Sagnir - 01.06.2004, Page 90
,JEG ER FÆDD
í CANADA OG ÞVi CANADtSK AÐ ÆIT...
og hvort þau hafi gifst, hversu mörg börn þau hafi eignast og þess
háttar. Soffía var greinilega mjög viljug til að segja þeim allt sem
hún vissi um fólkið sem þau báðu um fréttir af. Ættfræðin vafðist
ekki fyrir Soffíu eða systrunum fremur en mörgum íslendingnum á
þessum tíma.
Á íslandi var það náttúran sem þær þráðu að upplifa en þær hafa
fengið í vöggugjöf einhverja virðingu fyrir íslenskri náttúru sem
þær gátu engan veginn gert sér raunverulega grein fyrir hvernig
var. Sömuleiðis fengu þær í vöggugjöf þessa þrá til að vita allt um
skyldfólk sitt og þær vildu kynnast ættmennum sínum á Islandi og
ég tel það vera forsenduna fyrir því að þær hófu að skrifa Soff-
íu[asdf8]. Þær sáu ísland sem töfraland í rómantískum ljóma og
„Jeg er fædd í Canada og því Canadísk
að ætt en þegar útlent fólk sper mig
kvaða þjóðar jeg er þá seigi jeg ætíð ís-
lensk og er montin af því...“47
þær sögðu það nú oft beint út:
við skulum altaf skrifast á góða mín ég hef svo mikið gaman af
því. ísland er eins og einhvað töfra land fyrir mig, og þú eins og ein-
hver töfra mær sem situr þar, þú getur ekki ímindað þér hvað ég
hefði gaman að geta komið heim til Islands og skoða landið, og
sjeð miðnætur sólina það hlítur þó að vera dírðleg sjón að sjá sól á
nóttinni...43
Þær freistuðu þess að sjá Island fyrir sér í huganum og ímynduðu
sér landið útfrá því sem þær þekktu: „Jeg er opt að reina að sjá Is-
land í huga mínum sjóin og Hólar og hæðar, sjórin er græn á lit er
ekki svo. Vatnið okkar er víst ekki mikið við að sjá sjó með hvít
fyssandi bárum...“44 Stefanía óskaði þess stundum að bréfin gætu
talað svo þau gætu sagt henni það sem fyrir augu hafi borið á leið-
inni frá íslandi.45
Það er greinilegt að íslandi var haldið lifandi fyrir afkomendum
Vesturfaranna á margan hátt. Hér ætla ég að kynna til sögunnar
hugtak sem hefur mikið verið í umræðunni í innflytjendarannsókn-
um undanfarið[asdf9]. Það er „transnational" hugtakið.
Þessu hugtaki er ætlað að lýsa tengslunum milli gamla landsins og
hins nýja.
Transnational-hugtakið gerir ráð fyrir að sterk tengsl haldist milli
gamla og nýja landsins. Innflytjendur taka reynslu sína og vanda-
mál með til hins nýja lands og þar bíða gömul vandamál nýrra úr-
lausna.46 Þessar hugmyndir gera ráð fyrir að innflytjandinn sé
alltaf með annan fótinn í gamla landinu. Reynsla hans og sjálfs-
mynd getur ekki útilokað upprunann. Þetta má segja um systurnar
Ragnheiði og Stefaníu. Þær fá á æskuárum reynslu foreldra sinna
frá gamla landinu. Foreldrar þeirra koma frá íslandi, eru þar fædd
og uppalin og það er of stór hluti af þeirra sjálfsmynd til að það geti
einfaldlega hætt að vera til. Þessa sjálfsmynd þeirra gefa þau svo af
sér til barna sinna. Börnin komast ekki hjá því að fá einhvern hluta
af sjálfsmynd foreldra sinna í arf. Ekki er hægt að útiloka þá
reynslu sem við verðum fyrir í æsku sem hluta af sjálfsmyndinni.
Það sést berlega á bréfum stúlknanna að hið íslenska þjóðerni
þeirra er lifandi. Jafn lifandi og hið kanadíska. Þær geta hvorugt
útilokað. Þær eru bæði íslendingar og Kanadabúar. Eða með orð-
um Ragnheiðar:
„Jeg er fædd í Canada og því Canadísk að ætt en þegar útlent fólk
sper mig kvaða þjóðar jeg er þá seigi jeg ætíð íslensk og er montin
af því...“47
LOKAORÐ
Samband þeirra Soffíu og Stefaníu varð mjög náið þrátt fyrir fjar-
lægðina á milli þeirra og það að þær hittust aldrei. Með þeim tókst
sterk vinátta sem ég tel að hafi haldist allt til dauðadags.
Það er augljóst að systurnar höfðu mjög sterk tengsl og sterkar til-
finningar til íslands. Þær voru báðar fæddar í Kanada og aldrei litið
ísland augum en þær ólust upp við sögur af íslandi. Þessar sögur
innihéldu reynsluheim foreldra þeirra og annarra íslenskra skyld-
menna. Þær lýstu því hvernig börnin röðuðu sér öll í kringum
ömmu sína og grátbáðu hana um að segja sér fleiri sögur af íslandi.
Stúlkurnar höfðu greinilega frá barnæsku hlustað á stórbrotnar lýs-
ingar á náttúru og landslagi íslands vegna þess að þær voru sífellt
að tala um hversu mikið þær langaði til að sjá fjöllin og sjóinn. Þær
sáu ísland sveipað ævintýraljóma og reyndu að skapa sér mynd af
því í huganum en þær gátu í rauninni ekki fullkomnað þá mynd
vegna þess að þær höfðu aldrei upplifað hið raunverulega ísland.
Ég held því fram að stúlkurnar hafi frekar talið sig vera kanadísk-
ar en íslenskar. Þær upplifðu ísland í gegnum sögur og ímyndaðar
myndir en Kanada var raunverulegt fyrir þeim. Þær unnu
kanadískri náttúru eins og foreldrar þeirra unnu íslenskri náttúru.
Ragnheiður sagðist meira að segja aldrei geta ímyndað sér að yfir-
gefa heimahagana fyrir fullt og allt. Þrátt fyrir að þær töluðu báðar
íslensku þá var ísland ekki raunverulegt fyrir þeim. Ef þjóðerni
mótast af sameiginlegum sögulegum minningum þá tel ég að auð-
veldlega megi halda því fram að sögulegar minningar Stefaníu og
Ragnheiðar tengist meira Kanada heldur en Islandi. Foreldrar
þeirra voru landnemar sem komu frá Islandi en landnemarnir
sköpuðu sína eigin sögu í nýju landi og þeirri sögu er mikið flaggað
enn í dag. Landnemunum er hampað og haldið er uppá afmæli
landnámsins. Landnemar hefðu þó aldrei orðið landnemar nema
vegna þess að þeir komu frá öðru landi og numu land á nýjum stað.
Börn þeirra ólust upp í hinu nýja landi og hlutu þau að skapa sína
eigin reynslu þar sem þau þekktu ekki af eigin raun reynslu foreldr-
anna.
Systurnar Ragnheiður og Stefanía voru „transnational". Foreldr-
ar þeirra voru íslendingar af lífi og sál og þau lærðu t.d. aldrei
ensku. Sjálfar voru systurnar fæddar og aldar upp í Kanada en á ís-
lensku heimili. Þeirra sjálfsmynd og þeirra þjóðerni mótast því
bæði af íslenskum þáttum og kanadískum. Þær héldu tengslunum
við Island í gegnum bréfin og slepptu aldrei takinu af íslandi og
þeim íslenska arfi sem þær fengu frá foreldrum sínum þrátt fyrir að
þær byggju alltaf í Kanada og kæmu aldrei til íslands. Lokaorðin
hér hljóta því að vera þau að systurnar Ragnheiður og Stefanía
Þórðardætur voru hvorki íslenskar né kanadískar. Þær hljóta að
hafa verið bæði[asdflO]. Það má eiginlega segja það sama urn þær
og fólk sem á foreldra af sitthvorum upprunanum. Það er aldrei
hægt að sleppa uppruna annars foreldrisins. Börnin fá alltaf hvort
tveggja í arf þó svo að annað þjóðernið verði eflaust oft ríkj-
andi[asdfll]. Þá verða bæði þjóðernin hluti af sjálfsmynd barnsins.
Tiivísanír
1 Kristinn Kristmundsson og Þórleifur Bjarnason,
Sléttuhreppur. Fyrrum Aðalvíkursveit. Byggð og
búendur. Átthagafélag Sléttuhrepps, 1971, bls. 9 í
formála.
2 Sigurður G. Magnússon, Menntun, ást og sorg.
Einsögurannsókn á íslensku sveitasamfélagi 19. og
20. aldar. Reykjavík, 1997, bls. 19.
3 Sigurður G. Magnússon, „Einvœðing sögunnar",
Molar og mygla. Um einsögu og glataðan tíma, rit-
stj. Ólafur Rastrick og Valdimar Tr. Hafstein,
Reykjavík, 2000, bls. 54.
4 Sama heimild, bls. 55.
5 Sama heimild, bls. 52.
6 Kristinn Kristmundsson og Þórleifur Bjarnason,
Sléttuhreppur, bls. 168. Einnig kemur það oft fram
88 SAGNIR 24 ÁRGANGUR 04 EINSÖGURANNSÓKN Á
TVEGGJA VESTUR
SLENSKRA