Sagnir - 01.06.2004, Qupperneq 52

Sagnir - 01.06.2004, Qupperneq 52
Morgunblaðið og Víetnam 1967-1973 Undanhald SAMKVÆM dœtlun „Á kommúnistum aö takast aö leggja undir sig eitt landið enn? Svarið hlýtur að vera nei, og sem betur fer standa Bandaríkjamenn ó verði í Suður-Víetnam."1 Þetta voru niðurlagsorð forystugreinar Morgunblaðsins 15. nóvember 1964. Þá var hafin íVíetnam ein afdrifaríkasta og umtalaðasta styrjöld sem háð var á síðari hluta 20. aldar og henni lauk ekki fyrr en vorið 1975. Víetnamstríðið varð eðlilega f brennidepli átakanna milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um völd og áhrif í alþjóðastjórnmálum. SIGFÚS ÓLAFSSON Fæddur árið 1974. Hann útskrifaðist með BA próf í sagnfræði vorið 2001 og stundar nú MA nám í viöskiptafræöi. Hér verður fjallað um þær breytingar sem smám saman urðu á afstöðu Morgun- blaðsins til Víetnamstríðsins frá vordögum 1967 þar til Bandaríkin drógu sig að mestu út úr átökunum í kjölfar vopnahléssamninga við Norður-Víetnam í janúar 1973. Rakið verður hvernig Morgunblaðið fikraði sig frá skilyrðislausum stuðn- ingi við allar hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna í Víetnam, vegna þeirrar hættu sem heimsbyggðinni stafaði af útbreiðslu kommúnismans, til þess að gagnrýna ýmislegt í framferði Bandaríkjahers og hefja endurmat á stríðinu strax í ársbyrjun 1973. í svo stuttri grein er ekki annarra kosta völ en að staldra við helstu þættina í málflutningi Morgunblaðsins, sem þá var stærsta dagblað íslands og jafnframt það áhrifamesta þar sem það var opinbert málgagn Sjálfstæðisflokksins. Einnig þarf gera ráð fyrir nokkurri þekkingu lesenda á Víetnamstríðinu sjálfu. Samhengisins vegna er þó nauðsynlegt að fara nokkrum orðum um afstöðu blaðsins til átakanna í Víetnam fram á mitt ár 19673 HLUTLEYSI ER VONLAUST Allt frá vorinu 1964 byggði Morgunblaðið vörn sína fyrir íhlutun Bandaríkjanna í Ví- etnam á því að „kommúnistar“ hefðu brotið það samkomulag sem gert var í Genf árið 1954 við lok fyrra Víetnamstríðsins þar sem Frakkar urðu að láta í minni pokann fyrir heimamönnuni. Þetta var þungamiðjan í málflutningi blaðsins fyrstu árin. Gengið var út frá því að skæruliðahreyfingin Viet Minh og kommúnistastjórnirnar í Norður-Ví- etnam og Kína bæru alla ábyrgð á því að stríð braust út á nýjan leik í Víetnam og Bandaríkin hefðu verið nauðbeygð að koma Suður-Víetnam til hjálpar.’ Morgunblaðið taldi þessi sömu kommúnísku öfl hafa áframhald stríðsins á samvisk- unni þar sem þau vildu ekki semja um endalok þess og höfnuðu ítrekað friðartilboðum Bandaríkjastjórnar. Blaðið fór ekki leynt með þá skoðun sína að ef Suður-Víetnam félli í hendur kommúnista myndu sömu örlög bíða margra annarra ríkja í Suðaustur- Asíu eins og dómínó-kenningin gerði ráð fyrir. Blaðið hvatti því Bandaríkjamenn til að sýna hörku og minnti á það hvernig Jósef Stalín hefði hrifsað til sín ríki Austur-Evr- ópu. Boðorð þess framan af Víetnamstríðinu var eitt, stutt og laggott: Eigi víkja. Eins og nærri má geta lenti Morgunblaðinu og Þjóðviljanum harkalega saman vegna atburðanna í Víetnam. Ásakanir um rangfærslur, þöggun og þjónkun við erlenda póli- tíska yfirboðara gengu á víxl.4 Þegar Tíminn tók undir með Þjóðviljanum vegna þess að Morgunblaðið birti ekki sláandi fréttaskeyti Associated Press af voðaverkum Banda- ríkjahers í Víetnam' sagði Morgunblaðið þau skrif Tímans vera „kommúnískari ... en flest af því sem málgagn kommúnista [hefði] skrifað að undanförnu.“6 Stuðningsmenn Washington-stjórnar voru oft og tíðum harðorðir og harðskeyttir gagnvart þeim sem gagnrýndu framferði Bandaríkjanna í Víetnam. Gott dæmi um það eru viðbrögðin við fyrirlestri sænsku skáldkonunnar Söru Lidman um Víetnamstríðið en hún kom hingað til lands haustið 1966 á vegum Menningar- og friðarsamtaka ís- lenskra kvenna. Lidman hélt blaðamannafund við sama tækifæri og fékk þá einkunn í leiðara Morgunblaðsins að hún flytti fólki „órökstuddan og þvældan áróður.“’ Um við- brögð íslenskra blaðamanna við komu Lidman segir Sigurður A. Magnússon í sjálfsævi- sögu sinni: 50 SAGNIR 24 ÁRGANGUR 04 M O G U N B L A Ð Ð O G V E T N A M 9 6 7 - 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.