Sagnir - 01.04.1990, Blaðsíða 63

Sagnir - 01.04.1990, Blaðsíða 63
„Óhæfa og fordæðuskapur" á rétttrúnaðaröld Árna biskups Porlákssonar frá 1275 en semjendur Stóradóms láta sér nægja að vísa í þessi þriggja alda gömlu lög: 1. móðir 2. systir 3. dóttir 4. stjúpmóðir 5. sonarkona 6. bróðurkona 7. sonardóttir 8. stjúpdóttir 9. bróðurdóttir 10. systurdóttir 11. dótturdóttir 12. móðurmóðir 13. föðurmóðir 14. móðursystir 15. föðursystir 16. móðir konu manns 17. systir konu manns Hér sést glögglega hve vítt hug- takið sifjaspell er en þetta voru aðeins þau allra alvarlegustu. Sam- farir karls og konu voru refsiverðar ef þau voru skyld eða tengd allt í þriðja og fjórða lið. Sama gilti ef menn gerðu sig bera að hórdómsbroti þrisvar sinnum, dauðadómur skyldi það vera. Vandarhögg og húðlát voru tekin upp við alvarlegum brotum sem þó ekki nægðu til dauðadóms. Ná- kvæmlega var tilgetið hve mörg vandarhögg skyldu slegin í hverju tilfelli auk þess sem það var haft fyrir þumalfingursreglu að ætti sá eða sú seka ekki fyrir sektinni skyldu tvö vandarhögg koma í stað einnar merkur. Petta var í fyrsta sinn á íslandi sem hýðingar og dauðarefsing lágu við skírlífisbrotum. Samkvæmt Kristniréttinum gamla lágu fésektir og skriftir hjá presti eða biskupi við vægari brotum en sá sem gerðist sekur um þau sifjaspell sem talin eru upp hér að framan skyldi fridlauss oc beþi þau þar til er þau taca skript þa er byskop leggr a þau. oc bedi hafa þau firir gert hveriom peningi fear sins. bedi i londom oc lausom aurom. Þat a halft konungr en halft bys- kop nema þeir vili meiri misconn a gera.10 Eignamissir var sem sagt þyngsta refsingin í kaþólsku en þó einhver von um að „meiri miskunn" væri sýnd. Onnur breytingin var sú að sekt- irnar höfðu hækkað frá því sem áður var þó aðeins væri um fyrsta Kristján III. kom á siðaskiplum í Danaveldi og lagði grundvöllinn að Stóradómi. Pað kom þó í hlut sonar Iwns, Friðriks II. að undirrita lögin. brot að ræða. Áður hafði t.d. þriggja marka sekt legið við fyrsta einfalda hórdómsbroti11 (þ.e. ef bara annað var gift) en nú var upp- hæðin orðin sex merkur eða rúm tvö kýrverð. Þessi munur var mest áberandi hvað varðaði frillulífisbrot sem áður var aðeins refsað með fé- sektum. Þau voru sem fyrr léttvæg- ustu brotin en nú var, auk þriggja marka sektar, ótímabundin útlegð úr fjórðungi innleidd við fjórða broti og við fimmta broti lá missir húðar eða hin brotlegu „eigist" (hvort sem hið síðastnefnda telst til vægðarlausrar refsingar eða ekki). Þriðja nýjungin var sú að refsing- ar þyngdust við endurtekin brot. T.d. skyldi fyrsta broti þeirra sem skyldir voru í þriðja og fjórða lið refsað með 12 aura sekt en við fjórða broti sömu aðila lá 13 marka sekt (þ.e. 104 aurar) og missir húðar að auki. í þessu dæmi hefur smá sekt u.þ.b. nífaldast með endur- teknu broti og beinlínis lífshættuleg líkamsrefsing bæst við. Fjórða nýjungin, sú mikilvægasta stjórnarfarslega séð en léttvægasta fyrir Jón og Gunnu, var sú að nú skyldi mest allt sektarfé renna í hirslur konungs en ekki kirkju eins og áður. Flestar refsingarnar voru sektir, allt frá 3 aurum uppí 24 merkur og auk þess skyldi helming- ur eigna þeirra sem dæmdir voru fyrir sifjaspell koma í hlut konungs. Þessi aukna refsigleði sem birtist í Stóradómi átti eftir að bitna illa á eigum og skrokkum þúsunda ís- lendinga og kosta tugi manna og kvenna líf sitt. Davíð Þór Björgvinssyni, „virðist sem hugtakið siðferðisglæpur sé víkkað út" með tilkomu Stóradóms „berlegast í refsingum við frillulífi eða samræði ógiftra aðila."12 Það virðist samt sem hugmyndir manna um það hvað sé siðferðisglæpur hafi sáralítið breyst. Samkvæmt Kristnirétti var hórdómur refsiverð- ur bæði einfaldur og tvöfaldur og sama er að segja um frillulífi þótt ákvæði þar um væru óskýr. Hvað sifjaspellin varðar er meira að segja færra refsivert samkvæmt Stóra- dómi en gömlu lögunum. Samfarir fjórmenninga og nánari, bæði skyldra og mægðra, höfðu verið bannaðar fram að þessum tíma og er þar gengið skrefi lengra en í Stóradómi. Stóridómur hins vegar kennir að samfarir skyldra og mægðra lengst í þriðja og fjórða lið séu bannaðar. Gott dæmi um íhaldssemi semjendanna, er að þeir skuli vísa í gömlu kirkjulögin um alvarlegustu sifjaspell, eins og kom fram hér að framan. Mægðir voru eftir sem áður látnar jafngilda frændsemi, þ.e. að karl og kona töldust mægð ef þau voru tengd í gegnum maka, lífs eða liðinn, stjúpforeldri eða jafnvel bamsfor- eldri. I lögunum stendur raunar ekkert um að fólk teljist mægt í gegnum barnsforeldri en þannig voru þau þó túlkuð í reynd sbr. raunasögu Guðmundar Panta- leonssonar og Ingveldar Jónsdóttur hér að aftan. í Stóradómi komu ekki fram neinar nýjar hugmyndir um hvað væri siðferðisglæpur, þvert á móti var hugtakið þrengt örlítið frá fyrri lögum. Nýmælin voru hinsvegar sú að refsingarnar voru hertar á ýmsa lund og kynlíf fólks varð tekjulind konungs en ekki kirkju eins og áður. Kóngur græðir, kirkjan blæðir Það dettur líklega engum í hug að SAGNIR 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.