Sagnir - 01.04.1990, Blaðsíða 71

Sagnir - 01.04.1990, Blaðsíða 71
Um fátæka presta og ríka Svo skrifaði Jón Konferensráð Ei- ríksson í ritinu Um viðreisn Islands, sem kom fyrst út árið 1768. Stéttin sem Jón talaði um var prestastéttin á Islandi. Hann taldi að efnahags- lega gætu aðeins örfáir prestar sinnt uppeldisskyldum sínum svo vel mætti fara. Afkoma klerka á þess- um tíma var æði misjöfn. Þannig höfðu einstaka prestar tekjur sam- bærilegar við æðstu embættismenn landsins á meðan aðrir voru litlu betur settir en aumir kotbændur. Prestar fengu tekjur af sókninni annars vegar og af landinu hins vegar. Afkoma þeirra fór því yfir- leitt eftir efnahagslegu ástandi sóknarinnar. Með því að skoða upplýsingar um tekjur presta á 18. og 19. öld fæst ekki aðeins mynd af afkomu þeirra heldur einnig af- komu sóknanna sem þeir þjónuðu. En hverjar voru tekjur presta á þessum tíma og hvernig skiptust þær? Til að kanna þetta voru brauðamöt áranna 1737 og 1854 rannsökuð.21 fyrsta lagi var skoðað hvernig tekjur prestakalla urðu til og hvaða þættir höfðu áhrif á hvernig tekjur skiptust. í öðru lagi var athugaður munur á kjörum presta og hvort hann var merkjan- legur eftir prófastsdæmum eða landshlutum. Helstu tekjuliðir prestakalla I harðindunum upp úr 1750 blöskrar Snorra hve aumt Aðal- víkurbrauð er. Þegar illa árar rýrna bæði tekjur klerka af bú- skap, og tekjur prests og kirkju sem byggja að verulegu leyti á eignum sóknarfólks.3 Þetta er lýsing á högum Snorra Björnssonar prests á Stað í Aðalvík. Þar þjónaði hann frá 1741-1757. Samkvæmt brauðamatinu 1737 hafði Aðalvíkurprestakall átta ríkis- dali í tekjur á ári og var meðal tekju- lægstu brauða landsins.4 Meðaltekj- ur prestakalla á Islandi voru þá rúmlega þrjátíuogsex ríkisdalir. Það er því skiljanlegt ef Snorra hefur fundist hann bera lítið úr býtum. Upplýsingar um hvernig tekjur Að- alvíkurprestakalls urðu til, koma ekki fram í heimildum frá 18. öld. Simon D.V. Beck pjónaði Þingvöllum d miðri 19. öld. Þingvellir var þá fremur le'Iegt miðlungs- brauð. En í brauðamati frá 1854 kemur fram að tekjur af prestsverkum voru aðaltekjur Aðalvíkurprestakalls. Jafnframt voru nokkrar tekjur af prestssetrinu en litlar af jarðeignum eða hlunnindum.5 Voru prestsverk þá aðaltekjuliður flestra fátækra brauða? Jarðeignir prestakalla voru bæði hjáleigur og kirkjujarðir. Þeir sem á þeim bjuggu borguðu prestinum af- gjald af jörðinni, landskuld fyrir landið og leigur fyrir búfénaðinn. Prestinum var einnig reiknað í tekj- ur brauðamatinn 1854, afgjald af prestssetrinu en hann greiddi það ekki. Hlunnindi prestakalla gátu verið ýmis, til að mynda slægjuítök, skógarhögg, dúntekja eða laxveiði.6 Hlunnindi fylgdu yfirleitt jörðum. Prestaköll sem áttu engar jarðeignir höfðu því oftast engin hlunnindi. Fastar greiðslur sóknarbarna fyrir prestsverk voru tíund, dagsverk og heytollur.' Misjafnt var eftir sókn- um hvað presturinn fékk fyrir hvern lið fyrir sig. Heytollur var mörgum prestinum á smærri setr- unum drjúg tekjulind. Aðrar tekjur prestsins af sókninni voru offur og þóknun fyrir ýmis aukaverk. Offur var gjöf embættismanna, stór- bænda og þeirra sem ekki greiddu tíund, á þremur helstu stórhátíðum kirkjuársins (jólum, páskum og hvítasunnu).8 Offur voru fremur fá- tíð og höfðu sumar fátækar sóknir, til dæmis Aðalvík, engar tekjur af þeim.9 Ríkar sóknir höfðu heldur ekki miklar tekjur af þeim. Tvö prestaköll skáru sig að þessu leyti úr, Reykjavík og Álftanes. Þau höfðu bæði umtalsverðar tekjur af offrum.10 Aukaverk voru trúlofun, hjónavígsla, skírn, kirkjuleiðsla kvenna eftir barnsburð, undirbún- ingur undir fermingu, líkræður og líksöngur. Greiðslur fyrir aukaverk fóru aðallega eftir því hver efna- hagsleg staða greiðandans var. Þannig þurftu fátæklingar ekki aðeins að greiða fyrir trúlofanir, hjónavígslur og þá tíu skildinga fyrir hvort, svo og líkræður. Efna- menn máttu reiða fram 32 skildinga fyrir trúlofanir og hjónavígslur, 24 fyrir skírn eða undirbúning undir fermingu og tólf fyrir kirkjuleiðslu kvenna eftir barnsburð. Þessir taxt- ar undirstrika hve mikilvæg stjórn- völdum þóttu þrjú síðasttöldu at- riðin fyrir sálarheill landsmanna. Dýrast var að láta prest flytja lík- ræður. Það kostaði fjóra til sex ríkis- dali og þurftu ríkir og fátækir að greiða það sama.11 Að reiða fram slíka upphæð var í raun aðeins á færi efnamanna. Þessi gjaldskrá sem hér er byggt á, gilti aðeins fyrir Gullbringusýslu. Góðar líkur eru samt á því að svipaðir taxtar hafi verið notaðir í öðrum sýslum lands- ins. Tekjur prestakallsins voru því býsna margvíslegar, og gat tekju- skipting eins prestakalls verið gjör- ólík tekjuskiptingu annars. Sumar sóknir höfðu til dæmis ekkert prestssetur og fengu prestar þeirra þar af leiðandi engar tekjur af því. En höfðu einhverjir þættir áhrif á það hvernig tekjuskiptingu presta- kalla var háttað? Til þess að athuga hvort einhver munur hafi verið á tekjuskiptingu einstakra prestakalla árið 1854, voru athuguð sextán prestaköll. Fjögur þeirra voru rík, með 400 ríkisdali eða meira í tekjur SAGNIR 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.