Sagnir - 01.06.1997, Page 7

Sagnir - 01.06.1997, Page 7
Við það tækifæri var ákveðið að endur- skoða mannréttindakafla stjórnarskrárinn- ar í samræmi við alþjóðlegar skuldbind- ingar Islands og stofna sérstakan hátíðar- sjóð til styrktar hafrannsóknum og is- lenskri tungu.5 Það er ekki meiningin að gera lítið úr þessum samþykktum en þær verða óneitanlega nokkuð rislitlar í sam- anburði við þær sern gerðar voru 1930 og 1944. Ef til vill segir það sína sögu að ekki sé hægt að ná saman unt stærri mál á jafn miklum hátíðisdegi. Samstaðan er þá ekki meiri en svo að Alþingi samþykkir sjálfsagða hluti eins og að uppfylla alþjóð- legar skuldbindingar um mannréttinda- mál. Samt sem áður er haldið i þennan dagskrárlið og þar með er formið orðið í aðalhlutverki en ekki innihaldið. Auðvitað má segja sem svo að tvær fyrri hátíðirnar hafi verið miklu mikil- vægari og gegnt allt öðru hlutverki en hinar tvær. Gildi þjóðhátíðarinnar 1944 er augljóst og það er óhætt að segja að Alþingishátíðin 1930 hafi haft gríðarlegt áróðursgildi í lokasennu sjálfstæðisbarátt- unnar. Islendingar minntust þá 1000 ára afmælis Alþingis sem var hornsteinn ís- lenskrar stjórnskipunar á þjóðveldisöld, þeim tínta sem þeir réðu sér sjálfir. Hing- að komu erlendir gestir í boði ríkisstjórn- arinnar og á meðal þeirra var Danakon- ungur sjálfur. Fulltrúar margra erlendra ríkja ávörpuðu hátíðina og fánar þeirra ríkja voru dregnir að hún meðan fulltrú- arnir töluðu og blöktu þar ásamt þeim ís- lenska.6 Að lítt athuguðu máli mætti hugsa sér að þetta fyrirkomulag hafi ekki verið annað en sjálfsögð kurteisi við þá sem heiðruðu Island með nærveru sinni á merkum tímamótum. Það er ekki fyrr en horft er á kvikmynd Kjartans O. Bjarna- sonar um lýðveldisstofnunina 1944 að gildi þessa fyrirkontulags verður ljóst. Að sjá íslenska fánann leika í vindi við hlið þess þýska, bandaríska, kanadíska, breska, franska og margra annarra, þar á meðal danska fánans, hefur ekki svo litla þýð- ingu.7 Það hlýtur að hafa styrkt þá trú og tilfinningu að Island væri eitt af hópnum, þjóð meðal þjóða og ætti því fullan rétt á algjöru frelsi og sjálfstæði. Hátíðirnar 1930 og 1944 höfðu miklu meiri þýðingu fyrir sjálfstæðisbaráttu Islend- inga en þær sem haldnar voru 1974 og 1994. Þess vegna er munurinn á framgöngu þingheims nokkuð skiljanlegur. Þörfin knúði menn til samstöðu fyrr á öldinni en í seinni tið hefur svo fatt ögrað þjóðerni Is- lendinga að flokkastjórnmálin hafa fengið meira svigrúm þótt stórafinæli séu á ferð. Þáttur íþrótta Fimleikasýningar virðast gegna alveg sér- stöku hlutverki við stórhátíðir af þessu tagi. A Alþingishátíðinni 1930 voru sýnd- ir fimleikar bæði á öðrum og þriðja degi. Tveir flokkar kvenna sýndu svokallaðar staðæfingar þar sem allur hópurinn gerir sömu hreyfingarnar. Fyrri daginn sýndu karlmenn fimi sína, m.a. með stökki yfir kistu og bogahest, og komust flestir klakklaust frá því. Daginn eftir sýndi stór hópur karla staðæfingar.8 Við lýðveldis- stofnun var efnt til áþekkrar sýningar. Þá gengu fimleikamenn á sýningarpall í níu fylkingum, fyrir hverri þeirra fór fánaberi og á meðan lék hljómsveit Öxar við ána. Tvær sýningar til viðbótar voru fyrirhug- aðar en þeim varð að fresta vegna veð- urs.’ Um stúlkurnar sem léku listir sínar á Þingvöllum 1930 er sagt að þar hafi farið „þaulæfður og margreyndur" flokkur sem „skeik- aði hvergi". Ríkis- erfingi Svíþjóðar mun hafa fylgst grannt með sýningunni og tekið er fram að er- lendu gestirnir hafi yfirleitt verið undr- andi og hrifnir af því að Island ætti íþróttafólk sem gæti haldið svo glæsilegar sýningar."' Lýsingin frá 1944 er svipuð. Hópurinn skipaði sér í fylkingar með „föstum og fullkomnum skrefum" en það var bara byijunin á frábærri frammistöðu íþróttafólksins: „Hvergi skeikaði um minnstu hreyfingar, stjórnandinn hafði fullkonrið vald á þessum fríða hópi, er vakti óskipta aðdáun allra áhorfenda.“" Sýningarnar hafa mikið táknrænt gildi. íþróttafólkið gengur fram undir fánum og lúðrablæstri, allt eins klætt vegna þess að það er þjóðin í smækkaðri rnynd. Það myndar órofa heild eins og þjóðin, ein- huga og samhent. Skipulagið er fullkom- ið og fjöldinn lætur vel að stjórn. Þjóðin sýnir að hún er fær um að ráða sér sjálf og það er eindreginn vilji hennar allrar. A hátíðinni 1974 komu fram þrír slíkir flokkar. Þótt meðlimir hvers um sig væru allir eins klæddir og sýningarnar að mörgu leyti í anda þeirra sem fram fóru 1930 og 1944 þá var yfirbragðið allt miklu frjáls- legra. I síðasta hópnum voru litlar stúlkur með gjarðir og rauðar slæður. Með þetta flögruðu þær til og frá unt svæðið og líktu þannig eftir merki hátíðarinnar, hinum flöktandi eldi. Að lokum sameinaðist allt fimleikafólkið í einn hóp með ártalið 874 á aðra hönd en 1974 á hina.12 Sama þjóðin mann fram af manni í Islands þúsund ár og öld betur. í heild var léttleikinn í fyrirrúmi en ekki styrkur. Þjóð sem hefur verið sjálf- stæð í þrjátíu ár þarf ekki að sanna hvers hún er megnug heldur getur hún leikið sér fijáls. Ekkert af þessum toga var í hátíð- ardagskránni 1994. Islenska glíman hefur líka mikið komið við sögu Þingvallahátíða. Þegar Kristján X. Danakonungur heimsótti ísland 1921 þótti við hæfi að efna til glímukeppni á Þingvöllum líkt og gert hafði verið við konungskomur 1874 og 1907. Þetta var þjóðaríþrótt Islendinga og að sumra mati „eina merka, þjóðlega íþróttin" sem hér var stunduð. Kon- ungshjónin gáfu bikar fyrir fallegustu glímuna og svo virðist sem eini dag- skrárliðurinn fyrir utan glímuna hafi verið söngur að Lögbergi.13 Glíman var líka i sviðsljósinu á Þingvöllum 1930. Þá fékk sigurvegarinn silfurbikar úr hendi Kristjáns X. og sérstakan verðlaunagrip frá hátíðarnefndinni auk hefðbundinna sigurlauna.14 Til stóð að heyja Islands- glímu á hátíðinni 1944 en henni var frest- að vegna mikillar rigningar. Hún fór fram í Reykjavík 19.júní og þá afhenti Bene- dikt G.Waage glímubeltið líkt og fjórtán árum áður. Jafnframt afhenti Alexander Jóhannesson, formaður þjóðhátíðar- nefndar, sigurvegaranum bikar frá ríkis- stjórn Islands.'5 Þarna voru innlend stjórnvöld komin í stað konungs og það urðu þau að gera á öllum sviðum. Það hlýtur að hafa verið afar mikilvægt að hvergi sæist skarð fyrir skildi þótt Islend- ingar hefðu sagt skilið við dönsku krún- una.Að öllum líkindum hefði þessu verið eins háttað ef glíman hefði farið fram á Þingvöllum og þá verið enn áhrifameira. Gestum á þjóðhátíð 1974 var boðið upp á sýningu tólf glímumanna og einvígi þeirra tveggja sem þá þóttu fremstir í greininni. Keppnisformið var meira að segja með sama sniði og sumarið 1874 þegar tveir bestu glímumenn Islands skemmtu Kristjáni IX. með viðureign sinni. Forseti Islands afhenti sigurvegaran- um verðlaunin og veitti þeim sem beið lægri hlut viðurkenningu.16 A þessari há- tíð varð að hætta við suma dagskrárliði vegna þess að timaáætlun stóðst engan „Þörfin knúöi menn til sam- stöðu fyrr á öldinni en í seinni tíð hefur svo fátt ögrað þjóðerni íslendinga að flokkastjórnmálin hafa fengið meira svigrúm þótt stór- afmæli séu á ferð." SAGNIR 5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.