Sagnir - 01.06.2004, Side 13

Sagnir - 01.06.2004, Side 13
M ÖRN GUÐNASON BA PRÓF í SAGNFRÆÐI OG MANNFRÆÐI sögnin um gildi mannanna, afrek þeirra eða afglöp, andlegt og lík- amlegt atgervi, og þeir gengu ekki að því gruflandi, að slíkt gekk að erfðum, „kom fram á börnunum.“M Samkvæmt kenningum mannfræðinga er þekking á ættfræði og skyldleikatengslum ein af aðferðum einstaklingsins til þess að skil- greina sjálfan sig og ákvarða stöðu sína innan ákveðins samfélags.30 | Þar eru tveir þættir sem helst eru áberandi. Annars vegar að nota þekkingu á skyldleika til þess að finna samsvörun (sameness). Þannig geta menn talað um ætt, ættbálk o.s.frv. í því augnamiði að finna samsvörun við einhverja aðra sem þeir telja sig vera skylda og þá í framhaldi af því til mótvægis þeim sem menn telja sig ekki vera skylda. Það felur í sér myndun hópa og ennfremur að telja þá hópa sem ekki eru þeim skyldir öðruvísi á einhvern hátt og helst minniháttar eða lakari á einhvern máta. Þar getur t.d. komið til lakari uppruni eða verra tungumál. Markmiðið verður sem sé að gera sjálfan sig eða sinn hóp merkilegri á kostnað annarra. Þá er auk þess ákveðin tilhneiging til hentistefnu í ættrakningum. Ákveðnir forfeður eru frekar dregnir fram en aðrir og sagðar af þeim frægðarsögur, nokkurs konar upprunamýtur ættarinnar, til þess að muna betur eftir þeim og tryggja að orðstír þeirra deyi aldrei.31 Þetta má sem best yfirfæra á þjóðernisbaráttu og hug- myndir um uppruna þjóða. Sigríður Matthíasdóttir hefur bent á að Jón Aðils hafi á sínum tíma búið til úr hæpnum heimildum nokkurs konar sköpunarsögu íslensku þjóðarinnar í pólitískum tilgangi undir merkjum þjóðernisstefnunnar.32 Það sem einnig skiptir máli í þessu sambandi er að yfirlýstur skyldleiki að mati mannfræðinga er oft mikilvægari eða jafn mikil- vægur heldur en sannleikurinn um hinn raunverulega skyldleika. Þegar einhver heldur fram skyldleika sínum við kóngafólk, þrátt fyrir að ólíklegur sé, getur sú staðhæfing samt sem áður sett hinn sama í annað félagslegt samhengi.33 Ef þetta getur átt við um einstaklinga þá ætti þetta einnig að geta átt við um hópa eins og þjóðir eða öllu heldur hópa sem vilja skil- greina sig sem þjóðir. Þar ræður uppruninn mestu um hver tilheyrir hópnum og hver ekki en einnig hollusta við hópinn sem slíkan. Menn mynda sér þannig sjálfsmynd af þátttöku í hópnum og holl- ustu við hann.34 í sjálfstæðisbaráttu fslendinga var því haldið fast að almenningi, af ákveðnum mönnum, að fslendingar þess tíma væru af sérstak- lega góðum og göfugum uppruna. fslendingar telja sig jú alla vera skylda þannig að þá hlýtur öll íslenska þjóðin þess vegna að vera af jafn göfugum uppruna. „Fullyrða má, að áhugi á sagnfræði (og ættfræði) hafi verið óvenju almennur á íslandi.“35 Þessi áhugi endurspeglast síðan í þeim gífurlega fjölda ættfræðirita sem gefinn hefur verið út á ís- landi. Engin ætt á íslandi gat verið svo ómerkileg að hana mætti ekki rekja fram og til baka, helst til einhverra höfðingja, og gefa svo út vandað rit um allt saman, áhugasömum til fróðleiks og skemmtunar og þeim sem voru svo heppnir að vera af ættinni til upphafningar. Þannig varð ættfræðin sem löngum hafði verið tóm- stundagaman aðalsmanna í Evrópu eitt af þeim vopnum sem hægt var að nota í sjálfstæðisbaráttunni. Þar var megináherslan lögð á það að benda á göfugan uppruna. Eitt af meginmarkmiðum þeirrar ættfræði sem stunduð var á meginlandi Evrópu af aðalsmönnum var einmitt að leita uppi merkilega og valdamikla forfeður eða ætt- ingja og gera þannig sjálfa sig að örlítið merkilegri persónum held- ur en efni stóðu til. í mannlegu samfélagi er skyldleiki þar að auki óbreytanlegur og þar af leiðandi göfugur uppruni líka.36 Það má því halda því fram að hugmyndirnar um hinn göfuga uppruna íslend- inga hafi ekki verið settar fram aðeins til þess að auka á virðingu einstakra manna eða ætta. Frekar til þess að útbreiða þann sann- leika að öll íslenska þjóðin ætti þennan göfuga uppruna sameigin- legan og væri þar af leiðandi nokkurs konar aðall og æðri öðrum þjóðum. Til viðbótar göfugum uppruna voru íslendingar síðan einnig hertir í allskonar mannraunum og slæmu veðurfari: „Þeir líf- seigustu hefðu lifað af í þessu harðbýla landi og arfleitt komandi kynslóðir af sínu meðfædda hrausta eðli.“37 Þar voru menn senni- lega smitaðir af kenningum mannkynbótarmanna byggðum á hug- myndum Darwins um „the survival of the fittest.“3“ Hið svokallaða niðurlægingartímabil íslenskrar sögu var því ekki íslendingum sjálfum að kenna heldur aðstæðum svo sem veðurfari og svo kúgun annarra þjóða eins og Norðmanna og Dana. EIÐUR S. KVARAN: KYNSPILLING OG VARNIR GEGN HENNI I. SJcrprentun úr *ít). Entluacian* 'H' REYKJAVlK — 1988 — FJELAGSPRENTSMIÐJAN Bæklingur Eiðs Kvaran, gefinn út árið 1933. Sú hugmynd að íslendingar ættu að standa sem sjálfstæð þjóð var ekki talin vera ný hugmynd heldur var hér um endurreisn fornrar frægðar að ræða. Þjóðin átti sér sína gullöld í fortíðinni sem hún átti skilið að endurreisa. Það auðfinnanlegasta sem ennþá stóð eft- ir af hinni glæstu fortíð, fyrir utan tungumálið og bókmenntirnar, var auðvitað hinn göfugi uppruni íslendinga. Hugmyndin um glæsta fortíð og göfugan uppruna eins og hún birtist í íslendinga- sögunum eða öllu heldur eins og menn hafa viljað vera láta hefur síðan orðið svo heilög að menn hafa lengstum brugðist ókvæða við ef ætlunin hefur verið að hrófla við henni á nokkurn hátt eða að nota sögurnar í öðrum tilgangi svo sem til mannfræðilegra athug- ana á því samfélagi sem þar birtist.3’ En hvað um raddir þeirra sem reyndu að malda í móinn? Máttu þeir sín lítils gagnvart hinum? Svo virðist vera í fljótu bragði séð. Mýtan um hinn göfuga norræna uppruna íslendinga virðist hafa orðið svo sterk að menn hafa helst viljað grípa til þeirra alþýðu- skýringa að þeir sem hafa annað útlit en hið norræna, þ.e. ljóst hár og blá augu, hljóti að vera kontnir annars staðar frá. Þar gat ekki verið um annað að ræða en erlenda blöndun svo sem frá frönskum eða spænskum sjómönnum. Má þar sín lítils þótt ýmsir hafi bent á að fá dæmi um það finnist í rituðum heimildum. Elín Pálmadóttir hefur rannsakað þetta mál og komst að þeirri niðurstöðu að örfá börn hafa verið kennd frönskum fiskimönnum á 18. og 19. öld sem dóu reyndar mörg á unga aldri: „Svo að varla hafa þeir haft mikil áhrif á útlit þjóðarinnar."40 Þetta leiðir hugann að því að svo virðist sem hugmyndafræðin á bak við íslenska sjálfstæðisbaráttu og íslenska þjóðerniskennd hafi einkennst af ákveðinni hreinlætisáráttu: „[E]ins og mannfræðingar hafa bent á verða menn stundum alteknir af hreinlætisáráttu ... N N GÖFUGI UPPRUN SLENDINGA sagnir 24 árgangur oa 1 1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.