Sagnir - 01.06.1997, Síða 42

Sagnir - 01.06.1997, Síða 42
sjálfum sér sem hluta af stærri heild sem verður til í ákveðinni tímaframvindu. Söguvitund er með öðrum orðum hugs- un mannsins um tilveru sína sem hluta af heiminum í tíma og rúmi. Afþví leiðir að söguvitund hvers einstaklings hefur mjög mótandi áhrif á sjálfsvitund hans. „Eg er bara ég og er alltaf með árunum að kom- ast að því hver ég er.“ Þessi einlægu orð skrifaði fjórtán ára nemandi minn sem svar við spurningunni um hvort hann fengi eitthvað að vita um það í skólanum hver hann væri og hvaðan hann kærni. I þeim felst mikill sannleikur um einstakl- ing sem vinnur úr áreiti umhverfis síns, sem opnar fyrir honum nýjar víddir og dýpkar sjálfsskilning hans. A þennan hátt þroskar einstaklingurinn hugsun sína um sjálfan sig og heiminn. Hvers virði er sjálfstæð hugsun? Allt sögunám byggir á þeirri meðvituðu og ómeðvituðu söguvitund sem býr í hverjum einstaklingi. Oll sögukennsla ætti að sama skapi að leitast við að þroska söguvitund. Því miður er það ekki alltaf raunin.Til að einstaklingurinn geti þrosk- að söguvitund sína verður hann að gera sér grein fýrir því sambandi sem er milli fortíðar og nútíðar og sagan leitast við að varpa ljósi á. Hann verður að gera sér grein fyrir afstæði sögunnar og fa tækifæri til að þroska söguvitund sína með því að beita persónubundnum nálgunum á við- fangsefni fortíðarinnar. Því miður gengur sögukennsla i grunn- og menntaskólum alltof oft út á að kenna börnum og unglingum sögu eins og fortíðin sé allsherjar staðreynda- safn um takmarkaða tímaframvindu sem þurfi að læra utan af. Slík sögukennsla gerir lítið til að ýta undir söguvitund ein- staklingsins og sjálfsskilning hans. Þegar verst lætur getur hún jafnvel unnið gegn eðlilegum þroska söguvitundarinnar.4 Að kenna börn- um að aðeins sé til einn sannleikur um sögulega atburði er sama og að kenna þeim að sögulega atburði sé aðeins hægt að skoða út frá ákveðnu af- mörkuðu sjónar- horni. Þess háttar sögukennsla miðar að því að drepa niður skapandi eig- inleika vitundarinnar. Eiginleika sem eru nauðsynlegir til að einstaklingurinn geti tileinkað sér raunverulegan skilning á for- tíðinni. Góð sögukennsla sem miðast öðru fremur við að þroska söguvitund nemenda, þjálfar þá í að sjá hluti út frá fleiri en einu sjónarhorni og setja þá sí- fellt í nýtt samhengi. Þegar sögukennsla miðast við að gera nemendum grein fýrir að sami hluturinn geti verið réttmætur eða óréttmætur, eðlilegur eða óeðlilegur, allt eftir því út frá hvaða forsendum hann er skoðaður, miðar hún að því að þroska vitund einstaklingsins.5 Að innræta börn- um að aðeins sé til einn sannleikur um fortíðina er i raun sama og að segja þeim að ein skoðun sé réttari en önnur án þess að útskýra hvers vegna. Með slíkri kennslu er verið að ala á fordómum og bijóta niður sjálfstæða hugsun. Það stríðir gegn siðferðishlutverki raunverulegs sögunáms. Raunverulegt sögunám, þ.e. nám sem þroskar sögu- vitund einstaklings, stuðlar að því að fólk sjái skoðanir og gildismat sjálfs síns og annarra í gagn- rýnu ljósi. Með því að kynnast sjónar- miðum og viðhorf- um annarra verður fólk meðvitaðra um eigin skoðanir og eigið gildismat. Þess vegna ætti sögunám að gefa sjálfsskilningi nemandans aukna meðvitund og um leið að kenna honum að bera virðingu fyrir skoðunum annarra.'1 Þýski sagnfræðingur- inn Jörn Rúsen útskýrði raunverulega sögulega menntun sem eitthvað sem leiddi „frá ófrelsi undir harð- stjórn fýrirfram gefinna sjónar- miða og lífsskoðunar til frelsis til að hugsa um og velja sér sjónarmið."7 Til að ungiingur sé fær um að þroska sjálfsþekkingu sína á meðvitaðan hátt verður hann að gera sér grein fýrir þeim þáttum í umhverfi sínu sem hafa mót- andi áhrif á hann. Þegar hann veltir þessum samfélagsþáttum fýrir sér og reynir að skilja við- horf sín og hegðun i samræmi við þá er hann ekki aðeins að dýpka skilning sinn á sjálfúm sér heldur einnig á því hvernig aðrir menn, sem lifa í öðrum menn- ingarsamfelögum, skynja veröld- ina og einstaka hluta hennar. Hann er með öðrunt orðum að auka hæfileika sinn til að skilja sjónarmið annarra og það sem býr að baki hegðun annarra.Til að geta skilið önnur samfélög þurfa nemendur að temja sér að skoða eigin viðhorf og gildismat í gagnrýnu ljósi. Aðeins með því að þekkja eigin forsendur geta þeir skilið þær forsendur sem aðrir gefa sér. Ungir lcikamr taka sér Itlé frá tSkum á kvikmyndinni Bíódagar, sumarið 1993. ViðgcrS kvikmynda um lídna tíð er mikilvægt að skoða hlutina i'ttfrá sjónarhorni þess tíma sem þœr eiga að gerast á. „Að kenna börnum að að- eins sé til einn sannleikur um sögulega atburði er sama og að kenna þeim að sögulega atburði sé aðeins hægt að skoða út frá ákveðnu afmörkuðu sjónar- horni." 40 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.