Sagnir - 01.06.1997, Blaðsíða 10
Ernest Renans frá 1882, að tilurð og tilvist
þjóða byggist að stórum hluta á því að falsa
sögu sína með þvi að gleyma vissum hluta
hennar. Að mati Renans geta rannsóknir í
sagnfræði beinlínis ógnað þjóðerninu með
því að dusta rykið af þeirri staðreynd að
uppbygging allra pólitískra kerfa styðst við
ofbeldi.38
r
A helgum stað
Ef leita á skýringa á því af hverju Islend-
ingar sættu sig við þá mynd sem dregin
var upp af landi og þjóð á margumræddri
hátíð þá gegnir staðarvalið þar sennilega
lykilhlutverki. Þingvellir eru helgur stað-
ur, fullkomið þjóðartákn og hafa engin
tengsl við deilur og flokkadrætti í hugum
nútíma Islendinga.39 Það er ekki nóg með
að þar sé fallegt um að litast heldur er öll
náttúra staðarins, eins og Vigdís Finn-
bogadóttir orðaði það, „samofin við-
burðaríkri sögu og hugurinn leitar til
fólksins sem áður byggði landið .. ,“4"
Þess háttar minningareitir eru fyrirbæri
sem vert er að skoða. Líkt og Renan
benti á fyrir meira en hundrað árum hafa
ríki tilhneigingu til að koma sér upp op-
inberri sögu sem sameinar þegnana. Fólk
sem á sameiginlegar minningar er líklegra
til að finna til samkenndar en ella. Loka-
punkturinn er að sagan og minningar
fólksins renni saman í eitt. Annar franskur
sagnfræðingur, Pierre Nora, hefur sýnt
fram á að sú eining sé á hröðu undan-
haldi, a.m.k. í Frakklandi fyrir tilstilli
gagnrýninnar sagnfræði. Ástæðuna telur
hann vera þá að fólk líti á þjóðernislega
sérstöðu sem sjálfsagt mál. Þjóðernið þarf
þá ekki lengur að styðjast við innrætingu
opinberrar söguskoðunar, sagnfræðin
verður að félagsvísindagrein og minning-
arnar einkamál hvers og eins.41
Sérstaða íslensks þjóðernis virtist ekki
dregin í efa á lýðveldishátíðinni 1994 og
gildir þá einu hvort litið er til ræðuhalda
helstu ráðamanna þjóðarinnar42 eða þeirra
tugþúsunda Islendinga sem ákváðu að
skunda á Þingvöll, sinn „fremsta þjóð-
minningastað“.43 Nora telur að slíkir stað-
ir minninga, eða lieux de mémoire, verði til
þegar minningarnar sjálfar glatast sökum
þess að framtíðin verður fólki mun hug-
stæðari en fortíðin. Það hættir þá að
muna hið liðna en setur traust sitt í þeirn
efnum á fyrirbæri eins og söfn, hátíðir og
minnismerki. Með því er í raun verið að
hlutgera söguna, að búa til tákn (lieux de
mémoire). Slíkt verður ekki lengur til af
sjálfu sér, það er sjaldgæft að eitthvað ger-
ist sem verður til þess að styrkja þjóðern-
isvitundina og minna þjóðina á að saman
eigi hún eitthvað alveg sérstakt. Þess
vegna þarf að setja á fót söfn, halda hátíð-
ir og reisa minnismerki.44
Drifkrafturinn er sagan sjálf vegna þess
að hún ögrar minningunum. Gagnrýnin
sagnfræði rænir tákn og staði yfirleitt
þessu sérstaka gildi, hún vinnur úr þeim í
stað þess að tigna þau.45 Þetta má auð-
veldlega heimfæra upp á Þingvelli eins og
þeir eru í hugum landsmanna. Að vera
minntur á það að þar hafi Islendingar
sjálfir dæmt landa sína til drekkinga og
hálshöggninga hlýtur að vera ákaflega
óþægilegt, ekki síst ef þangað er komið til
að upplifa þjóðernistilfinningu.
Með hliðsjón af samsetningu dagskrár-
innar og þeinr málum sem Alþingi tók
fyrir í tilefni dagsins er greinilegt að það
er engin sérstök þjóðarvitund eða ein-
hugur sem rekur Islendinga dagsins í dag
til að halda upp á tímamót af þessu tagi.
Hátíðin var þegar allt kemur til alls frem-
ur innantóm sýning þar sem umgjörðin
skipti mestu. Það þarf því ekki að koma á
óvart að einhverjir gestanna sem líka
höfðu verið á völlunum fimmtíu árum
fyrr létu þau orð falla að þá hefði fólk
komið „með eitthvað í hjartanu".46
Helgi Þingvalla sem þjóðartákns nrá
vel ráða af atburðum á afmælishátíðinni
1974. Á meðan á ræðuhöldum stóð
stilltu nokkrir ungir herstöðvaandstæð-
ingar sér upp á barmi Almannagjár og
flögguðu borðum með slagorðinu: „Is-
land úr NATO - Herinn burt!“ Lög-
regla var fengin til að fjarlægja menn og
borða við mikinn fognuð mannfjöldans
niðri á völlunum.47 Þessi baráttuaðferð
virtist því ekki njóta mikillar hylli.
Indriði G. Þorsteinsson, framkvæmda-
stjóri þjóðhátíðarnefndar, skýrði síðar frá
því að „daginn áður eða kvöldið fyrir
hátíðina" hefði hann komist á snoðir urn
að Fylkingin myndi ef til vill standa fyrir
einhverjum aðgerðum. Indriði sagðist
hafa ekið
til Reykjavíkur og haft samband við
einn ráðherrann í ríkisstjórninni,
Magnús Kjartansson, og beðið hann að
reyna að koma í veg fyrir þetta, þar sem
það samrýmdist ekki hátíðahaldinu.
Ráðherrann hafi sagst skyldu reyna
það, en ekki geta treyst á, að hann gæti
komið í veg fyrir þetta. Þá sagði fram-
kvæmdastjórinn, að hann hefði rætt
málið við lögregluyfirvöld, áður en
hann fór til Reykjavíkur. Um það hefði
verið rætt, að á meðan á hátíðinni
stæði, mundu slíkar aðgerðir ekki sam-
rýmast hátíðahaldinu.48
Þetta tiltæki hefur greinilega þótt van-
helgun á merkum sögustað gullaldar Is-
lendinga. Trúlega hefðu menn líka ein-
hvern tíma verið teknir úr umferð fyrir
að syngja Maistjörnuna fullum hálsi á
Þingvallahátíð en gleymskan hefur séð til
þess að slíkt skiptir engu máli i dag.
Frá síldarplanimi „Sigló ‘61", Lýðvcldisafma'lid 1994 bar þess merki að lagt liefði verið upp með að Itafa
skemmtanagUdi að leiðarljósi og áliyggjur af söguvitimd griiimskólabariia virtust löngu glcymdar.
8 SAGNIR