Sagnir - 01.06.2004, Page 23

Sagnir - 01.06.2004, Page 23
■ HUGRÚN ÖSP REYNISDÓTTIR ir því, hvað í henni felst.““ Ljóst væri að aðild íslands að EFTA myndi hafa ýmis vandkvæði í för með sér fyrir iðnað en jafnframt væri það álit stjórnar Félags fslenzkra iðnrekenda að í framtíðinni yrði það ekki síður hagsmunamál iðnaðarins en sjávarútvegs og fiskvinnslu að eiga greiðan aðgang að erlendum mörkuðum. Því væri rétt að sækja um aðild til að kanna með hvaða kjörum ísland gæti gengið í EFTA og hvaða aðgerðum ríkisstjórnin hygðist beita til að leggja grundvöll að þeirri iðnþróun sem yrði að eiga sér stað í náinni framtíð áður en hægt væri að taka endanlega afstöðu til málsins.26 Svo virðist sem stjórnarandstaðan hafi tekið það sem gefið mál að ef sótt yrði um aðild að EFTA þá yrði sjálfkrafa gengið inn. Minnihluti utanríkisnefndarinnar taldi að ekki væri tímabært að sækja um aðild að EFTA og lagði því til að málið yrði ekki tekið fyrir á Alþingi haustið 1968 eins og fyrirhugað var.27 Sú tillaga var þó ekki samþykkt.28 Ólíkt forsvarsmönnum iðnrekenda, sem töldu að best væri að sækja um aðild að EFTA til að kanna hvaða kjör væru í boði áður en hægt væri að taka afstöðu til málsins, hamraði stjórnarandstaðan á því að sækja ekki um aðild að EFTA. Astæðan var sú að hún taldi að vel hugsuð ákvörðun og mikil alvara þyrfti að liggja að baki aðildarumsókn. Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að það væri ekki búið að ganga fylli- lega frá efnahagsaðgerðum stjórnvalda og því ætti að bíða með að sækja um aðild að EFTA. Niðurfelling verndartolla myndi hafa gíf- urleg áhrif á íslenskan iðnað og margar iðnaðarvörur myndu aldrei standast þá samkeppni sem yrði ef óheftur tollfrjáls innflutningur frá EFTA-löndunum ætti sér stað. Margir myndu þá missa vinnu sína og eitthvað þyrfti að koma í staðinn. Því þyrfti að móta varan- lega efnahagsstefnu áður en aðildarviðræður færu fram.29 Fleiri þingmenn Framsóknarflokksins tóku undir þetta og töldu að ekki væri tímabært að sækja um aðild að EFTA að svo stöddu. Eysteinn Jónsson þingmaður Framsóknarflokksins sagði að EFTA væri bandalag jafningja en íslendingar væru dvergar við hliðina á þeim sökum fámennis. Því taldi hann að íslenskur iðnaður gæti ekki staðist samkeppni erlendis frá eða verið fluttur út á þessa markaði EFTA-svæðisins.30 Viðskiptaráðherra og flestir þingmenn rfkis- stjórnarinnar töldu aftur á móti að með því að fá nægilega langan aðlögunartíma í iðnaðarmálum yrðu afleiðingarnar af afnámi tolla- verndarinnar ekki eins slæmar og margir byggjust við. Þegar iðnað- urinn fengi frjálsan aðgang að stóru markaðssvæði yrði hægt að hefja undirbúning iðnþróunar á ákveðnum forsendum. Því gæti að- ild að EFTA orðið til þess að alhliða stefna í iðnaðarmálum yrði mótuð hér á landi. Þessu til stuðnings sagði hann að fulltrúar iðn- rekenda teldu að afnám allra verndartolla væri ekki nein frágangs- sök ef það ætti sér stað á löngum tíma.3' ÖNNUR ÁHRIF TOLLALÆKKUNAR Mönnum var ljóst að aðild að EFTA og sú tollalækkun sem til kæmi í kjölfarið myndu hafa veruleg áhrif á fjármál ríkissjóðs. Margir höfðu áhyggjur af því að lækkun tolla á iðnaðarvörum frá EFTA-svæðinu myndi hafa neikvæð áhrif á viðskipti við Austur- Evrópu. Örn Erlendsson hagfræðingur taldi að niðurfelling toll- anna frá EFTA-löndunum myndi þýða algjöra innflutningsstöðvun frá öðrum viðskiptasvæðum. Auk þess taldi hann að ekki væri hægt að afnema tolla á iðnaðarvörum án þess að afnema eða lækka um leið tolla á því hráefni sem innlendur iðnaður þarfnaðist og jafn- framt tolla á þeim innfluttu vélum og tækjum sem þjónuðu íslensk- um iðnaði. Ef þessir tollar yrðu lækkaðir væri augljóst að niðurfell- ing tolla og samsvarandi tekjurýrnun ríkissjóðs yrðu mun meiri en þeir tollar sem féllu niður frá EFTA-svæðinu.32 Lúðvík Jósepsson, formaður Alþýðubandalagsins, tók undir það sjónarmið að það yrði líka að koma á tollalækkunum til landa utan EFTA. Flann kvaðst vera sannfærður um það að ef Islendingar tækju upp tollastefnu sem mismunaði allverulega þeim þjóðum sem stæðu utan EFTA s.s. Bandaríkjunum og Sovétríkjunum, EVRÓPU / UM HVAÐ myndu þau ríki láta landsmenn kenna á því í viðskiptum sínum á öðrum sviðum.33 Gylfi Þ. Gíslason taldi að í ljósi þess að viðskiptin við Austur-Evr- ópu væru nú ekki eins mikilvæg og þau voru áður fyrr þá myndi ekki skapast stórt vandamál af því að veita EFTA-ríkjunum betri tollakjör en öðrum ríkjum. Þau viðskipti hefðu ekki alltaf farið fram á jafnréttisgrundvelli og því gætu þessar þjóðir háð miklu harðari samkeppni hvað snerti verð og vörugæði en áður var. Hann viðurkenndi að þrátt fyrir að langur aðlögunartími myndi fást ef gengið yrði í EFTA myndi sú tollalækkun, sem þyrfti að eiga sér stað við aðild, hafa veruleg áhrif á fjármál ríkissjóðs. Því lagði hann til að ríkissjóði yrði bættur tekjumissirinn með hækkun söluskatts og fasteignagjalda.34 Ekki fannst Ólafi Jóhannessyni mikið til þess- ara hugmynda Gylfa koma og sagði þær ekki vera raunsæjar. Hins vegar kom hvorki hann né aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar með neina aðra hugmynd að því hvernig bæta mætti ríkissjóði tekjumissinn sem hlytist af inngöngunni í EFTA.35 ATVINNUREKSTUR ÚTLENDINGA í LANDINU Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna virtust ekki óttast þær afleið- ingar sem kynnu að hljótast af ákvæðum 16. greinar EFTA-samn- ingsins. Á fundi norrænu viðskiptaráð-herranna í febrúar 1968 sagði Gylfi Þ. Gíslason að hann sjálfur og fleiri í ríkisstjórn íslands hefðu í raun ekki svo miklar áhyggjur af ákvæði 16. greinar EFTA- samningsins. Hins vegar skildi hann það sjónarmið stjórnarand- stöðunnar að ákvæðið kynni að vera tortryggilegt.36 Hann taldi að með löggjöf innanlands og sérstökum samningum sem hægt væri Gylfi Þ. Gíslason taldi að í ljósi þess að viðskiptin við Austur-EvTÓpu væm nú ekki eins mikilvæg og þau voru áður fyrr þá myndi ekki skapast stórt vanda- mál af því að veita EFTA-ríkjunum betri tollakjör en öðrum ríkjum. að gera við EFTA yrði jafnréttisákvæðið ekki stórvanda-mál fyrir íslendinga.37 Sveinn Guðmundsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins var sammála Gylfa í þessu máli og sagði að ríkisstjórnin gæti stjórnað ákvæðum 16. greinarinnar að miklu leyti. Hann túlkaði ákvæðið á þann hátt að með lagasetningu gætu aðildarríkin sam- þykkt takmarkanir á stofnun fyrirtækja innan vissra atvinnugreina án þess að brjóta EFTA-sáttmálann. Nefndi hann dæmi um þetta frá Noregi en þar í landi þurfti sérstakt leyfi frá ráðherra til að byggja upp fiskvinnslustöðvar og greinar innan fiskiðnaðarins. Með þessu leyfi væri því gengið út frá því að aðildarríki gætu haft fulla stjórn á fjárfestingu og atvinnuréttindum hvert í sínu landi.38 Eysteinn Jónsson óttaðist mjög þær afleiðingar sem kynnu að hljótast af atvinnurekstri útlendinga í landinu. í ársbyrjun 1968 skrifaði hann grein um ísland og markaðsbandalögin í tímaritið Samvinnan. Þar kemur fram að hann taldi að atvinnurekstur út- lendinga í landinu gæti aldrei komið að sama gagni né orðið jafn- gildur þeim sem innlendir aðildar stæðu að. Atvinnurekstur út- lenskra aðila byggðist á gróðasjónarmiði hins erlenda einkafram- taks og þeir aðilar sem stunduðu slíkan atvinnurekstur kæmu þeg- ar gróðaútlitið væri gott en hyrfu svo þegar þeim sýndist. Gróðinn af þessháttar atvinnurekstri færi úr landi og einnig það fjármagn sem annars væri ætlað til endurnýjunar og afskrifta. Vegna þessara ástæðna taldi hann að atvinnurekstur erlendra aðila gæti aldrei orðið öruggur liður í þjóðarbúinu.” Ólafur Jóhannesson taldi að útilokað væri að íslendingar gætu gengist undir ákvæði 16. greinar sáttmálans undantekningalaust. Mörg atriði í greininni væru óljós en vafasamt væri að telja nægi- V A R DEILT? SAGNIR 24 ÁRGANGUR 04 21
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.