Sagnir - 01.04.1990, Síða 73

Sagnir - 01.04.1990, Síða 73
Um fátæka presta og ríka „aðeins" sex sinnum hærri tekjur en þau tuttugu prestaköll sem tekjulægst voru. Greinilegt er því að tekjumismunur meðal presta fór minnkandi á milli áranna 1737- 1854. Þó að breytingin hafi ekki verið mikil hefur hún að öllum lík- indum verið vísir að þeim „jöfnuði" sem koma skyldi. Best að pjóna undir Jökli Húsafellsprestakall hefur meiri tekjur en Aðalvíkurprestakall, og munar þar mestu að Húsafell á tvær jarðir Brúarreyki og Haukagil. Húsafellsprestur hef- ur í eðlilegu árferði um 24 ríkis- dali í tekjur, en Aðalvíkurprest- ur aðeins átta.15 Snorri þjónaði Húsafellsbrauði frá 1757 þar til hann afsalaði sér því 1796.16 Tekjur Húsafells voru tals- vert hærri en Snorri hafði áður haft. Land var þar gott til búskapar og að auki skógur sem nýta mátti til bygg- inga eða kolagerðar.17 Húsafells- prestakall var í Borgarfjarðarpróf- astsdæmi. Aðalvíkurprestakall var hins vegar í ísafjarðarprófasts- dæmi. Það leiðir hugann að því að afkoma presta hefur kannski verið mismunandi eftir prófastsdæmum eða landshlutum. Munur á tekjum presta eftir því í hvaða prófasts- dæmi þeir þjónuðu var fremur lítill á 18. öld. Flest prófastsdæmi, eins og reyndar landið allt, einkenndust af mikilli misskiptingu. I hverju dæmi fyrir sig voru yfirleitt eitt eða tvö feit brauð. Prestar sem þjónuðu þessum brauðum voru miklu tekju- hærri en almennt gerðist meðal presta á þessum tíma. I Rangár- vallaprófastsdæmi var misskipting- in mest. Par hirtu þrjú prestaköll af fjórtán rúmlega helming af tekjum prófastsdæmisins. Tekjuhæsta prestakall Rangárvallaprófasts- dæmis hafði um tólf sinnum hærri tekjur en það tekjulægsta.18 Það er því ekki hægt að segja að prestaköll innan Rangárvallaprófastsdæmis hafi verið einslit. A 18. öld virðist sem betra hafi verið að þjóna prestakalli á Vestur- Undi (Mýrar-, Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmi) en í öðrum Tafla 1. Fjöldi og hlutfali prestakalla eftir efnahag 1737 og 1854. 1737 1854 Fjöldi Fjöidi prestakalla % prestakalla % Rík 33 18 33 19 Miðlungs 85 45 89 51 Fátæk 70 37 53 30 Samtals 188 100 175 100 Heimild: Sveinn Níelsson: Prestatal og prófasta á ístandi. landshlutum. Árið 1737 voru 27 prestaköll á Vesturlandi. Af þeim voru aðeins þrjú fátæk og ekkert þeirra gat talist bláfátækt. Snæfells- nesprófastsdæmi var gósenland Vesturlands. Þar voru sjö presta- köll. Öll, nema eitt, höfðu tekjur fyrir ofan landsmeðaltal og þrjú þeirra voru meðal tíu tekjuhæstu brauða landsins. En af hverju voru tekjur presta á Snæfellsnesi hærri en í öðrum prófastsdæmum? Aðal- ástæðan var líkast til sú að þar var mun meira þéttbýli en annars stað- ar. Árið 1703 voru um 4000 manns búsettir á Snæfellsnesi.19 íslending- ar voru þá 50358 að tölu.20 Ef sóknir Snæfellsnesprófastsdæmis hefðu verið í meðallagi hvað mannfjölda snerti þá hefði íbúafjöldi þar verið um 1900 manns. Sóknir Snæfells- nesprófastsdæmis voru því mjög fjölmennar. Af því leiddi síðan að klerkar þar höfðu meiri tekjur af prestsverkum en kollegar þeirra í öðrum landshlutum. Fjölmennustu sóknirnar á Snæfellsnesi voru Breiðavíkurþing og Nesþing. Þar voru landkostir ekki vel til þess fallnir að stunda landbúnað. Hins- vegar var stunduð útgerð af meira kappi en víðast annarsstaðar á Is- landi á 18. öld.21 Bæði þessi presta- köll voru prestsseturslaus. Þrátt fyrir það höfðu þau tekjur í kring- um landsmeðaltal.22 Tvær stéttir presta á 18. öld Segja má að tekjur prestakalla á ís- landi á 18. og 19. öld hafi verið Ríkir og velbúnir prestar við Melstaðakirkju. SAGNIR 71
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.