Sagnir - 01.06.2004, Síða 60

Sagnir - 01.06.2004, Síða 60
Hjónaskilnaður ó fyrri hluta 19. aldar Örlagasaga úr íslenskrí svei Á Þjóðskjalasafni íslands er að finna merkilegt skjalasafn frá danska kansellíinu, stjórnardeild Danakonungs, sem sinnti meðal annars dóms- og kirkjumálum. Þetta skjalasafn varöveitir sögu fjölda íslendinga sem leituðu á náöir konungs með erindi sín. Fyrir tilviljun rakst ég á forvitnilegt bréf í þessu safni sem skrifað var í byrjun 19. aldar. Bréfið, sem stflað er á konunginn í Danmörku, var skrifað af „einum af aumustu undirsátum hans hátignar, Jóni Eiríkssyni bónda íVestur-Skaftafellssýslu."' Með skrif- um sínum vildi hann fá náðarsamlegt leyfi konungs til að skilja við eiginkonuna svo hann gœti gengið að eiga ráðskonu sína. GUÐNÝ HALLGRÍMSDÓTTIR Fædd árið 1963. Hún útskrifaðist með BA próf í sagnfræði vorið 2001 og stundar nú MA nám í sagnfræði. Astæðurnar reifaði bóndinn stuttlega í bréfinu. Eiginkonan hafði verið staur- blind í 12 ár og því ekki getað sinnt heimilishaldi, annast börn þeirra né rækt nauðsynlegar hjúskaparskyldur við sinn ektamaka. Ráðskona bóndans hafði undanfarin ár sinnt þessum vanræktu skyldum eiginkonunnar af svo mikilli ástúð að bóndinn vildi nú festa sér hana fyrir konu með náðarsamlegu leyfi hans hátignar. Jón bóndi vildi þó gjarnan leyfa hinni blindu konu sinni að búa áfram á heimilinu og lofaði konungi að hann myndi framfæra báðar konurnar til dauðadags. Með þessu bréfi fylgdi síðan skriflegur samningur þeirra hjóna þar sem eiginkonan sagðist vera samþykk ráðahagnum: Við undirskrifuð egtahjón sem að sönnu vegna gildra orsaka. Höfum undir 25 apríl þ.a. fengið amtmannsleyfi til að skilja að borði og sæng; nú búum þó, og viljum búa í fé- lagi saman. Inngöngum hér með, hvort við annað eftirfarandi skilmála nefnilega að ég Jón Eiríksson tilskil af konu minni Arnbjörgu Þórarinsdóttur, hennar tillátsemi til að meiga sækja um giftingarleyfi með bústýru minni Guðrúnu Oddsdóttur og hið sama að fullkomna ef fæst, nú lofa nefndri konu minni sómasamlegu uppiheldi og þjónustu svo sjúkri sem heilbrigðri í mínu brauði meðan við lifum; og deyi ég á undan henni. Skal hún njóta hins sama af fjárhlut áðumefndrar Guðrúnar, innst okkar hjónabandssam- vista, þó undanskilist fjármunir þeir sem Guðrún færði inn í búið; hér á móti gef ég Arnbjörg Þórarinsdóttir, áður skrifuðum manni mínum Jóni Eiríkssyni ekki einungis mitt ljúft leyfi, heldur og legg innilega bón til, að hann, að mér lifandi vegna veikinda minna, og ómögulegheita, að fullnægja minni móðurskyldu sem beri, samt fleiri okkar kunnra orsaka, mætti fá allra náðugasta leyfi til að egta stúlkuna Guðrúnu Oddsdóttur sem hjú okkar hefur verið í 8 ár, og ekki einungis prýðilega farið með okkar börn og búsnytjar, heldur og verið eins sem góð systir móti því að nefndur minn maður haldi sínu ofan boðnu lofun, um uppheldi og aðhjúkrun við mig, og að ég þar eð veik, árlega hjá honum fái 2 spesíur einungis minni til ánægju og samt að áðurnefnd Guðrún verði eins við mig og mína og hún hefur hingað til, og lofa mín forsorgun af fjárhluta sínum, ef ég lifi lengur en Jón Undir þetta skrifuðu síðan Jón og Ambjörg en ráðskonan Guðrún skrifaði einnig undir samninginn og lofaði að standa við sinn hlut.2 Ég fékk strax mikinn áhuga á sögu þeirra Jóns og Arnbjargar og eyddi miklum tíma í að lesa í gegnum málsskjölin sem fylgdu bréfinu. Einnig reyndi ég að finna aðrar heim- ildir um hjónin sem gætu hjálpað mér að skapa sögu þeirra einhvers konar umgjörð. Heimildir eins og manntöl, prestþjónustubækur og sóknarmanntöl veita oft ótrúlega heilsteypta mynd af lífsferli einstaklinga fyrr á tímum allt frá fæðingu til dauða. En til að skilja betur lagalega hlið hjónaskilnaða á þessum tíma skoðaði ég þróun löggjafar- innar. 58 SAGNIR 24 ARGANGUR '04 A F Y R R I H L U T A 1 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.