Sagnir - 01.04.1990, Blaðsíða 32

Sagnir - 01.04.1990, Blaðsíða 32
Kristján Sveinsson Tafla II Meðalstærðir báta um 1905 Fjöldi báta Meðal- Meðal- Meðaldýpt lengd í m breidd í m í m Tólfæringar 19 10,27 2,67 0,85 Teinæringar 58 9,33 2,28 0,82 Áttæringar 127 8,95 2,40 0,88 Sexæringar 297 7,25 1,88 0,69 Feræringar 314 6,02 1,63 0,63 Tveggja manna för 19 5,53 1,45 0,57 Tafla II er unnin upp úr töflum 1 til III í bók Lúövíks Kristjánssonar íslcnzkirsjávarhxttir II, 107-11. Þar koma einungis fram meðalstærðir báta en rétt er að geta þess að allnokkur frávik geta verið innan einstakra stærðarflokka. Lúðvík tekur fram að mælingamennirnir virðast hafa flokkað bátana eftir fjölda ræðara þannig að t.d. áttróinn sexæringur flokkaðist sem áttæringur. Lengd bátanna var mæld milli stafna að innan og þarf því að bæta u.þ.b. 30 sm við til að fá mestu lengd þeirra. Tafla III Burðarmag n báta Teinæringur 6600 kg 11 hlutir 60 þorskar í hlut Áttæringur 5400 kg 9 hlutir 60 - Sexæringur 3500 kg 7 hlutir 50 - Feræringur 2400 kg 6 hlutir 40 - Tveggja manna far 700 kg 3 hlutir 20 - Tafla III er unnin upp úr íslenzkum sjávarítáttum 11, 112 og byggist á heimild frá árinu 1776. Tafla IV Skipting báta í stærðarflokka árið 1770. Tólfæringar 2 0,1% Teinæringar 20 1,1% Áttæringar 386 20,6% Sexæringar 310 16,6% Fimm manna för 223 11,9% Feræringar 278 14,9% Þriggja manna för 41 2,2% Tveggja manna för 604 32,2% Eins manns för 5 0,3% Samtals 1869 100% Heimild: Undsnefndin 1770-1771 I, Rv. 1958, 214. burðarmagni þeirra, enda er það mælikvarði á afkastagetu. Eins og sjá má á töflu III er veru- legur munur á afkastagetu. Þegar vel fiskaðist gat maður á teinæringi dregið 50% meiri afla en maður á feræringi. Auk þess var hægt að sækja stífar og lengra á stóru bátun- um en hinum litlu. Allmargar vísbendingar eru um að a.m.k. fram á fyrsta áratug 18. aldar hafi verið til í landinu fleiri stórir bátar en síðar varð. Árið 1685 fórust þrír teinæringar af Stafnesi og fjórir úr Vestmanna- eyjum.9 Skálholtsstóll gerði fimm skip út frá Þorlákshöfn um 1700, einn tólfæring og fjóra teinæringa10 og árið 1700 fórust þrír tólfæringar úr Grindavík.11 Árið 1707 getur Árni Magnússon þess að í Vestmanna- eyjum séu þrír tólfæringar og 11 teinæringar í eigu konungsútgerð- arinnar og hermt er að snemma á vertarvertíð árið 1706 hafi teinær- ingur farist á Járngerðarstaðasundi í Grindavík og annar í vertíðarlok í Þorlákshöfn.12 Fyrsta heildartalning báta er frá árinu 1770 og var gerð að tilhlutan Landsnefndarinnar fyrri. Sam- kvæmt skýrslu Ólafs Stefánssonar amtmanns til nefndarinnar frá 20. mars 1771 voru bátar í landinu þá 1869 talsins og skipting í stærðar- flokka eins og fram kemur í töflu IV. Hér er áberandi hve litlir bátar eru margir. Feræringar og minni bátar eru rétt tæp 50% af heildar- fjöldanum. Stórir bátar, tólfæringar og teinæringar eru hinsvegar aðeins um 1% af heildarfjölda. Hlýtur þetta að benda til þess að útgerð stóru bátanna hafi af ein- hverjum orsökum verið orðin óhag- kvæm, eða að landsmenn hafi ekki getað eignast þá. Til nánari athug- unar á þessu verður fyrst hugað að bátasmíðum og efnivið í báta. Rekaviður og innflutt timbur Óþarft er að fara mörgum orðum um skógleysi landsins og þá stað- reynd að hér vex ekki smíðaviður. Rekaviður hefur að nokkru leyti bætt skógleysið upp. í Jarðabók Árna og Páls eru taldar fram 130 rekajarðir í Sunnlendinga- fjórðungi, 224 í Vestfirðingafjórð- ungi og 215 í Norðlendingafjórð- ungi og heimild frá árinu 1918 telur 156 rekajarðir í Austfirðingafjórð- ungi. Rekajarðir á landinu hafa því verið taldar 725 þegar öllu er til skila haldið,13 en reki á fjörur þeirra er mismikill. Talsverð hlunnindi voru af rekum víða um land, nema við Breiðafjörð. Þar var trjáreki jafnan lítill.14 Mestur afrakstur var af rekafjörum á Hornströndum, í Þingeyjarsýslu milli Langaness og Tjörness og í Austur-Skaftafells- sýslu.15 Talið er að á fyrri hluta 17. aldar 30 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.