Sagnir - 01.06.2004, Page 52
Morgunblaðið og Víetnam 1967-1973
Undanhald SAMKVÆM dœtlun
„Á kommúnistum aö takast aö leggja undir sig eitt landið enn? Svarið hlýtur að vera nei, og sem
betur fer standa Bandaríkjamenn ó verði í Suður-Víetnam."1 Þetta voru niðurlagsorð forystugreinar
Morgunblaðsins 15. nóvember 1964. Þá var hafin íVíetnam ein afdrifaríkasta og umtalaðasta styrjöld
sem háð var á síðari hluta 20. aldar og henni lauk ekki fyrr en vorið 1975. Víetnamstríðið varð eðlilega
f brennidepli átakanna milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um völd og áhrif í alþjóðastjórnmálum.
SIGFÚS ÓLAFSSON
Fæddur árið 1974. Hann útskrifaðist með BA
próf í sagnfræði vorið 2001 og stundar nú
MA nám í viöskiptafræöi.
Hér verður fjallað um þær breytingar sem smám saman urðu á afstöðu Morgun-
blaðsins til Víetnamstríðsins frá vordögum 1967 þar til Bandaríkin drógu sig
að mestu út úr átökunum í kjölfar vopnahléssamninga við Norður-Víetnam í
janúar 1973. Rakið verður hvernig Morgunblaðið fikraði sig frá skilyrðislausum stuðn-
ingi við allar hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna í Víetnam, vegna þeirrar hættu sem
heimsbyggðinni stafaði af útbreiðslu kommúnismans, til þess að gagnrýna ýmislegt í
framferði Bandaríkjahers og hefja endurmat á stríðinu strax í ársbyrjun 1973. í svo
stuttri grein er ekki annarra kosta völ en að staldra við helstu þættina í málflutningi
Morgunblaðsins, sem þá var stærsta dagblað íslands og jafnframt það áhrifamesta þar
sem það var opinbert málgagn Sjálfstæðisflokksins. Einnig þarf gera ráð fyrir nokkurri
þekkingu lesenda á Víetnamstríðinu sjálfu. Samhengisins vegna er þó nauðsynlegt að
fara nokkrum orðum um afstöðu blaðsins til átakanna í Víetnam fram á mitt ár 19673
HLUTLEYSI ER VONLAUST
Allt frá vorinu 1964 byggði Morgunblaðið vörn sína fyrir íhlutun Bandaríkjanna í Ví-
etnam á því að „kommúnistar“ hefðu brotið það samkomulag sem gert var í Genf árið
1954 við lok fyrra Víetnamstríðsins þar sem Frakkar urðu að láta í minni pokann fyrir
heimamönnuni. Þetta var þungamiðjan í málflutningi blaðsins fyrstu árin. Gengið var
út frá því að skæruliðahreyfingin Viet Minh og kommúnistastjórnirnar í Norður-Ví-
etnam og Kína bæru alla ábyrgð á því að stríð braust út á nýjan leik í Víetnam og
Bandaríkin hefðu verið nauðbeygð að koma Suður-Víetnam til hjálpar.’
Morgunblaðið taldi þessi sömu kommúnísku öfl hafa áframhald stríðsins á samvisk-
unni þar sem þau vildu ekki semja um endalok þess og höfnuðu ítrekað friðartilboðum
Bandaríkjastjórnar. Blaðið fór ekki leynt með þá skoðun sína að ef Suður-Víetnam
félli í hendur kommúnista myndu sömu örlög bíða margra annarra ríkja í Suðaustur-
Asíu eins og dómínó-kenningin gerði ráð fyrir. Blaðið hvatti því Bandaríkjamenn til að
sýna hörku og minnti á það hvernig Jósef Stalín hefði hrifsað til sín ríki Austur-Evr-
ópu. Boðorð þess framan af Víetnamstríðinu var eitt, stutt og laggott: Eigi víkja.
Eins og nærri má geta lenti Morgunblaðinu og Þjóðviljanum harkalega saman vegna
atburðanna í Víetnam. Ásakanir um rangfærslur, þöggun og þjónkun við erlenda póli-
tíska yfirboðara gengu á víxl.4 Þegar Tíminn tók undir með Þjóðviljanum vegna þess að
Morgunblaðið birti ekki sláandi fréttaskeyti Associated Press af voðaverkum Banda-
ríkjahers í Víetnam' sagði Morgunblaðið þau skrif Tímans vera „kommúnískari ... en
flest af því sem málgagn kommúnista [hefði] skrifað að undanförnu.“6
Stuðningsmenn Washington-stjórnar voru oft og tíðum harðorðir og harðskeyttir
gagnvart þeim sem gagnrýndu framferði Bandaríkjanna í Víetnam. Gott dæmi um það
eru viðbrögðin við fyrirlestri sænsku skáldkonunnar Söru Lidman um Víetnamstríðið
en hún kom hingað til lands haustið 1966 á vegum Menningar- og friðarsamtaka ís-
lenskra kvenna. Lidman hélt blaðamannafund við sama tækifæri og fékk þá einkunn í
leiðara Morgunblaðsins að hún flytti fólki „órökstuddan og þvældan áróður.“’ Um við-
brögð íslenskra blaðamanna við komu Lidman segir Sigurður A. Magnússon í sjálfsævi-
sögu sinni:
50 SAGNIR 24 ÁRGANGUR 04 M O
G U N
B L A Ð
Ð
O G
V
E T N A M
9 6 7 - 1