Sagnir - 01.06.1997, Síða 21

Sagnir - 01.06.1997, Síða 21
nokkuð góð og ekki hefur þurft að end- urnýja þau nema endrum og sinnum. Skrúði klerkanna hefur líklega þurft meira viðhalds við þar sem heldur meira hefur þar mætt á viðkvæmari efnum eins og silki og líni. Svipað gæti átt við um messubókakost- inn. Ástand kirkju- húsanna sjálfra gæti hafa haft töluverð ahrif á varðveislu skrúða, áhalda og bóka þar sem bókfell og klæði geta fúnað í rökum og sagga- sömum kirkjum og hinir óæðri málmar áhaldanna eru í tæringarhættu við slíkar aðstæður þó svo gegnheilt gull láti slíkt ekki á sig fa. Af ofangreindu má nú ljóst vera að mikilvægt var að kirkjubyggingar væru i goðu ástandi, annars vegar til að helgihald gæti farið fram við skikkanlegar aðstæður og hins vegar fyrir ástand messuskrúða og áhalda allra. Fjármögnun á viðhaldi kirkju- bygginga Með kirkjutlund Það sést vel á orðalagi í fornum máldög- um kirkna að það eru biskuparnir sem yfirumsjón hafa með rekstri kirkna lands- tns og kirkjubændur þurfa ekki að standa neinum öðrum reikningsskil, nema ef vera skyldi erkibiskupinum í Niðarósi fyrir þá staði sem veiting hans var fyrir. Erfitt er að segja til um hversu miklu fé hefur verið varið til viðhalds kirkna en í tiundinni var fólginn ákveðinn fasti sem nota mátti til að halda þeim við. bar sem „Þar sem bændur áttu kirkj- ur rann kirkjutíund til þeirra og preststíund líka og var litið á það sem eins konar uppbót vegna kostnaðar samfara því að halda kirkju og prest." bændur áttu kirkjur rann kirkjutíund til þeirra og preststíund líka og var litið á það sem eins konar uppbót vegna kostn- aðar samfara því að halda kirkju og prest. Kirkjubóndinn hafði ráðstöfunarrétt á þessum hluta tíundarinnar og vera má að litið hafi verið á féð sem hans eigin eign.1 Ákvæðið um tíundarfrelsi kirkjueigna varð til þess að kirkjubændur ánöfnuðu kirkju sinni gjarnan fé, þá bæði í lönd- urn og lausum aur- um gegn því að þeir og afkomendur þeirra hefðu ráð- stöfunarrétt á þess- um eignum.’ Þetta víðtæka skattfrelsi kirkjubænda hlýtur að hafa orsakað minnkandi innkomu á tíund ogjafnframt það að kirkjubóndi hefur e.t.v. orðið að punga út úr „eigin“ vasa fyrir viðhaldi kirkna meir en ella hefði verið ef tiundar- lögin hefðu ekki verið misnotuð eins og raunin varð á. Kirkjutíund skyldi goldin með varningi sem að beinu gagni kom við helgihald og viðhald kirkna. Tíundarbálkur í kristin- rétti Árna borlákssonar tilgreinir að tí- undarskyldur maður „gialldi kirkio fiórd- ung ef honom licar. i vidi. eda i vaxi. i tiorv eda reykelsi. eda i læreptum god- um. sva sem fær at kaupa med vadmal- vm i þvi heradi. kost a hann at giallda allt i vadmalom."3 Vax, reykelsi og léreft nýttust við helgi- haldið sjálft en viður og tjara voru nauðs- ynleg til viðhalds kirkjuhúsunum sjálf- um. Ogerningur er að áætla hversu miklar tíundartekjur hver kirkja hefur haft en það hlýtur að hafa farið eftir hversu stöndugir tí- undarskyldir bændur bjuggu í hverri sókn. Ef litið er í mál- daga frá því eftir að kristinréttur Árna tók gildi má sjá að viðgerðir á kirkju koma þar stundum við sögu en oft er einnig talað um svo- kallaða kirkjubót. Þegar um hana ræðir eru oft á ferðinni endurbætur á messuskrúða eða áhöldum en vera má að viðgerðir á kirkjuhúsi felist stundum í því líka. Víða kemur frarn í máldögum að tíund falli niður ef gerð hefur verið bót á kirkju. Ekki er alveg víst hvernig ber að túlka slík orð. Vera má að máldagi Reykjadalskirkju sem er að finna í mál- dagasafni Vilkins Skálholtsbiskups frá þvi um 1397 geti skýrt málið að einhverju marki: Maríu kirkia í Reykjadal á heimaland allt. ... Reiknaðist portio Ecclesiæ meðan síra Helgi hafði haldið kirkjuna um x ár iij hundruð. féllu þar af ij fýrir kirkiu aðgjörð. Lagði sira Helgi til ij. kertistikur með kopar og eldbera. Er hann nú kvittur af portione Ecclesiæ slík sem fallið hefur til hér í annarri urnferð herra Oddgeirs.4 Svo virðist sem séra Helgi hafi haldið kirkjuna í 10 ár og á þeim tíma reiknast þijú hundruð í kirkjutíund. Þetta fé hefur væntanlega runnið beint í vasa hans.Tvö af þessum þremur hundruðum virðist Pílagrímar á lcið til Compostela tim miðja 15. öld. Ætla má að þokkalegttr straumiir pilagríma liafi legið til islenskra klatistra af ágústínareglu og þau liaft af því allmiklar tekjur. „I okkar rysjótta veðurfari gefur auga leið að viðhald á timburkirkjum hlýtur að hafa verið mjög mikið ef kirkja átti að standa heil um langan tíma." SAGNIR 19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.