri tónlist var hann úrskurðaður montinn og vildi hann sveigja talið að fjármálum eða stjórnmálum var hann drepleiðin- legur. Hins vegar var hún til í að ræða þessi mál þegar þau voru tvö ein og þekktust dálítið betur. En við fyrstu kynningu varð herrann að segja brandara aðra hverja mínútu ef „Reykjavíkurstúlkan" átti að telja það ómaksins vert að kynnast hon- um nánar. Tækist það hélt kynn- ingin áfram.19 Þær þóttu afar heppmr stúlkurnar sem fengu vinnu á skriþtofu, enda slíkt starf draumur allra sannra „Reykjavíkurstúlkna"! Vildi starfa á skrifstofu Sagt var að „Reykjavíkurstúlkan" árið 1939 væri venjulega syfjuð á morgnana þegar hún færi á fætur. Samt var hún dugleg að vinna. Þótt hún ætti efnaða foreldra var henni ekkert um það gefið að vera að- gerðalaus heimasæta. Nám sitt miöaði hún oftast við atvinnuvon en hafði lítinn áhuga á vísindaiðk- unum. Hins vegar átti hún til að vera þrældugleg í skóla og ein- kunnasjúk úr hófi. Heimilisstörf voru henni ekki að skapi, meðal annars vegna þess að þá var hún kölluð vinnukona og fékk aðeins frí á fimmtudögum. Helst vildi hún vinna á skrifstofu, í búð eða verk- smiðju.20 Skrifstofustarf virtist þó skipa efsta sætið, eða eins og ein /,Reykj a víku rs tú I ka n " komst að orði árið 1939: það er nú minn draumur að komast á skrifstofu, eins og allra sannra Reykjavíkurstúlkna. Þar er sá ljóður á, að jafn margar skrifstofur eru ekki til í Reykja- vík, eins og það eru margar stúlkur hér sem langar til að komast þangað og hafa alla kunnáttu til þess, og því miður engin von til þess að það lagist fyrr en við stúlkurnar höfum fengið einhver ítök í stjórninni!21 Annars kærði „Reykjavíkurstúlk- an" sig víst kollótta þótt hún hefði erfitt og jafnvel ógeðfellt starf ef hún fékk það vel borgað. Henni þótti gaman að vinna fyrir miklum peningum en var fljót að eyða þeim. Hún mætti stundvíslega í vinnu ef húsbóndinn var strangur en annars var hún til með að slæp- ast 5-10 mínútur. Helst vildi hún vinna í sprettinum og slæpast á eftir ef hægt var. Ef henni var trúað fyrir vandasömu verki lagði hún sig fram til þess að gera það vel. Fyrir slrkt vildi hún fá sérstakt hrós.22 Fegurst kvenna „Reykjavíkurstúlkan" vildi eiga frí á kvöldin. Þá vildi hún skemmta sér. Hún hjálpaði þó mömmu sinni við heimilisstörfin ef hún var beðin en hún var löt að stoppa í sína eigin sokka. í versta tilfelli gerði hún það á morgnana. f stað þess að sitja heima bjó hún sig í sínar bestu flík- ur og fór út. Hún hugsaði mikið um útlit sitt. Kjólar, hattar og kápur voru henni meira virði en fæði og húsnæði. Hún fylgdi tískunni eins vel og hún gat og grennti sig með sulti ef á þurfti að halda. Hún var vel heima í flestu er laut að nýtísku kvensnyrtingu.23 „Reykjavíkurstúlka" fjórða ára- tugarins var lagleg. Ef marka mátti umsagnir fjölmargra ferðalanga, sem komu til Reykjavíkur, átti hún engan sinn líka undir sólinni hvað fegurð snerti og yndisþokka. Þessi ummæli kitluðu vafalaust eyru hennar en vonandi skildist henni eins vel og körlum að þetta væru aðeins elskulegar ýkjur, settar fram í hrifningu og algeru gagnrýnisleysi þeirrar stundar er siðfágaðar, laglegar stúlkur, klæddar eftir óaðfinnanlega ný- tísku Evrópu-sniði, ber fyrir aug- un í bæ þar sem búist var við óhreinum, durgslegum flóka- tryppum í kvenmannslíki, eða máske aðeins Eskimóakerling- um í selskinnsgörmum.24 „Reykjavíkurstúlkan" 1939 þoldi samanburð við útlit kvenna á sama reki í flestum eða öllum nálægum löndum án þess að hafa nokkra vansæmd af, því hún vildi líta vel út. Hún lagði rækt við andlitsfeg- urð sína, var sæmilega vaxin og stolt af því að hafa snotra fætur. Ef hún hafði breiðan og fallegan hnakka gekk hún með drengjakoll, annars með hálfsítt hár. Óliðað hár þoldi hún ekki. Andlitsduft notaði hún mikið og tiltölulega mikinn varalit, slæma tegund. Tennurnar hirti hún sæmilega. Neglurnar lakkaði hún með ódýru lakki en var trassi við að skafa undan þeim. Að öðru leyti var hún hrein og þokka- leg. Föt hennar voru venjulega dýr- ari en hún hafði efni á að kaupa, Ætli fegurð „Reykjavíkurstúlkunnar" hafi ein- göngu verið ýmsum hjálparmeðulum að þakka? SAGNIR 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.