Sagnir - 01.06.1997, Blaðsíða 12

Sagnir - 01.06.1997, Blaðsíða 12
farar Kjarvals fengu Hka að fljóta með.1’7 Einnig voru sýnd nokkur viðtöl; við for- menn þáverandi stjórnarflokka og konur þeirra, tvær systur sem voru á Þingvöllum 17.júní 1944 og mæðgur sem báðar áttu afmæli þennan merka dag.'’8 Samantekt- inni lauk á mannlífsmyndum frá völlun- um í hringiðu hátíðarinnar/’9 hversdagsleikinn fær alveg sérstakan annríkissvip þegar skeytt er saman verk- um sem voru alls ekki unnin á sama árstíma." Um einstaka þætti í þessari samantekt verður hver að dæma fyrir sig en þegar á heildina er litið er jafnvel eftirtektarverð- ara hvað var ekki tekið með. Fyrir utan at- höfnina við Drekkingarhyl er full ástæða til að nefna viðtal við Þór Whitehead sagnfræðing, um aðdraganda þess að sögu- þjóðin stofnaði lýðveldi.70 Enginn af pistl- um sex listamanna, sem allir reyndu að skyggnast undir fánaborgina og velta fyrir sér áleitnum spurningum, komst að í þessu yfirliti. Sem dæmi má nefna pistil dr. Gunna sem fannst Island besta land í heimi þangað til hann sá ömmu sína og afa róta í ruslatunnum undir blaktandi fán- um.71 Ekki þarf að fara mörgum orðum um það hversu truflandi slík orð verka á alla hátíðarstemningu. Þá er ólíkt hentugra að styðjast við söngva, dans og síldarplan. Samt sem áður er ekkert víst að pistlun- um hafi verið sleppt afþví að einhver hafi séð í þeim sundurlyndisfjandann. Onnur skýring og ekki ólíklegri er að þeir hafi einfaldlega ekki verið nógu skemmtilegir. I þeim var bryddað upp á því sem skorti i afmælisfagnaðinum, nefnilega alvarlegri umræðu. Sennilega slæddist hin alþjóða- hyggjufulla Maístjama með þar vegna þess að lagið þykir svo fallegt að það hefur ver- ið tekið í sátt. Það er orðið almennings- eign og þar með meiningarlítið sönglag. Þjóðin hefur gert það að sínu. Söguskoðun í tengslum við þjoðhátíðir Hvort sem konungshyllingin 1944 var ritskoðuð við gerð kvikmyndar Kjartans O. Bjarnasonar eða ekki er varla ofmælt að sú mynd beri þess merki að henni hafi verið ætlað að varðveita hita sjálfstæðis- baráttunnar og kveikja neista í brjóstum þeirra sem ekki kynntust henni af eigin raun.Jón J.Aðils, fyrsti sagnfræðikennar- inn við Háskóla íslands, var ekki i nein- um vafa um gildi þeirra markmiða i sagnaritun enda taldi hann að þjóðernis- tilfmningin væri sterkust og göfugust, af því að hún er sú tilfmning, sem á sér dýpstar rætur í þjóðareðlinu. En hvað er þá þessi þjóð- ernistilfmning, sem hefur borið oss uppi og bjargað oss úr hættunum? Þjóðernistilfinningin er í raun og veru ekki annað en ræktarsemi, - ræktar- semi við fortíð og endurminningar þjóðarinnar.72 Þetta fellur fullkomlega að kenningum Renans um viðhafnarsögu og mikilvægi sameiginlegra minninga til að viðhalda þjóðerni. Þessari stefnu var fylgt sam- viskusamlega í íslenskum skólum um langa hríð, ekki síst með kennslubók í Is- landssögu eftirjónasjónsson frá Hriflu og sú innræting „mótaði sjálfsímynd íslend- inga í hartnær þrjá áratugi eftir að fullt sjálfstæði var fengið.“73 Eðlilega hrikti í þeim stoðum eins og öðrum í umróti áranna um og eftir 1970 þegar flest sem kallast gat rikjandi var dregið í efa. Vinstrisinnaðir stúdentar fengu nóg af íslenskri þjóðernishyggju 1974 því frá þeirra sjónarhóli vall þjóðremban [þá] yfir landslýð í tilefni af 1100 ára afmæli Islandsbyggðar, og ráðamenn og fjölmiðlar klifuðu á þjóð- sagnakenndum klisjum um fortíð Is- lendinga, þeim klisjum sem við erum öll alin upp við. ... [Þ]á kom Megas i fyrsta sinn fram fyrir stóran hóp með rokkhljómsveit á bak við sig — og tætti í sig klisj- urnar um Jón Sigurðsson ogjónas Hallgrímsson.74 Þrátt fyrir að róttækt fólk hafi fundið til velgju yfir öllum þeim klisjum verður ekki annað séð en þjóðernishyggjan hafi birst með mun hógværari hætti á sjálfri þjóðhátíðinni á Þingvöllum 1974 en hin- um þremur sem hér eru til umfjöllunar. Auðvitað snerist hún líka urn tilteknar minningar, að þessu sinni landnámið, en þá var í brennidepli þjóðarátak í land- græðslu til að greiða skuld þjóðarinnar við fósturjörðina. Þegar á heildina er litið hefur hún á sér meiri blæ föðurlandsástar en þjóðernishyggju. Hátíðarræða þáverandi forseta, Kristj- áns Eldjárns, er að stórum hluta sögulegt yfirlit í minningu landnámsins en hana einkennir samt einhver ferskleiki, einhver ný sýn á söguna.Til dæmis sagði Kristján að rnenn í nágrannalöndunum hefðu þurft að bíða eftir mjög óskáldlegum hlut áður en þeir gátu siglt nógu langt til að finna Island, sterkum kili og stóru segli, og bað fólk líka að minnast þess í öllum hátíðleikanum að það væri mesta afrek forfeðranna að hafa lifað af í þessu kalda landi.75 I ræðum fulltrúa þingflokkanna var rík áhersla á nauðsyn þess að snúa vörn í sókn í landgræðslumálum og þar að auki ekki laust við óm af umræðu hippatíma- bilsins. Ragnar Arnalds minnti á þá ógn sem steðjaði að mannkyninu, þverrandi auðlindir og aukna mengun: „Þessum háska verður því aðeins afstýrt, að þjóðir heimsins taki höndum saman og spari ekkert til, jafnvel breyti lífsvenjum sín- um.“76 Benedikt Gröndal tók í sama streng og spurði: „Er ekki kominn tími til þess að draga úr kröfunum um meiri lífs- þægindi, en auka leitina að betra lífi?“77 Ræðurnar voru vissulega ekki gersneydd- ar allri þjóðernishyggju en einn fulltrú- anna fimm, Þórarinn Þórarinsson, skar sig samt mjög úr með því að tala um þá „réttmætu kröfu ... að Island verði aðeins fyrir íslendinga."78 Annað sem vekur athygli þegar horft er á upptöku frá þess- um hátíðahöldum er að þar er ekki mikið um konur á íslenskum búning- um. Þvi miður eru flestar hópmyndir frá Alþingishátíðinni 1930 teknar úr mik- illi fjarlægð. Þó nokkuð virðist hafa verið um að konur klæddust þjóðbúning- um við það tækifæri.79 Varla var nokkur kona á þjóðbúningi á lýðveldisdaginn 1944 enda veðrið þannig að flestir voru í skjólgóðum flikum, bæði karlar og konur. Það viðraði öllu skár á hátíðahöldin í Reykjavík daginn eftir en á þjóðbúning- um sjást nær eingöngu litlar stúlkur og rosknar konur.811 Þetta kann að segja eitt- hvað um tískuna á þessum tíma og að ungar konur hafa ef til vill einfaldlega ekki viljað klæðast þess háttar búningum á stríðsárunum. Á lýðveldisafmælinu 1994 „Sem dæmi má nefna pistil dr. Gunna sem fannst ísland besta land í heimi þangað til hann sá ömmu sína og afa róta í ruslatunnum undir blaktandi fánum." 10 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.