Sagnir - 01.06.1997, Blaðsíða 30

Sagnir - 01.06.1997, Blaðsíða 30
sem þóttu ekki geta varpað ljósi á stærri heildir eins og t.d. samfélög, viku fyrir opinberum heimildum. Og hinn áhuga- sami leikmaður hefur nær alveg horfið af sviðinu sem sagnaritari í samfélagi auk- innar sérhæfmgar. I Sögmwi árið 1980 greindi Ingi Sigurðsson prófessor alþýð- lega sagnfræði frá aðferðum sagnfræðinga og benti m.a. á mun í verkefnavali, heim- ildanotkun, framsetningu og ályktunum en sagði einnig: „Menn, sem ekki fylgja fræðilegum hefðum í sagnaritun sinni, velja sér sjaldan mjög yfirgripsmikil verk- efni til umfjöllunar, og yfirleitt eru þau tiltölulega þröng."1' Skrif Darntons falla þó ekki nema að hálfu leyti undir skilgreiningar sagnfræð- inga um alþýðlega sagnaritun þar sem hann notar heinrildirnar á annan máta en „Þrátt fyrir alla gagnrýni og mismunandi túlkunar- möguleika sögunnar um Kattarmorðin miklu er Ijóst að ritið markar ákveðin þáttaskil og jafnvel að ein- hverju leyti afturhvarf til al- þýðlegrar sagnaritunar, í það minnsta hvað heimildir og viðfangsefni snertir." áður hefur verið gert. bað má ef til vill segja að viðfangsefni einstakra kafla Kalt- armorðanna séu þröng en af þeim eru dregnar stórar ályktanir og að baki býr sú vissa að litlar einingar geti varpað ljósi á stærri heildir. I heimildum sínum leitar hann vitnisburðar um hugmyndaheim samfélagsins og þvi má segja að spurning- arnar gefi stór svör. Líkt og kúgaðir franskir prentsmiðjuverkamenn rísa upp gegn kvölurunr sínum í táknrænu drápi á köttum rís heil þjóð upp gegn konungs- valdinu faeinum áratugum síðar í franskri byltingu.'" Þó að hrekkjabrögð Níelsar skálda við kött á íslensku baðstofulofti verði líklegast seint talin boða íslenska byltingu eru myndir sem þessi, og allur sá aragrúi alþýðuheimilda og þjóðlegs fróð- leiks sem varðveist hefur, lítt könnuð auðlind í íslenskum sagnfræðirannsókn- um." Því ættu skrif Roberts Darntons um kattarmorðin miklu að vera sagn- fræðingum fordæmi og hvatning til að sækja i gamlan efnivið með nýjar aðferðir að vopni.12 Nicls líhti skaldhróður símim við svin. - Teikning liöftmdar. Skriflegar skyndimyndir Áður en Níels tekur til við að útskýra kveðlinga sína gerir hann grein fyrir ástæðum sinum og tilgangi i inngangs- orðum, svokölluðum „Athugayrðum“. Þar lýsir hann þeirri skoðun sinni að rím- uð verk séu oftast sönn en hann segist jafnframt hafa áhyggjur af því að sá sann- leiki sé „misbrúkaður", honum sé snúið á haus. Orð skáldans eru full réttlætingar og urn kveðlinga sína segir hann: kveðskaparútskýringum hans einhvers konar játningar? Svör við slíkum spurn- ingum fast aðeins með nákvæmum lestri textanna en Niels slær sjálfur tóninn með því að viðurkenna í lok inngangsorðanna löst á sinu ráði, hann hafi á stundum verið of bráður að yrkja níð af of litlum orsök- um, „... finn svo skyldu mína að játa hjá mér þessa ávirðingu um leið og eg sýni sögur til hennar.1"'1 Skáldið Nú hefi eg látið mig yfirtala til að sýna á blöðum þessurn af þeim það, er eg til man dylst þar hjá ekki við, að margar muni gleymdar vera, heldur ekki hitt, að margar af þeim eg hér innfæri, muni eft- irtíðin mér til niðrunar leggja, en vil það held- ur en þær séu hvergi til réttar, verði síðan hentar munna á milli, þangað til þær afbakast mér til enn meiri skammar.13 Niels virðist því óttast um mannorð sitt, að vís- ur hans einar séu ekki megnugar að halda því hreinu. Þær gefi færi á rangtúlkunum og í gegnum þær verði hann dæmdur. En hef- ur skáldinn eitthvað að óttast, á hann sér einhverja óvildarmenn sem munu ata mannorð hans auri eða má lesa út úr Bjarni Thorarensen ifullum skrtiða. Það cr engu líkara cn nýklassískttr hárliibbimi sé í Ijósuin logum. Steinprenl af iiiynd cftir Émile Lasallc 1939, — Þjóðtnilljasafn Islands. Níels Jónsson skáldi fæddist árið 1782, faðir hans hét Jón Jónsson og móðir Þuríður Gísladóttir en þau stunduðu búskap að Frostastöðum í Skagafirði. Þar ólst Níels upp og var lengi í vinnumennsku hjá foreldrum sínum. Hann naut engrar form- legrar menntunar en virðist af sjálfsdáðum hafa drukkið í sig allan þann fróðleik sem hann komst yfir og af varðveitt- um skrifum hans á Lands- bókasafni má sjá að bókleg fræði hafa verið honurn lífsköllun. Kveðskapur lians er varðveittur í yfir 100 handritum en þar er stærst ljóðabók sú er hann tók saman á efri árum í Lbs 1490 4to, yfir 500 síður i þéttskrifuðu letri. Þrí- tugur að aldri kvæntist hann Sólveigu Olafsdóttur, en hafði þá eignast tvo syni áður, og bjuggu þau um hríð í Brekku- 28 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.