Sagnir - 01.06.2004, Page 63
■ GUÐNÝ HALLGRÍMSDÓTTIR
hennar flutti ekki með á nýja heimilið heldur fékk hún nýja ráðs-
konu sér til aðstoðar, Guðrúnu Oddsdóttur, sem hafði alist upp í
Hörgsdal. Ný og ókunn ráðskona hefur tæplega sýnt Arnbjörgu
sama umburðarlyndi og ástúð sem systir hennar gerði. Viðskilnað-
urinn við foreldra og systkini hefur líka sett sitt mark á lífsvilja
hennar og getu til að takast á við nýtt umhverfi og nýjar venjur.
Smátt og smátt hefur Arnbjörg þó aðlagað sig aðstæðum á nýja
heimilinu, börnin vaxið úr grasi og ráðskonan gerst heimavön.
Arið 1807 hafði Arnbjörg verið algjörlega blind í átta ár. Börnin
hennar tvö voru á 10. og 11. aldursári og farin að geta annast sig að
mestu leyti sjálf. Fermingarundirbúningurinn var hafinn og í árleg-
um skýrslum sóknarprestsins sést að geta barnanna í lestri og skrift
jókst með hverju árinu. Guðrún ráðskona hefur trúlega aðstoðað
við að uppfræða börnin.14
ÁSTÆÐUR HJÓNASKILNAÐARINS
Foreldrar Arnbjargar voru orðin háöldruð og hætt búskap. Jón
sonur þeirra hafði tekið við búsforráðum á Morðtungu og hýsti nú
gömlu hjónin. Algengt var að aldraðir foreldrar önnuðust smá-
börnin á bænum sem voru of ung til að vinna en á Morðtungu voru
sex börn á aldrinum fimm til ellefu ára. f Hörgsdal nutu Jón og
Arnbjörg aftur á móti dyggrar aðstoðar ráðskonu sinnar sem hafði
verið í vist hjá þeim í nokkur ár. Guðrún annaðist líklega flestar
húsmóðurskyldur Arnbjargar á bænum og hafa þau hjón því vænt-
anlega ekki viljað missa hana burt úr vistinni.25 A þessum tíma var
nokkur vinnuafls skortur á landinu og góðar ráðskonur því eftir-
sóttar í vinnu.26
Algengt var að aldraðir foreldrar önn-
uðust smábörnin á bænum sem voru
of ung til að vinna en á Morðtungu
vom sex börn á aldrinum fimm til ell-
efu ára.
Aðstæður þeirra Jóns og Arnbjargar voru slíkar að erfitt hefði
verið fyrir heimilið að komast af án ráðskonunnar. Því var nauð-
synlegt, til að koma í veg fyrir upplausn fjölskyldunnar vegna veik-
inda Arnbjargar, að tryggja ráðskonunni lagalega framtíðarfram-
færslu. Jón bóndi ákvað því að sækja um skilnað við konu sína og
leyfi til að giftast ráðskonunni.
REYNT AÐ SÆTTA HJÓNIN
Samkvæmt tilskipun frá kansellíinu, frá því um 1800, var stiftamt-
mönnum og amtmönnum leyfilegt að gefa hjónum leyfi til skilnað-
ar að borði og sæng „naar de ei ved mægling kunne bringes til For-
lig, og at leve I Enighed með hinanden.'*27 Ákvörðun dönsku stjórn-
arinnar var þá merki um breytt viðhorf yfirvalda til hjónabandsins
þar sem fólki var í vaxandi mæli gert mögulegt að skilja án þess að
þurfa að sanna hjúskaparbrot á maka sinn.
Áður en yfirvöld gáfu hjónum leyfi til aðskilnaðar að borði og
sæng þurftu sáttatilraunir að fara fram í umsjón sóknarprests. Jón
og Arnbjörg urðu því fyrst að sækja sáttafundi hjá sóknarpresti sín-
um, Bergi Jónssyni, áður en þau gátu fengið leyfi til aðskilnaðar að
borði og sæng. Hjónin hafa þó varla haft ástæðu til að sækja slíka
fundi enda ríkti fullkomin sátt þeirra á milli um ráðahaginn en
meginástæða skilnaðarins var auðvitað að tryggja áframhaldandi
sambúð þeirra.
Sáttanefndir eða „forligelsescommisioner" voru innleiddar í Dan-
mörku með tilskipun 1795 en hér álandi25. ágúst 1798® Allur gang-
ur var á hvernig þær störfuðu um landið en árið 1806 gaf Frederik C.
Trampe stiftamtmaður út allsherjarskipulagsskrá fyrir sáttanefndir í
suðuramtinu sem skipaðar voru presti sóknarinnar ásamt hrepp-
stjóra eða öðrum tiltækum embættismönnum á staðnum.25
ÖRLAGASAGA ÚR ÍSL
Sáttanefndum bar að reyna að ná sáttum milli hjóna er óskuðu
eftir skilnaði að borði og sæng. Þær skyldu síðan árlega senda amt-
manni skriflega skýrslu um gang mála þar sem ástæður skilnaðarins
voru tíundaðar ásamt aðstæðum hjónanna og hvort sátt hefði tekist
milli þeirra eða hvort setja þyrfti málið í dóm.30 Sóknarprestur
þeirra Jóns og Arnbjargar þekkti vel erfiðar aðstæður þeirra. Jón
hafði unnið hjá Bergi áður en hann giftist Arnbjörgu en auk þess
hafði presturinn tekið hús á þeim árlega, skírt og jarðsett börn
þeirra og tekið þannig fullan þátt í sigrum þeirra og sorgum í lífinu.
Magnús Stephensen
SKÝRSLA SÓKNARPRESTS
Árið 1807 var Trampe greifi starfandi stiftamtmaður á íslandi og
til hans sendi sóknarpresturinn skýrslu um misheppnaðar sáttatil-
raunir milli þeirra hjóna. f bréfinu ræddi hann óskir þeirra og sótti
um leyfi til skilnaðar. Presturinn gerði heldur meira úr erfiðleikum
fjölskyldunnar en efni stóðu til. í meðaumkun sinni með hjónunum
hefur hann viljað hjálpa þeim við að hliðra til sannleikanum á sem
heppilegastan máta fyrir umsóknina.
í bréfinu segir presturinn hjónin hafa mætt fyrir sáttanefndina þar
sem þau hafi sagst ekki treysta sér lengur til að búa saman í hjóna-
bandi vegna fötlunar Arnbjargar. Hún hafi verið staurblind síðast-
liðin átta ár og því ekki getað sinnt börnum þeirra þremur „hvoraf
det ældste ednu ikke kan ernære sig selv.“ Staðreyndin var þó sú að
að börnin voru aðeins tvö og það eldra var orðið tíu ára. í bréfinu
sagði presturinn að búi þeirra yrði ekki lengur viðhaldið nema þau
réðu til sín dugmikla og trygga ráðskonu sem væri ekki til neinnar
staðfestu nema Jón Eiríksson myndi giftast henni.
Presturinn gerði heldur meira úr erfið-
leikum fjölskyldunnar en efni stóðu til.
I meðaumkun sinni með hjónunum
hefur hann viljað hjálpa þeim við að
hliðra til sannleikanum á sem heppi-
legastan máta fyrir umsóknina.
Bæði Arnbjörg og faðir hennar samþykktu ráðahaginn enda var
Arnbjörg algerlega háð aðstoð annarra vegna fötlunar sinnar. Und-
ir skýrsluna skrifuðu Jón, Arnbjörg, Þórarinn og tveir vottar þ.á m.
Bergur sóknarprestur. Undir nöfnum Arnbjargar og Þórarins
stendur í sviga að hendi þeirra sé stýrt. Ellihrumleika Þórarins og
blindu Arnbjargar var að sjálfsögðu þar um að kenna.”
S V E I T SAGNIR 24 ARGANGUR 04 61