Sagnir - 01.04.1990, Blaðsíða 73
Um fátæka presta og ríka
„aðeins" sex sinnum hærri tekjur
en þau tuttugu prestaköll sem
tekjulægst voru. Greinilegt er því
að tekjumismunur meðal presta fór
minnkandi á milli áranna 1737-
1854. Þó að breytingin hafi ekki
verið mikil hefur hún að öllum lík-
indum verið vísir að þeim „jöfnuði"
sem koma skyldi.
Best að pjóna undir Jökli
Húsafellsprestakall hefur meiri
tekjur en Aðalvíkurprestakall,
og munar þar mestu að Húsafell
á tvær jarðir Brúarreyki og
Haukagil. Húsafellsprestur hef-
ur í eðlilegu árferði um 24 ríkis-
dali í tekjur, en Aðalvíkurprest-
ur aðeins átta.15
Snorri þjónaði Húsafellsbrauði frá
1757 þar til hann afsalaði sér því
1796.16 Tekjur Húsafells voru tals-
vert hærri en Snorri hafði áður haft.
Land var þar gott til búskapar og að
auki skógur sem nýta mátti til bygg-
inga eða kolagerðar.17 Húsafells-
prestakall var í Borgarfjarðarpróf-
astsdæmi. Aðalvíkurprestakall var
hins vegar í ísafjarðarprófasts-
dæmi. Það leiðir hugann að því að
afkoma presta hefur kannski verið
mismunandi eftir prófastsdæmum
eða landshlutum. Munur á tekjum
presta eftir því í hvaða prófasts-
dæmi þeir þjónuðu var fremur lítill
á 18. öld. Flest prófastsdæmi, eins
og reyndar landið allt, einkenndust
af mikilli misskiptingu. I hverju
dæmi fyrir sig voru yfirleitt eitt eða
tvö feit brauð. Prestar sem þjónuðu
þessum brauðum voru miklu tekju-
hærri en almennt gerðist meðal
presta á þessum tíma. I Rangár-
vallaprófastsdæmi var misskipting-
in mest. Par hirtu þrjú prestaköll af
fjórtán rúmlega helming af tekjum
prófastsdæmisins. Tekjuhæsta
prestakall Rangárvallaprófasts-
dæmis hafði um tólf sinnum hærri
tekjur en það tekjulægsta.18 Það er
því ekki hægt að segja að prestaköll
innan Rangárvallaprófastsdæmis
hafi verið einslit.
A 18. öld virðist sem betra hafi
verið að þjóna prestakalli á Vestur-
Undi (Mýrar-, Snæfellsnes- og
Dalaprófastsdæmi) en í öðrum
Tafla 1. Fjöldi og hlutfali prestakalla eftir efnahag 1737 og 1854.
1737 1854
Fjöldi Fjöidi
prestakalla % prestakalla %
Rík 33 18 33 19
Miðlungs 85 45 89 51
Fátæk 70 37 53 30
Samtals 188 100 175 100
Heimild: Sveinn Níelsson: Prestatal og prófasta á ístandi.
landshlutum. Árið 1737 voru 27
prestaköll á Vesturlandi. Af þeim
voru aðeins þrjú fátæk og ekkert
þeirra gat talist bláfátækt. Snæfells-
nesprófastsdæmi var gósenland
Vesturlands. Þar voru sjö presta-
köll. Öll, nema eitt, höfðu tekjur
fyrir ofan landsmeðaltal og þrjú
þeirra voru meðal tíu tekjuhæstu
brauða landsins. En af hverju voru
tekjur presta á Snæfellsnesi hærri
en í öðrum prófastsdæmum? Aðal-
ástæðan var líkast til sú að þar var
mun meira þéttbýli en annars stað-
ar. Árið 1703 voru um 4000 manns
búsettir á Snæfellsnesi.19 íslending-
ar voru þá 50358 að tölu.20 Ef sóknir
Snæfellsnesprófastsdæmis hefðu
verið í meðallagi hvað mannfjölda
snerti þá hefði íbúafjöldi þar verið
um 1900 manns. Sóknir Snæfells-
nesprófastsdæmis voru því mjög
fjölmennar. Af því leiddi síðan að
klerkar þar höfðu meiri tekjur af
prestsverkum en kollegar þeirra í
öðrum landshlutum. Fjölmennustu
sóknirnar á Snæfellsnesi voru
Breiðavíkurþing og Nesþing. Þar
voru landkostir ekki vel til þess
fallnir að stunda landbúnað. Hins-
vegar var stunduð útgerð af meira
kappi en víðast annarsstaðar á Is-
landi á 18. öld.21 Bæði þessi presta-
köll voru prestsseturslaus. Þrátt
fyrir það höfðu þau tekjur í kring-
um landsmeðaltal.22
Tvær stéttir presta á 18. öld
Segja má að tekjur prestakalla á ís-
landi á 18. og 19. öld hafi verið
Ríkir og velbúnir prestar við Melstaðakirkju.
SAGNIR 71