Sagnir - 01.06.1997, Síða 115

Sagnir - 01.06.1997, Síða 115
jafnvel heyrt talað um eitt ár í þessu sam- bandi. Arni Daníel Júlíusson: Athyglisvert er að á Norðurlöndum gengu pestir að meðal- tali á um 10 ára fresti eftir 1350 og þær komu yfirleitt með skipum. Það er hægt að rekja þetta eftir hafnarborgum. Þær koma annaðhvort að austan, í gegnum Eystrasaltsborgir eða þá frá London þar sem hún var landlæg.Varðandi útbreiðslu hennar á Norðurlöndum er oft talað um klæði líkt og á Islandi. En athyglisvert er að plágan kom bara tvisvar til Islands. Jón Olafur Isberg: Þetta er rétt, það sem er sagt vera „plága“ kom aðeins tvisvar. Litlar heimildir eru til um sjúkdóma á 15. öld bæði ef miðað er við 14. öld og seinni tíma. Hins vegar eru nefndar sóttir 1420 og 1426 sem gætu verið pest. Sigur- jón Jónsson nefndi nokkur ár sem væru líkleg, 1540, 1625, 1648 og 1680.9 Fleiri koma til greina ef athugað er hvenær pestin gengur erlendis. Fiskveiðar, verkkunnátta, Grænlandsbyggð og aðrar efnahagslegar breytingar Loftur Guttormsson sagnfrceðingur: Eg ætla ekki að blanda mér inn í þessa faralds- fræðilegu umræðu. Hér hefur hins vegar ýmislegt athyglisvert komið fram um fél- ags- og efnahagsleg áhrif þessara ótíðinda a 15. öld. Helgi Skúli og Gunnar Karlsson héldu því fram í grein sinni að plágurnar væru dæmi um að þjóðfélagið breyttist ekki mikið þrátt fyrir mikinn mannfelli af völdum smitsótta. Mér fannst að í grein- argóðu erindi Arna Daníels hefðu komið fram staðreyndir um mikla byggðaröskun sem þýðir um leið tnjög áþreifanlegar efnahagslegar afleið- ingar fyrir stofnanir þjóðfélagsins, þar á meðal kirkjuna. Ef við hugsum um þann vanda sem kirkjan lenti í við að halda uppi lágmarks- þjónustu þá hljóta að leynast þar dæmi um áþreifanlegar breyt- ingar því þar var um sáluhjálp manna að tefla. Finnst mönnum að þessar niðurstöður geti verið ásættan- legar í samanburði við síðustu orð í grein þeirra Gunnars og Helga Skúla? Að mínu viti er það ofsagt að plágurnar seu dæmi um ótíðindi sem ekki höfðu teljandi áhrif á efnahag og samfélag. Við skulum huga að breytingum á valdahlut- föllum helstu aðila í þjóðfélaginu og þeim gegnumgangandi átökum sem voru milli kirkjuvalds og ver- aldlegs valds.Tengj- ast þau átök ekki áþreifanlega afleið- ingum pláganna? Gísli Gunnarsson: Við skulum athuga að 15. öldin er tími þegar siglingar til landsins eflast mikið og hið sama virðist eiga við um utan- ríkisverslun. Það þýðir að framleiðsla á skreið, þeirri vöru sem útlendingar sóttust eftir, hefur aukist. Hugsanlega vegna þess að innanlands- neysla vegna plágunnar hefur minnkað. Það þýðir líka að ekki hafa verið færri til að draga fisk úr sjó. Sumar jarðir fara að hækka í verði, aðrar lækka í verði. Að því kemst Björn Lárusson í riti sínu 1967 þegar hann ber saman verð á sjávarjörð- um og sveitajörðum. Enginn vafi er að verð á þeim fyrrnefndu hækkaði hlutfalls- lega á 15. öldinni. En nú spyija sumirrVar ekki þurrabúðarbyggð líka að fara í eyði? I raun virðist þurrabúðarbyggð alltaf hafa verið að eflast og minnka öðru hverju eftir sveiflum sem við getum ekki alltaf útskýrt. Það þarf ekki eingöngu að hafa verið afleiðing breytinga á mannfjölda heldur líka þess hvernig menn stunduðu sjóinn. Stunduðu menn sjóinn með þurrabúðarmönnum eða með vermönn- um, jafnvel giftum vermönnum? Þær litlu tölur sem við höfum um kaupgjald á 15. öld benda til að vinnu- laun hafi almennt verið hærri en gerðist fyrr á tímum fram á síðari hluta 19. aldar. Að hve rniklu leyti má útskýra þetta með mannfæð og að hve miklu leyti með háu verði á útflutn- ingsvörunni skreið? Hún var á 15. öld í um 4 sinnum hærra verði miðað við korn en á þeirri 17. Ég hygg því að það hafi verið viss umskipti úr landbúnaði i sjávar- útveg á 15. öld. Jón Olafur Isberg: Getur staðist að ef helmingur fólks deyr breytist ekkert í samfélaginu? Við getum hugsað okkur að við séum á eyju með svo og svo margar rollur og kýr og róum til fiskjar og fleira og svo deyr helm- ingurinn og það geri bara ekkert til. Það halda bara allir áfram eins og ekkert hafi í skorist. Ég vil meina að það geti ekki staðist. Það gerðist ekki í Evr- ópu, flest allar evr- ópskar rannsóknir benda til mikilla breytinga á flestum sviðum. Flest bendir til að 15. öldin hafi verið mikil ólíkinda öld en frá þeim tíma eru meðal annars Langaréttarbót og Pín- ingsdómur. Litlar heimildir eru um tíma- bilið og þar af leiðandi vitunr við ekki nákvæmlega hvaða breytingar urðu. Helgi Þorláksson sagnfrœðingur: Ég vil minnast á þá freistingu sem fylgdi sigling- um Englendinga til Islands fyrir Islend- inga að sigla með þeim til baka.Við vit- um ekki hve margir fóru en svo er að sjá að þetta hafi verið áhyggjuefni ráða- manna á 15. öld. Ég held að það sé haft fyrir satt að samfélagsgerðin hafi ekki raskast mikið við stórubólu, við höfum heimildir um það og ef miðað er við það má ætla að samfélagsgerðin hafi ekki raskast mikið við plágurnar á 15. öld. Gera má ráð fyrir því að ráðandi öfl hafi haft áhuga á því að færa sér í nyt vinnuafl alþýðunnar. Það merkir að setja fólk á báta og láta það róa fyrir hina ráðandi stétt sem ætlaði að græða á verslun með fisk. Þarna eru forsendur fyrir því að fólk hafi viljað fara úr landi og það hlýtur að hafa áhrif á alla umræðu um fólks^ölda. Arni DaníelJúlíusson: Mikill munur er á því sem gerist eftir pláguna fyrri og síð- ari. Eftir pláguna fyrri virðist sem ekkert hafi gerst. Eftir síðari pláguna voru settar alls konar álögur á vinnufólk, til dæmis róðrarkvaðir og svo var reynt að toga hjá- leigubændur upp í stétt almennra bænda. Þeir eiga allt í einu að fara að borga skatta og skyldur sem áður voru bara á lögbýlum. Gunnar Karlsson: Þessi rnunur á áhrif- um pláganna tveggja kynni að stafa af því að til eru meiri heimildir um aðgerðir eftir þá seinni. Arni Danlel Júlíusson: Ég er ekki sam- mála því. „Ef við hugsum um þann vanda sem kirkjan lenti í við að halda uppi lág- marksþjónustu þá hljóta að leynast þar dæmi um áþreifanlegar breytingar því þar var um sáluhjálp manna að tefla." Loftur Guttormsson „Mikill munur er á því sem gerist eftir pláguna fyrri og síðari. Eftir pláguna fyrri virðist sem ekkert hafi gerst. Eftir síðari pláguna voru settar alls konar álög- ur á vinnufólk, til dæmis róðrarkvaðir..." Árni Daníel Júlíusson SAGNIR 113
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar: 1. tölublað (01.06.1997)
https://timarit.is/issue/367028

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað (01.06.1997)

Gongd: