Sagnir - 01.06.1997, Síða 98

Sagnir - 01.06.1997, Síða 98
SVARTIDAUÐI Á ÍSLANDI - Plágurnar 1402 og 1495 sótt. Rétt er að benda á að Sveinn Pálsson gerir greinarmun á bólu sem „er þannig eitt höfudnafn yfir allkyns útslátt“ og bólusótt sem smallpox/variola. Bólan skilur eftir ævilangt ónæmi og verður því víðast í þéttbýli að barnasjúk- dómi en að öllu jöfnu fer hún ekki í manngreinarálit þó hún leggist auðvitað eingöngu á þá sem ekki smituðust í síðasta faraldri. Bólufaraldrar eru hins vegar mjög mismunandi og í flestum bólusóttarfar- öldrunr í Evrópu dó e.t.v. um 1% en í 47 ' öðrum 25—30%. I stórubólu sem gekk hér á árunum 1707-1709 er talið að um 25% hafi látist. Það tók þjóðina rúm 100 ár að ná sér og bólufaraldurinn er því einn helsti áhrifavaldur í síðari tíma Islandssögu. Ekkert verður ráðið um mannfall í fyrri faröldrum þó telja megi líklegt að bólu- sóttirnar 1555-56 og 1655-58 hafi verið 49 skæðari en venjulega. Sennilegt má telja að margar þær sóttir sem getið er um á 15. og 16. öld og hugsanlega á 17. öld. hafi verið pláguættar þótt auðvitað verði ekki úr því skorið með fullri vissu. Það er hins vegar ljóst að banvænar sóttir voru helstu áhrifavaldar íslenskrar fólksfjöldasögu fýrr á tímum. Líklega má rekja upphafið af þeim til plágunnar 1402 og hinar miklur sveiflur í fæðingar- og dánartíðni vekja athygli þegar íslensk fólks^öldasaga er skoðuð. Líklegast hef- ur fólksfjöldinn á tímabilinu 1402 til 1703 ekki orðið meiri en urn 50—60 þús- und en ógerlegt er að áætla sveiflurnar sem urðu á íbúafjöldanum á þessum tíma. Niðurstöður Samtímaheimildir um pláguna eru fáar en síðari tíma afskriftir og sögur öllu meiri en ekki er á þær treystandi. Einu öruggu heimildirnar um svartadauða eru fornbréf, Nýi annáll og Gottskálksannáll. Af þeim verður ekki annað ráðið en plágan hafi borist til helstu staða sunnanlands og norð- an og að hún hafi valdið miklu mannfalli. Ekki er mögulegt að áætla mannfall meðal landsmanna út frá tölum sem nefndar eru i annálum.Tilraunir sem gerðar hafa verið til að áætla mannfall út frá tölum um fjölda eyðijarða nokkrum áratugum eftir pláguna eru marklausar. Líkur benda hins vegar til að það hafi ekki verið meira en 45% í mesta lagi enda eru ekki dæmi um meira mannfall í Evrópu. Plágan 1402 er líklega fýrsta stóra áfall- ið í íslenskri fólksQöldasögu. I kjölfarið fýlgdu bylgjur banvænna sjúkdóma, eink- um bólusótt en hugsanlega einnig pestir af pláguætt. Þetta var ein helsta orsök þess Rottubanifrá miðöldum. að fólki fjölgaði ekki til langframa eftir svartadauða og því má segja að drepsóttir séu rneðal helstu áhrifavalda í Islandssög- unni frá því um 1400 frarn á 19. öld. Þetta gerðist einnig víða annars staðar í Evrópu nema hvað varanleg fólksfjölgun hefst þar fýrr en hér. Hinar miklu sveiflur í fæðing- ar- og dánartíðni fyrr á öldum sem ein- kenna íslenska fólksfjöldasögu eiga því sennilega upphaf sitt í byrjun 15. aldar. Samfélagslegir þættir eins og hærri gift- ingaraldur og færri giftingar, sem virðast vera ein af afleiðingum plágunnar og leiða m.a. til minni frjósemi, höfðu vafa- lítið einhver áhrif á fólksfjöldaþróunina en vafasamt má telja að þeir hafi ráðið úr- slitum. Það sama má segja um hugsanleg- ar breytingar á mataræði almennings og næringu ungbarna. Landþrengsli, lakari landkostir, kaldara loftslag og verra tíðafar, eldgos, hafis og uppblástur hafði auðvitað áhrif á líf fólks fýrr á tímum í ríkari mæli en nú. Hallæri, hungursneyð, upplausn og mannfellir af þessum ástæðum hafði sitt að segja en þegar til langs tíma er litið er ljóst að þessir þættir höfðu ekki úrslita- þýðingu fýrir þróunina í heild þótt þeir hafi haft staðbundin og tímabundin áhrif. Ekkert bendir til að þjóðin hafi verið í vítahring náttúrulegra umhverfisaðstæðna eða samfélagsþátta sem hún hafði enga stjórn á. Fólksfæðin var meginorsök vanþróunar landsins um aldir en ekki afleiðing hennar og aðalorsök fólksfæðarinnar voru ban- vænar sóttir. Eftirmáli I byrjun september 1997 var ég á ráð- stefnu í Liverpool „Health in the City: The History of Public Health" senr hald- in var af tveimur alþjóðlegum samtökum þar sem félagsmenn leggja stund á rann- sóknir á heilbrigðismálum (International Network for the History of Public Health ogThe Society for the Social .Hi- story ofMedicine). Þar hitti ég nokkra helstu sérfræðinga sem fjallað hafa um svartadauðann i Evrópu og bar undir þá „vandamálið" hér á landi. Lausnin var einfold og veitti jafnframt skýringar á því hvers vegna við höfum ekki áttað okkur á henni. Mér var sagt að Englendingar væru sér á báti í þessum málum og væru enn að velta sér upp úr vandamálum sem löngu væri búið að leysa. Þeirra fræði byggðust öll á niðurstöðuin rannsókna á Indlandi um síðustu aldamót og enskar bækur um svartadauðann væru því nokk- uð varasamar. Smitleiðir væru fjölmargar en í öllum þeim bókum sem ég hafði að- gang að þegar ég skrifaði grein mína (það sama gildir um aðra að þvi er ég best veit) voru smitleiðir einungis taldar tvær, þ.e. með rottfló, hugsanlega flóm annarra svipaðra kvikinda, og um öndunarfærin, en mannaflóin var alltaf útilokuð. Þar sem ég hef nú aðrar og betri upplýsingar en áður tel ég rétt að þær komi fram. Pestin getur borist milli manna með mannafló langar leiðir, hún getur farið af mönnum á dýr, hunda, ketti, mýs og ýmis húsdýr, og aftur á menn en henni er við- haldið á rottum. Pestin virðist eiga upptök sín hjá rottum og þess vegna berst hún það- an en eftir því sem flóin er lengur í burtu frá rottum þá minnkar krafturinn, ef svo má að orði komast. Pestin var yfirleitt í Iág- marki um kaldasta tíma ársins en þá eru meiri líkur á að lugnapestin nái sér á strik á einstaka fjölmennum stöðum en hins vegar nær hún ekki mikilli útbreiðslu vegna þess hve bráðdrepandi hún er. Bakterían sjálf hefur ekkert breyst, það hefur verið grand- skoðað af fjölda vísindamanna, en umhverfi okkar og sambýli við dýr hefur tekið breyt- ingurn að það skýrir breytingar á útbreiðslu pestarinnar. Þessar nýju upplýsingar varpa allt öðru ljósi á mögulega útbreiðslu og gang pest- arinnar hérlendis. Þær segja okkur hins vegar ekkert um rottur á Islandi né held- ur um mannfall í plágunni. Þeir sem líta á sagnfræði sem vísindagrein og hafa áhuga á plágum geta nú einbeitt sér að öðrum viðfangsefnum en vistfræði rotta og heimildafræði einstakra háskólakennara. 96 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.