Sagnir - 01.04.1990, Side 26

Sagnir - 01.04.1990, Side 26
Eggert Þór Bernharðsson sérstaklega kápan. Þó notaði hún oft ódýra tegund af sokkum og gekk þá í þeim úthverfum. Lykkju- föllin voru hennar versti óvinur. Hún gekk oftast í hælaháum skóm, jafnt á götunni sem innandyra, sneri þá stundum en hirti sæmi- lega.25 Eins og jafnan áður þóknaðist samtímanum að kasta að „Reykja- víkurstúlkunni" hnútum árið 1939 vegna afstöðu hennar til tískunnar og áhrifa tískunnar á hana. En til voru menn sem tóku undir með Guðmundi Kamban og töldu að „Reykjavíkurstúlkan" væri sú manntegund á voru landi sem mestan þáttinn á í því að af- þvo siðleysisbraginn, sem bund- ist hefir ill-rjúfanlegum böndum við þjóðina aftur í eymd og vol- æði grárrar forneskju. Á henni brotnar flóðalda tískunnar, sem risið hefir einhversstaðar úti á hinu breiða hafi heimsmenning- arinnar, og það er hennar hlut- verk að dreifa gárum og skvett- um þessarar öldu meðal ungra kynsystra sinna úti um kaup- staði og byggðir landsins.26 Þegar heimasætan tæki upp á því einn góðan veðurdag að láta klippa hár sitt og liða, skæfi oft á dag óhreinindin undan nöglunum og öðlaðist stjórn á limaburði sínum, þá liði ekki á löngu þar til hún léti til sín taka almennan þrifnað og um- gengni á heimilinu og það hvernig Nærfatnaðcir getur cnginn dn verið Undirkjólar. Huxur. Skyrtur. Náttkjólar. Snið, ofni op verð við allra hæfi. Stsrðir: 40, 42, 44. 46. Nr. 46 op 48 eru komin. FalleRur nærfatnaður í fallegum umhúðum er áreiðanlefra kærkomin jólagjöf. CfiíC Ekki var nóg að vera í tískukápum og -kjólum. Nærfötin urðu einnig að vera skv. „móðnum". pabbi, mamma og bræðurnir litu út. í þessum efnum hefði „Reykja- víkurstúlkan" þegar leyst af hendi mikið og þarft verk sem ómissandi milliliður þótt enn væri geysimikið óunnið í þágu íslenskrar siðfágun- 27 ar. „Reykjavíkurstúlkan" gat haft áhrif á fleira en hreinlætið. Sem borgarstúlka hlaut hún að sækja fyrirmyndir sínar til erlendra borga og síðar varð hún fyrirmynd ann- arra ungra stúlkna í landinu. Allar vildu þær klæðast, líta út og haga sér líkt og hún, og venjulega ýktu þær í eftirlíkingum sínum. „Reykja- víkurstúlkan" vildi vera tískukona, hún var hrædd við að vera eftirbát- ur kynsystra sinna í öðrum lönd- um. Þessi ótti gerði hana öfgafulla. Sagt var að þegar Parísarstúlkan gekk í kjólum sem huldu hnén, sýndi „Reykjavíkurstúlkan" hnén en „Húsavíkurstúlkan" þyrði ekki annað en að kippa pilsunum eilítið hærra til þess að vera viss um að hún væri ekki á eftir tískunni!28 Ef til vill var „Reykjavíkurstúlkan" helst til gagnrýnislaus á straumsveipa tískunnar en þá var á það bent að hún væri afsprengi kynslóða sem höfðu soltið heilu hungri í þessu efni og því e.t.v. ekki nema eðlilegt að hún bæri flest matarkyns að vör- um sér þegar allsnægtir voru á borð hennar bornar. Hún varð því að gæta sín fyrir þeim voða að verða innantóm tildursdrós sem aldrei á ævinni fengist til þess að lifa fyrir neitt annað en falleg föt og sæti öll- um stundum fyrir framan spegil- Ástin — Framtíð og fortíð Árið 1939 var „Reykjavíkurstúlkan" hrókur alls fagnaðar á skemmtun- um. Hún mun hafa viljað leggja lag sitt við það sem hún kallaði „betra fólk", en það var víst teygjanlegt hugtak. Hún dansaði vel og gerði þá kröfu til allra karlmanna að þeir gerðu það líka. Hún söng ekki mik- ið og valdi helst lög eins og „Kátir voru karlar" eða önnur í þeim dúr. Vín var hún til með að smakka en þoldi ekki mikið. Aftur á móti var sagt að hún reykti sígarettur á við hvern karlmann og fengi því oft — Fallegt útlit er meira viröi en gull og gimsteinar. — P a 1 m o I i v e er besta meðaliö til að viÐhalða fegurð yðar. Notið eingðngu PALÍTIOLIVE hanðsipuna. Ávalt fyrirliggjanöi í heilösölu hjá 0. Johnaon & Kaaber, Reykjavik. Ekki var furða pótt ungar stúlkur sætu löngum stundum framan við spegilinn ef fallegt útlit var meira virði en gull og gimsteinar! gula fingur. Af gosdrykkjum vildi hún helst sítrón og appelsín en sæt- ar rjómakökur eða tertur með kaff- inu. Henni þótti vænt um dálítið dekur en ef herrann var blankur vildi hún gjarnan borga að sínum hluta, þó ekki á skemmtistaðnum. Ef herrann fylgdi henni heim var henni ekkert á móti skapi að hann reyndi að kyssa hana í bílnum eða í forstofunni. Tækist það ekki var það annað hvort fyrir klaufaskap hans eða að henni féll hann ekki í geð. „Reykjavíkurstúlkan" mun ekki hafa slegið hendinni á móti þannig löguðum smáævintýrum að ástæðulausu. Hafi hún dvalið lengi hjá vini sínum og ekki komið heim fyrr en undir morgunn var hún sleip að sannfæra pabba og mömmu um að hún hefði verið á dansleik í Hafnarfirði og misst af öllum bílum. Frá sextán ára aldri og fram yfir tvítugt hafði „Reykjavíkurstúlkan" gaman af ástarævintýrum en hún vildi ekki giftast strax. Henni þótti gaman að vita um ævintýri stall- systra sinna og var nösk á að geta í eyðurnar. Væri hún beðin vel fyrir leyndarmál gat hún þagað yfir því, annars ekki. Hún gaf ungum karl- mönnum auga hvar sem var, jafn- vel í strætisvagninum, en lét þó 24 SAGNIR

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.