Sagnir - 01.06.1997, Side 11

Sagnir - 01.06.1997, Side 11
Glæður minninganna Þjóðin á Þingvöllum 17.júní 1994 upp- lifði nú stund samstöðu og samheldni sem virtist hafa komið henni gjörsam- lega í opna skjöldu en skildi hana til fulls og varðveitti hana í hjarta sínu sem eftir var dags og um ókomin ár.J’ Ef þessi spá Ingólfs Margeirssonar rætist er óhætt að segja að megintakmarkinu með öllum herlegheitunum hafi verið náð, að láta Islendinga fmna fyrir því að þeir væru þjóð og muna það. Slíkir at- burðir taka oft á sig talsverðan ljóma og alveg sérstakar myndir í minningunni. Í bók sem var tekin saman af Magnúsi Jónssyni nokkrum árum eftir Alþingishá- tíðina og kom út 1943 er frásögn af því þegar dönsku konungshjónin og Gústaf Adolf, ríkisarfi Sviþjóðar, stigu á land í Reykjavík 25.júní 1930. Forsætisráðherra tók ásamt fleirum á móti þeim Kristjáni X. og Alexandrínu drottningu hans. Þegar þeirri móttöku var lokið kom Gústaf Adolf að bryggjunni og í bókinni segir að forsætisráðherra hafi tekið á móti hon- um.5(l Þetta er ekki allskostar rétt eins og sést af kvikmynd Lofts Guðmundssonar. Það voru nefnilega konungshjónin sem tóku á móti sænska ríkisarfanum enda var Kristján X. þá enn þjóðhöfðingi Islend- inga.51 Ekki er ástæða til að ætla að hér sé um meðvitaða sögufolsun að ræða. Þetta atriði er hins vegar mikilvæg vísbending um það hvernig íslendingar mundu — eða vildu muna — atburðarásina nokkrum ár- um síðar. Trúlega fannst mönnum þegar frá leið og hillti undir lýðveldisstofnun að svona hlyti þetta að hafa verið, Islending- ar hefðu sjálfir tekið á móti sínum gest- um. Fyrir þjóðhátíðina 1944 var ákveðið að láta kvikmynda bæði þingfundinn og há- tíðahöldin „svo að atburðir þessir geymd- ust í myndum, eins nákvæmlega og unnt væri.“52 Kjartan Ó. Bjarnason tók það verk að sér og hafði fjóra aðra kvik- myndatökumenn sér til aðstoðar svo hægt vasri að festa sem mest á filmu og frá mis- munandi sjónarhornum. Gert var ráð fyr- tr stuttum inngangi með fallegum lands- lagsmyndum og svipmyndum úr atvinnu- lífi þjóðarinnar.53 í samræmi við þetta fá ahorfendur að vita strax í upphafi að þjóðhátíðarnefnd hafi samið texta og skipulagt myndina.54 Þessi kvikmynd Kjartans er býsna listi- lega gerð og auðvelt að verða fyrir nokkrum hughrifum þegar horft er á hana. Landslagsmyndirnar í upphafi, sem eru líklega um tíundi hluti verksins, eru í senn glæsilegar og táknrænar. Dæmi um það er kletturinn sem stendur upp úr brimlöðrinu, barinn af hvítfyssandi öld- um.55 Hann lætur sig ekki frekar en sú þjóð sem allan þann tíma sem hún laut er- lendu valdi þráði „að endurheimta fullt frelsi og sjálfsforræði.““ Smám saman birt- ist fólkið í töfrandi náttúrunni með reið- skjóta sína og bústaði. Allt fellur það vel að fóstuijörðinni og myndskeiðið undirstrik- ar gott samband lands og þjóðar.57 Það er myndarlegur athafnablær yfir þeirri sömu þjóð þar sem hún sinnir hin- um ýmsu störfum. Það þarf að rýja féð, smala því í réttir og heyja handa búsmal- anum. Bóndinn stýrir hestasláttuvélinni um túnið og dóttir hans heldur keik um stjórntaumana á múgavélinni.58 Vissulega er bara verið að sýna hlutina eins og þeir voru í dagsins önn en hversdagsleikinn fær alveg sérstakan annríkissvip þegar skeytt er saman verkum sem voru alls ekki unnin á sama árstíma. Þessi starfsemisandi styrkist enn þar sem menn hamast við síldveiðar, dytta að bát- uin, skipa upp timbri og leggja vegi. Og það er greinilega hugað vel að öðrum þáttum þjóðlífsins, börnin una sér vel á öruggum leikvöllum og fólkið nýtur frið- sældar á göngu urn glæsilega lystigarða.59 Þetta er dugleg þjóð sem býr að traustu atvinnulífi, hlúir að einstaklingunum og leggur rækt við sjálfa sig. Hún hefur sýnt að hún getur staðið á eigin fótum og verðskuldar því fullkomið sjálfstæði. Þegar sá áfangi náðist var auðvitað enginn dumbungur í hugum Islendinga og bersýnilega vildu framleiðendur kvik- myndarinnar leggja sitt af mörkum til að minningin um þau tímamót yrði sem björtust. Þar sem sagt er frá ákvörðunum Alþingis í Reykjavík ló.júní um stofnun lýðveldis að Lögbergi sjást Þingvellir skarta sínu fegursta í blíðskaparveðri." Eins og sést á myndum frá völlunum þann ló.júni þegar fólk var að koma sér fyrir þá var veðurútlitið öllu drungalegra. Það sama var uppi á teningnum daginn eftir eins og snjóföl á regnhlífum hátíðar- gesta ber glöggt vitni um“ Hafi einhverjum þótt veðrið skyggja á gleðina má örugglega segja það sama um það hvernig ástatt var fyrir Dönum sem máttu lúta stjórn nasista á þessum tíma. Mörgum hefur því létt þegar lesið var heillaskeyti frá Kristjáni X., mannfjöldinn fagnaði því innilega og í kvikmynd Ósk- ars Gíslasonar má heyra hvernig húrra- hrópin glumdu um vellina.62 Það er áber- andi hversu illa þessi fagnaðarlæti skila sér i mynd Kjartans Ó. Bjarnasonar. Þar heyrist mikið lófaklapp en engin húrra- hróp.',3Vissulega má hugsa sér að ekki hafi öllum þótt ástæða til að hampa því að daginn sem Islendingar sögðu sig úr lög- um við krúnuna hafi þeir hyllt Danakon- ung - og það kannski miklu kröftuglegar en í Kópavogi 1662. Það sem mælir á móti því að dregið sé vísvitandi úr við- brögðununr er að frá þeim er skilmerki- lega sagt í bók um hátíðina sem skrifuð var af þeim sömu og skipulögðu kvik- mynd Kjartans."1 Um þjóðhátíðina 1974 eru engar heimildir til sem gefa færi á miklum sam- anburði við útsendingu Sjónvarpsins frá Þingvöllum. Það er erfitt að spá nokkru um það hvernig Islendingar koma til með að muna þá hátið og lýðveldisafmælið 1994.Trúlega gerir hver og einn sem á annað borð komst á síðarnefndu hátíðina sína samantekt með tímanum. Sjónvarpið gerði eina slika samdægurs til sýningar strax að kvöldi þjóðhátíðardagsins og þar af leiðandi er hún unnin á mjög skömmum tíma. Væntanlega var henni ætlað að gefa þeim sem ekki höfðu fylgst með útsendingunni yfir daginn hugmynd um hvað þá hefði farið fram. Þess vegna segir hún sína sögu og full ástæða er til að nefna nokkur dæmi um efnistökin. Ur hátíðardagskránni gat að líta nokkur lög í flutningi Þúsund barna kórsins, fólk úr þjóðdansafélaginu að sýna lancers og flutning Þjóðleikhússins á upphafs- og lokaköflum úr íslandsklukkunni eftir Hall- dór Laxness.65 Þá voru sýnd valin atriði úr fjölsýningunni; brúardansinn, síldarævin- týrið og Möllers-æfmgarnar í Flosagjá ásamt sýnishorni afþví hvernig Þórberg- ur Þórðarson iðkaði þá list allsnakinn i eina tíð.66 Sauðavöluspámaðurinn og tví- „Með hliðsjón af samsetn- ingu dagskrárinnar og þeim málum sem Alþingi tók fyrir í tilefni dagsins er greinilegt að það er engin sérstök þjóðarvitund eða einhugur sem rekur íslendinga dags- ins í dag til að halda upp á tímamót af þessu tagi." SAGNIR 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.