Sagnir - 01.06.2004, Side 78

Sagnir - 01.06.2004, Side 78
„GÓÐKVENDI I I GÖFUGTVAR... hefði dugað, og kannski það dygði enn, ef ég hefði það lengi, en ég ætla að láta sona vera, og þreyja af með þögn með þolinmæði, þar til guði þóknast að bæta öll mín mein.40 Þegar þetta bréf var skrifað var Guðrún aðeins 49 ára og ólíklegt að hún væri farin að missa minnið. Miðað við efni þeirra bréfa hennar sem á eftir komu þá virðist það heldur ekki vera. Seinna fékk Guðrún einnig lyf frá Magnúsi Stephensen etasráði: „Sjúk- dómur minn hefur verið margslags vesæld, svo þegar ein hefur lin- ast, af medicamentum sem etasráðið hefur gefið mér, þá hefur komið önnur.“41 Þegar þetta bréf var skrifað þann 27. ágúst 1814 var Guðrún orðin 74 ára þannig að ellin var farin að segja til sín og margskonar krankleikar hrjáðu hana. PENSION í bréfi frá Skúla dagsettu 23. júní 1783 segir varðandi eftirlaun Guðrúnar: Það sem mér hefur orðið ágengt fyrir þig, að pension fengir, sér þú af innlögðu meðfylgjandi, hvar með óska þér til lukku að vel og lengi njóta megir! Þú getur nú þá 20 Rd. árlega tekið í reikning okkar af jörðunum...42 Þetta var á þeim tíma sem Guðrún var að flytjast suður til föður síns í Viðey og þótti Skúla þessi eftirlaun greinilega vera mjög góð fyrir hana. Hún hélt þeim þó ekki óskertum því samkvæmt heim- ildum fékk hún einungis 16 ríkisdali í eftirlaun árið 1809.43 Miðað við það þá lækkuðu eftirlaun Guðrúnar úr 20 ríkisdölum árið 1783 í 16 ríkisdali árið 1809 og það þrátt fyrir að dýrtíðin í landinu hafi aukist mjög mikið á þessum tíma. f bréfi frá Magnúsi Stephensen etasráði til Ragnheiðar Þórarins- dóttur, mágkonu Guðrúnar, sem dagsett er 24. september 1812 kemur eftirfarandi fram: býð ég Mad. Guðrúnu Skúladóttur vist og veru og alla forsorgun hjá mér um hennar lífstíð einsamalli, alla þjónustu og aðhjúkrun án alls reiknings eða borgunar, og skal hún sjálf mega vinna sér og hafa sína Pension óskerta.44 Samkvæmt þessu fékk Guðrún frítt húsnæði og lyfjakostnað, greitt úr vasa Magnúsar etasráðs, og því ekki skrýtið að hún dá- samaði hann eins mikið og hún gerði í bréfurn sínum þar sem hann tryggði henni áhyggjulaust ævikvöld. MARGT VAR SKRIFAÐ í bréfum Guðrúnar er að finna margs konar fróðleik varðandi ástandið í landinu á þessum tíma, dýrtíðina hjá kaupmönnunum, siglingar til landsins, veðurfar og margt fleira. Lýsingar hennar á jarðskjálftunum árið 1789 sýna þá fram á hvað bréf hafa fram yfir annálaritun en lýsingar Guðrúnar er miklu fyllri en lýsing Espólíns í árbókum hans. Af efni bréfanna má greinilega sjá að hún hefur haft áhuga á mörgu. Bréf Guðrúnar eru sum hver í nokkurs konar dagbókarformi þar sem hún lýsir atburðum sem gerst hafa síðan viðtakanda var skrif- að síðast. Hún byijar þá oft á því að segja hvaða fyrirfólk er lifandi Þegar þetta bréf var skrifað var Guðrún aðeins 49 ára og ólíklegt að hún væri farin að missa minnið. Miðað við efni þeirra bréfa hennar sem á eftir komu þá virðist það heldm' ekki vera. 76 SAGNIR 24 ÁRGANGIJR '04 5ENDI8RÉF GU og hverjir hafa látist: Allir nafnkenndir lifa, það ég veit, nema sýslum[aður] Lýður, prófastur séra Jón á Holti, undir Eyjafjöllum, séra Benedikt Pálss[on] á Stað á Reykjanesi og Helga Lýðsd[óttir] á Húsafelli, hafa burtkallast, á þessu ári. Ekki sakar smá slúður um hvað er að gerast í hjúskaparmálum fólksins í sveitinni og eins og sést á eftirfarandi þá er ýmsu velt upp: Sýslumaður Pétur Oddsson, er farinn að búa á Síðumúla, er hans bústýra, hans er Gróa Lýðsdóttir. Farið er að rómast, að hann muni giftast Sigríði litlu Stefánsd[óttur] en nær það skal ske, veit ég ekki. Hún er nú orðin stór og væn. Undirbúning til annars eins, halda menn, að Ólafur litli B[jörnsson] S[tephensen] sé að koma í verk, við jómfrfú] Þórunni Oddsd[óttur] og verði það snarlega, verður hann ei annað en bóndi...45 Stundum hljóma bréf hennar eins og innkaupalisti þar sem vinur- inn erlendis er beðinn um að útvega þetta eða hitt, eins og sjá má í bréfi frá 24. ágúst 1790: Gjörið svo vel fyrir mig ef getið með hægum móti, og útvegið handa mér nokkuð af nýtanl[egum] silkipjötlum, ég þigg þær hvort sem eru gamlar eða nýjar, og hvernig sem litar eru, séu þær fallegar er gott, séu þær litljótar lita ég þær sjálf upp aftur. Smá pjötlur af flaueli, eru líka góðar. 1 & 2 pör útslitnar silkiströmpur, get ég líka þegið, þó skuluð þér láta þetta ekki vera meira, en fyrir 1 rd. eða hæðst til 9 marka.46 Ekki get ég ímyndað mér hvað Guðrún hefur ætlað að gera með útslitna silkisokka en finnst ágiskun Elsu E. Guðjónsson í Konur og kristsmenn koma vel til greina. Elsa telur að Guðrún hafi ef til vill ætlað að rekja sokkana upp og nota þá til útsaums eftir að búið var að lita garnið.47 HEIMSMÁLIN RÆDD Sýslumannsekkjan og landfógetadóttirin Guðrún hafði áhuga á margvíslegum málum öðrum en hannyrðunum sínum og voru heimsmálin ekki undanskilin. Segir hún varðandi stríðið í Evrópu í bréfi dagsettu 8. ágúst 1810: „Mér var einu sinni sagt, í draumi, að ekki yrði friður saminn, í Evrópu, fyrr en Georg 3 væri dauður (mig minnir hann sem nú er, sé heldur, 3, en 4 í tölunni) en hans eftirkomari, vildi hafa frið, við alla menn."48 Þetta er rétt hjá Guð- rúnu að konungur Bretlands á þessum tíma var Georg III. en hann var konungur þar frá 1760 til dauðadags 1820.49 Þá tók sonur hans, sem einnig hét Georg, við konungstign og varð Georg IV. Hann hafði að vísu haldið um stjórnartaumana allt frá 181150 og var það tilkomið út af því að faðir hans var veikur af sjúkdómi sem kallast porphyria.51 Þá segir hún í bréfi dagsettu 27. ágúst 1814: Heyrst hefur, að prins Christian, sé krýndur til kóngs, yfir Norv[egi]. Ég óttast, að hann geti ei landinu haldið, því svo margir eru, á móti honum. Island hefur líka illt af því. því ekkert kemur timbrið, fyrr en þar er kominn fullkominn friður, en það er ómissandi lífs meðal. Mikil svívirðing er það, ef lífið hefur verið svikið, af Napóleon. Það var hugprýði hans, að halda vitinu, í sodd- an hraparlegri umbreyting. Ef þú skrifar mér til hér eftir, þá segðu frá hvort hann lifir, og hvað um hann líður, og hvernig Lúðvík 18, er þokkaður í Frakklandi, líka svo, hvernig norskum gengur, að verja sig.52 Napóleon var sendur í útlegð til Elbu á fyrri hluta árs 1814.53 Guðrún virðist hafa heyrt af einhverju varðandi hann og vildi ræða þessi mál við vin sinn Grím sem staddur var nærri atburðunum, bú- settur í Danmörku, og gat sagt henni meira tU. Grímur hefur e.t.v. svarað henni í bréfi sem nú er glatað. A þessu sést að Guðrún vildi frá fréttir utan úr heimi og fá að vita hvernig stríðið gekk því hún hafði mikinn áhuga á heimsmálum ÐRÚNAR SKÚLADÓTTUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.