Sagnir - 01.06.1997, Side 13

Sagnir - 01.06.1997, Side 13
A Alþingishátíðinni 1930 wni þúsund ára gamlir atburðir scttir á svið. Varla hefur nokknmi þá komið til Ittigar að teflafram hitldiifólki, sauðavöluspámanni, MöUers-æf- ingum og harmonikkuballi í dagskrá hátíðarinnar. - Þjóðminjasafn Islands. voru þjóðbúningarnir nijög áberandi, öll- um konum sem þannig voru klæddar var boðið til sérstakrar myndatöku á þing- pöllunum og það var dágóður hópur sem þar safnaðist saman. Umsjónarmönnum útsendingarinnar bar saman um að þessi klæðnaður væri aftur að slá í gegn.“' Það er engu líkara en söguskoðun sjálf- stæðisbaráttunnar hafi aö sama skapi treyst sig í sessi i seinni tíð. Svo rnikið er vist að hún gekk ljósum logum um hátíðarsvæðið a Þingvöllum þegar fimmtíu ár voru liðin frá því Islendingar kontu saman á Þing- völlum til að „endurreisa það stjórnskip- unarform sem vonir kynslóðanna [höfðu] staðið til“ eins og Björn Þórðarson, for- sætisráðherra í utanþingsstjórninni, orðaði það í setningarræðu að Lögbergi.82 I út- sendingu Sjónvarpsins frá Þingvöllum 17. júní 1994 var byijað á því að hverfa fimm- tiu ár aftur í tímann og rifja upp fæðingar- dag lýðveldisins með aðstoð myndskeiða úr kvikmynd Kjartans O. Bjarnasonar. Og 1 þeirri upprifjun sagði meðal annars alveg gagnrýnislaust unt stóru stundina: „Lýð- veldisfaninn var dreginn að hún. Andartaki síðar hófst klukknahringing. Klukkan var tvö. Lýðveldi var endurreist á Islandi."83 Það er varla ástæða til að hrekja þessa söguskoðun í löngu máli, það er dagljóst að stjórnskipan þjóðveldisaldar var ekki endurreist 1944 og íslendingar búa ekki við hana í dag. Eins og Guðmundur Hálf- danarson bendir á var stjórnarskráin sem þá tók gildi nauðalík þeirri sem Kristján IX. færði landsmönnum sjötíu árum áður og þar af leiðandi dönsk að stofni til." Hins vegar er áhugavert að þessi sögu- skoðun sjálfstæðisbaráttunnar skuli reynast svona lífseig og um það má nefna fleiri dæmi. A lýðveldisafmælinu sagði Davíð Oddson forsætisráðherra, i hátíðarræðu sinni, að þegar lokasigurinn vannst 1944 hefði tæplega sjö alda bið verið á enda og þótt kjörin hefðu oft verið slæm þá hefði frelsisneistinn alltaf lifað meðal þjóðarinn- ar.85 Þessi túlkun er sláandi lík kenningum Jóns J. Aðils um seiglu og viðnám Islend- inga gegn erlendu valdi og áhrifum þess: Hvað er það þá, sem hefiir gefið íslenzku þjóðinni þetta þrek til að þola? ... Hver er þessi huldi verndarkraftur sem hefur haldið henni uppi í þrautum og þjáning- um og aftrað henni frá að ofúrselja sig út- lendum áhrifum? — Það er þjóðernistil- finningin. ... Það hefiir stöðugt lifað citt- hver neisti af henni inst í hjarta þjóðarinnar.86 Hér kristallast hin opinbera saga Islands sem ætlað er að viðhalda þjóðerniskennd- inni og styrkja hana. Þetta viðhorf er rauði þráðurinn í þjóðhátiðum Islendinga enn í dag þrátt fyrir allar þær margháttuðu breytingar sem orðið hafa á þjóðfélaginu frá lýðveldisstofnun svo ekki sé talað um 20. öldina í heild. Umgjörð hátíðahald- anna hefur tekið ýinsum breytingum en tilgangurinn er alltaf sá sami, að tvinna saman viðhafnarútgáfu af sögu landsins og minningar fólksins sem það byggir. Niðurlag I stuttu máli verður ekki annað séð en að til Þingvalla konii þjóðin annað slagið til endurfunda við sjálfa sig og fari heim með góðar minningar. Þær gegna því hlutverki að efla þá sannfæringu Islendinga að þeir hafi átt og eigi samleið, mann fram af nranni og öld eftir öld. Þingvellir eru vafa- laust helgasti minningareitur þjóðarinnar, það eitt að korna þangað virðist svo þjóð- legt út af fýrir sig að litlu skiptir hvers er verið að minnast hveiju sinni. Inntak þjóðarsögu Islendinga hefur ver- ið það sama alla þessa öld, að hér hafi ávallt búið einhuga þjóð sem ekki vildi lúta er- lendu valdi og gat ekki blómstrað fyrr en hún endurheimti frelsi sitt og sjálfstæði. Lykilatriðið í þjóðhátíðunum fjórum á Þingvöllum 1930-1994 hefur líka alltaf verið það sama. Alþingi hefur komið sam- an og allir þingmenn sameinast um tiltek- in mál. Samþykktir þingsins að Lögbergi 17. júní 1994 benda hins vegar til þess að formið hafi fengið aðalhlutverkið og ekki skipti ýkja miklu máli hvað sé tekið fýrir. Sú staðreynd að ekki skuli nást samstaða um að afgreiða eftirtektarverð mál á slík- SAGNIR 11
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.