Sagnir - 01.04.1990, Qupperneq 91

Sagnir - 01.04.1990, Qupperneq 91
Mörg merkisafmæli framundan! hagsmunir eru í húfi og góðs viti að sagnfræðinemar líta til framtíðar. Fortíðin á þó hug þeirra að mestu leyti í afmælisárgangnum árið 1989 en nokkurra áherslubreytinga gætir í efnisvali miðað við undangengin ár. Horfið er frá því að taka afmark- að tímabil til umfjöllunar heldur er ritið helgað greinum sem að stærst- um hluta eru sóttar til rannsókna í hugarfars- eða viðhorfasögu. Pann- ig spannar efnið nánast allar aldir Islandssögunnar en bindiefnið er afstaða fólks til hinna aðskiljanleg- ustu þátta mannlífsins. Þessi leið er mun vænlegri til árangurs vilji nemendur nálgast það takmark sitt að „allir þeir sem gaman hafa af Is- landssögu" finni „eitthvað við sitt hæfi" í ritinu. Þröngt efni á afmörk- uðu tímabili getur dregið úr áhuga fólks á að vilja eignast ritið en það hlýtur að vera markmið nemenda að kynna sem flestum rannsóknir sínar. Að þessu leyti hefur nem- endum tekist betur upp í afmælis- árgangnum en undangengin ár. Efnið hefur víðari skírskotun og þrátt fyrir áherslu á hugarfarssögu speglar efnið betur en oft áður fjöl- breytt áhugasvið nemenda. Efnisval Sagna undanfarin ár sýn- ir einnig ýmsar áherslubreytingar sem orðið hafa í sagnfræðinni við Háskólann. Menn hafa numið ný lönd, ferskir vindar leikið um fræð- in. Hagsaga, félagssaga, kvenna- saga og hugarfarssaga hafa t.a.m. átt fylgi að fagna. Breytt viðhorf, endurskoðun gamalla hugmynda, ný sýn á fortíðina, hafa endurómað í Sögnutn. Prýðileg efnisflokkun 1,- 10. árgangs Sagna í afmælisárgangn- um veitir yfirsýn um hvar áhugi og áherslur hafa legið í tímans rás og ekki þarf að fletta blaðinu lengi til þess að sjá að nemendur hafa lagt drjúgan skerf til rannsókna í ís- lenskri sögu. Fyrir nokkrum árum var sagt í blaðadómum um ritið að vart væri hægt að taka það jafn al- varlega og önnur fræðirit á mark- aðnum, t.d. Sögu, Skírni og Árbók fornleifafélagsins. Sagnir væru æf- ingavöllur nemenda, þeir væru ennþá að læra, skrifuðu skólastíla, stunduðu stílæfingar. Undanfarin tvö ár hefur minna borið á þessu viðhorfi. Fræðimenn eru jafnvel farnir að taka efni þess svo alvar- lega að þeir sjá ástæðu til þess að gera athugasemdir við greinar ef því er að skipta. Þannig er blaðið búið að hasla sér völl, skapa sér nafn. Efni þess ber að taka alvar- lega. Fjöldaframleiðsla ritgerða Á hverju ári skrifa sagnfræðinemar vafalaust mörg hundruð ritgerðir þegar allt er talið. Þeir geta vart lok- ið námskeiði án þess að leggja þar fram ritgerð, en vissulega eru rann- sóknirnar mismerkilegar. Sumar byggja á viðamikilli frumheimilda- vinnu og taka til efnis sem ekki hef- ur verið athugað áður, aðrar eru nánast endursögn á verkum ann- arra, enn aðrar varpa óvæntu Ijósi á gömul viðfangsefni, bæði með könnun nýrra heimilda en ekki síð- ur með endurskoðun á verkum fyrri fræðimanna, viðhorfum þeirra og túlkun. Þannig eiga aðstandend- ur Sagna í nokkuð digra sjóði að ganga þegar þeir hefja undirbúning hvers nýs heftis. Einn galli er þó á gjöf Njarðar. Bróðurpartur þeirra ritgerða sem skrifaður er á nám- skeiðum á sjaldnast erindi á prent, í það minnsta ekki óbreyttur. I þeim efnum reynir verulega á ritstjórn blaðsins. Hún verður að leggja sig fram um að velja athyglisverðustu rannsóknirnar á hverjum tíma, fleyta rjómann ofan af. í þeim efn- um hefur henni tekist bærilega undanfarin ár og afmælisárgangur- inn sýnir svo ekki verður um villst hversu vel má gera ef vinna er lögð í leitina. Viðamestu rannsóknirnar sem hafa birst í Sögnum hafa gjarnan tengst B.A.-ritgerðum og svo er einnig í þessum árgangi. Umfangs- mesta greinin, bæði hvað snertir heimildavinnu og lengd, er byggð á B.A.-ritgerð um hugsunarhátt og verðmætamat íslenskrar alþýðu á tímabilinu 1700-1850. í umsögn um SAGNIR 89
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.