Sagnir - 01.06.2004, Page 18

Sagnir - 01.06.2004, Page 18
VIÐ TAL menn 18. aldar sem voru að reyna að mennta alþýðuna um praktíska hluti. Ég fór að velta fyrir mér menntun fólks, hvað fólk hafi vitað um veraldleg málefni fyrst það hafði aðeins hlotið menntun frá kirkjunni. Síðan þá hafa rannsóknir mínar snúist um samskipti almennings við kirkjuna. Ég fór í framhaldsnám í mið- aldafræðum til að öðlast ákveðinn grunn að rannsóknum mínum um kirkjuna en fannst lítið framboð af kúrsum í M.A.-náminu. Ég hætti þess vegna í Háskóla íslands og fór í doktorsnám í Genf þar sem ég tók pré-doctorat próf 1997. Ég fór að leita að aðferðar- fræði og heimildum til að rannsaka samskipti leikmanna og kirkju og komst að því að bannfæringar eru góður grundvöllur til að rannsaka þessi samskipti. Doktorsritgerð mín snýst einmitt um bannfæringar á síðmiðöldum. Hvernig finnst þér sögukennsla í Háskóla íslands? Ég ætlaði fyrst að taka sagnfræði sem aukagrein, en hélt áfram námi í skorinni til 60 eininga vegna þess að mér fannst kennslan mjög góð og skipulagið þar hentaði mér mjög vel. Það er alltaf hægt að gagnrýna skorina og kennarana. Þegar stúdentar sem eru komnir eitthvað áleiðis í námi gagnrýna kennara og kennsluhætti þá er það í raun hrós fyrir bæði kennara og nemendur sem hvor- ugir virðast gera sér grein fyrirjasdfl]. Það sýnir að nemendur eru byrjaðir að tileinka sér þá gagnrýnu hugsun sem er kennd í þess- um skóla. I grófum dráttum er ég ánægð með kennsluna í saman- burði við Háskólann í Genf og mér finnst meiri virðing borin fyrir nemendum sem vitsmunaverum hér. A ákveðin hátt eru einnig gerðar meiri kröfur til nemenda á íslandi, t.d. gerðu kennararnir í Genf ekki ráð fyrir því að nemendur læsu heima. Einnig finnst mér aðgengi að kennurum hérna mun betra en í Genf og þeir taka manni betur að öllu leyti. Varðandi notkun yfirlitsrita og kennslu yfirlitssögu, þá fannst mér hún nauðsynleg. Ég var til að mynda ekki með nógu góðan grunn í mannkynssögu þegar ég byrjaði mitt nám. Þó að yfirlit sé kennt í framhaldsskólum finnst mér jákvætt að fara í gegnum þessa sömu hluti í háskóla, með allt öðrum áherslum en í fram- haldsskóla. Það skiptir máli að okkur er kennt að lesa sama efni á annan hátt. Einnig veitir kennsla yfirlitsrita innsýn í aðferðarfræði fagsins sem marga skortir. Eru yfirlitsrit best til þess Jallin að kenna sagnfrœði? Nei, ekki endilega. Þau eru tæki sem er sjálfsagt að kennarinn nýti ef þau eru fyrir hendi. Ég er sammála Gunnari Karlssyni um að það er til ákveðinn stofn sem gott er að tileinka sér og læra. Yf- irlitsrit gagnast okkur á þann hátt að auðvelt er að nálgast efni á sama stað. Gallinn er kannski sá að þau eru oft dálítið gamaldags. Það er til hægðarauka að styðjast við yfirlitsrit, þó að ég kalli það ekki sagnfræði heldur sögu þar sem sagnfræðin er gagnrýnin og fræðileg en sagan er frásögn atburða. Mér finnst betra að lesa rit þar sem vafaatriði eru rakin og margvísleg sjónarhorn dregin fram en leiðinlegastar bækurnar sem segja bara sögu og sleppa sagn- fræðinni. En það er hægt að skrifa alls konar yfirlitsrit. Það er ein leið að höfundar geri grein fyrir skoðunum sínum og þeim for- sendum sem þeir ganga út frá. Eric Hobsbawm hefur til dæmis skrifað fræga yfirlitssögu en með sínum formerkjum. Þannig verð- ur formið líflegra og meiri kröfur eru gerðar til vitsmuna lesenda. Ég hef minnstar áhyggjur af yfirlitsritum í kennslu í sagn- fræðiskor því þar eru nemend- urnir að læra að lesa sagn- fræði. Hins vegar geta þau gef- ið villandi upplýsingar. Form yfirlitsrita hefur haldist svo lengi að við erum farin að halda að það sé hlutlaus saga sem þau segja, þegar hún er fyrst og fremst ófrumleg og ekki hlutlaus. Formgerð þeirra er orðin svo stöðluð að erfitt er að koma með nýjar áherslur í yfirlitsritin. Agætt dæmi um það er hve illa hefur gengið að koma sögu kvenna inn í yfir- litsrit, það þarf að breyta forminu til að skapa hinni nýju þekkingu rými innan frásagn- arinnar. Hefur saga samfélagslegt Itlutverk? Ég tel að hún hafi mun meira hlutverk en við gerum okkur grein fyrir. Hið hefðbundna form yfirlitsrita sem sagnfræðingar hafa komið sér saman um lýtur að mínu mati að ábyrgðarhlutverki þeirra. Það hefur ákveðin endurskoðun átt sér stað innan fagsins sem hefur ekki ratað eins auðveldlega út í heildarsög- una, eða almennan söguskilning. Þetta geta verið undirstöðuatriði sem varða sjálfsmynd okkar og pólitískar skoðanir. Mér dettur í hug dæmi um þá mynd sem við drögum upp af fjölskyldugerðinni. Hin hefðbundna söguskoðun sýnir stór- fjölskylduna sem grunneiningu samfé- lagsins þar sem þrjár kynslóðir búa und- ir sama þaki í barnmörgum fjölskyldum. Við erum svo að hafa áhyggjur af því að þessi grunneining samfélagsins sé að brotna upp en rannsóknir sýna að þessi fjölskyldugerð með fjölda barna er 20. aldar fyrirbæri. Húsfólk fyrri tíma voru ekki afinn og amm- an heldur vinnufólk og ómagar og meðalfjöldi barna í heimili var ekki mikill. Breyting á fjölskyldugerð er þar af leiðandi ekki brot á náttúrulögmálum. Þessi ótti við ímyndaða samfélagsupplausn hefur bein áhrif á hvernig við högum lífi okkar, ölum upp börnin og hvaða flokk fólk kýs. Við spyrjum okkur hvað sé eðlilegt og rétt og viðmiðin finnast að miklu leyti í því hvernig hlutirnir hafi verið fram að þessu. Af- staða okkar til annarrar menningar er líka byggð á söguþekkingu eða söguvitund. Sömuleiðis sjálfsmyndin. Viðhorf okkar fslend- inga til miðalda er til dæmis mjög mótandi fyrir sjálfsmynd íslend- inga í dag. Það er einnig einkennandi að í flestum yfirlitsritum fær nýöld mun minna rými til umfjöllunar en t.d. miðaldir. Það er til marks um hvað við teljum mikilvægt fyrir okkur sem íslendinga, en heldur í leiðinni áfram að móta þetta viðhorf. Söguvitund er ekki nýtt fyrirbæri og tengist ekki endilega nú- tímalegum þjóðernishugmyndum. Ég tel að hún sé alltaf fyrir hendi og hafi skipt máli á miðöldum þegar menn voru að rita ís- lendingasögurnar. Yfirlitsrit hafa þann tilgang að sameina, sætta, hvetja og oft að styðja við ákveðin öfl í samfélaginu. Þau segja ákveðna sögu í ákveðnu formi, sem hefur smám saman gert sögu íslands að þægilegri dægrastyttingu fyrir þorra landsmanna. Hin liefðbundna söguskoðun sýnir stórfjölskylduna sem grunneiningu samfélagsins þar sem þrjár kynslóðir búa undir sama þaki í barnmörgum fjölskyldum. Við erum svo að hafa áhyggjur af því að þessi grunneining samfélagsins sé að brotna upp en rannsóknir sýna að þessi fjölskyldu- gerð með fjölda barna er 20. aldar fyrirbæri. 1 6 SAGNIR 24 ÁRGANGUR 04 V 1 Ð T A L G U N N A R ÞÓR BJARNASON LARA MAGNUSARDOTTIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.