Sagnir - 01.06.1997, Page 50
íslandsverslunin eftir kenningum
kaupskaparstefnunnar
Efri myndin sýnir hvernig kaupskaparstefnan, sú hagstjórn scm átti mestu fylgi að fagtta á sautjándu öld, birtist í
sinni einföldustu mynd. A Islandi var engin borgarastétt (umdeilt er að tala um aðalsstétt) til að njóta ágóðans af
aukinni verslun. Kaupskaparstefnan einkenndist meðal annars af eflingu á framleiðslu iðnvarnings, ekki
landbúnaðar, og á öðrum og þriðja áratug sautjándu aldar stóð Kristjánfjórðifyrir átaki þar sem reynt var að ejla
handverk í Danmörku og stofna vcrksmiðjur. Ekkert slíkt bar árangur hér á landi (neðri mynd) og hagnaður af
verslun ramt allur I vasa danskra kaupmanna. Margar tillögur um viðreisn Islands á átjándu öld gengu út á að
flytja citthvað af ágóða kaupskaparsteftumnar til Islands með því að cfla þar viðvcru og ítök kaupmanna.
raun eina útsvarið sem kom í hans hlut
og tekjurnar voru svo óverulegar að þær
hafa sennilega rétt hrokkið fyrir kostnaði
af stjórnsýslu á eyjunni.''Verslunarleigan
var helsti tekjustofninn og skipti það kon-
ung miklu að hún væri há en það fór
ekki alltaf saman við eflingu kaupmanna-
stéttarinnar. Því reið á að finna hentugt
fyrirkomulag á íslandsversluninni þar sem
konungur hefði stöðugar tekjur af henni
en kaupmenn gætu jafnframt dafnað.
Hagsmunum beggja aðila í Kaup-
mannahöfn virðist hafa verið borgið með
umdæmaverslun þar sem verslunarleigan
hækkaði umtalsvert á árunum 1662 til
1700. En ekki gátu allir grætt. Árið 1684
var verðtaxtanum, sem gilti í vöruskipta-
versluninni á Islandi, breytt kaupmönnum
í vil. Þá tóku óðum að berast fregnir af
ófremdarástandi á eyjunni og kveinstafir
landsmanna gerðust háværir.1"
yérslunarráðið og viðreisn
Islands
Svo vill til að einmitt á þeim tima var
starfrækt svo kallað „commercekolleg-
ium“ í Kaupmannahöfn.Verslunarráðið
var frá árinu 1670 nokkurs konar ráðu-
neyti í rentukammerinu og hafði það
meginhlutverk að efla verslun og við-
skipd í landinu. Með því fékk konungur
yfirráð yfir fleiri sviðum hagstjórnar og til
að vera sem best upplýstur var hvatt til
þess að fulltrúar hans alls staðar í ríkinu
sendu heim nokkurs konar ástandsskýrsl-
ur."
Árið 1688 bar amtmaðurinn á Islandi,
Kristján Múller fram ósk á Alþingi um
nákvæma greinargerð á því sem aflaga
færi í högum landsmanna. Fyrsti afrakstur
starfa verslunarráðsins á Islandi er ritgerð
PálsVídalíns lögmanns, Deo, regi,palriae frá
árinu 1699 og tveimur árum síðar birtust
viðreisnarhugmyndir Arngrims Vídalíns
kennara. Deila um fyrirkomulag verslunar
við Islandsstrendur hófst af alvöru sama ár
og ritgerð Arngríms var lögð fram. Fyrstu
flokkadrætdr urðu þegar Alþingi átti að
senda fulltrúa á fund konungs til að ræða
landsins gagn og nauðsynjar. Aldamótaár-
ið hafði ríkt sátt á Alþingi um að senda
Lárus Gottrúp lögmann en ári síðar var
komið nýtt hljóð í strokkinn. Helstu
mektarmenn landsins töldu að ferðin yrði
of dýr og að öllum líkindum kæmi ekkert
út úr henni.12
Gottrúp hélt engu að síður til Kaup-
mannahafnar sumarið 1701. Hann hitti
Árna Magnússon þar fljótlega að máli
eins og kemur fram í bréfi prófessorsins
frá 24. september til Þormóðs Torfasonar
sagnaritara: „Lauritz lögmaður frá Islandi
er hingað kominn, hef ég talað við hann,
þó ei neitt um hans efni, sem ég ei ætla
að gjöra."13 Gottrúp lagði skýrslu sína um
ástandið á íslandi fyrir Friðrik Qórða
þann 26. október.Tillögurnar gengu aðal-
lega út á að afnema umdæmaverslunina.
Gottrúp taldi að hækkun verslunartaxtans
og umdæmaskiptingin hefði rýrt kjör
landsmanna og fátæktin í landinu væri
bein afleiðing þeirra aðgerða. Ef eitt félag
myndi sjá um verslunina, lækkaði verðlag
i utanríkisversluninni þar sent leigan
skyldi lækkuð eða jafnvel afnumin. Kon-
ungur ætti þess í stað að einbeita sér að
48 SAGNIR