Sagnir - 01.06.2004, Page 93

Sagnir - 01.06.2004, Page 93
Markmiðið með þessum skrifum er að reyna að varpa nokkru ljósi á lífshlaup almúgamanns. Hér verður einblínt á verk hans og störf en einnig á persónuleika og áhrif hans á sína nánustu og um- hverfi sitt. Einnig verður gerð tilraun til að blanda saman ólíkum heimildum til að ná fram mismunandi sjónarhornum. Vonast ég til að með þessari aðferð fái lesendur nánari tilfinningu fyrir persónu viðfangsefnisins og umhverfi. HVER ER MAÐURINN? Þorlákur Björnsson var fæddur á Varmá í Mosfellssveit á Þorláks- messu þann 23. desember 1899 og dó á Selfossi árið 1987. Lífshlaup Þorláks hefur mörgum þótt athyglisvert enda var hann einn af kunnustu hestamönnum landsins hér áður fyrr og hafa ýmsar heim- ildir um Þorlák varðveist. Umræddar heimildir eru aðallega viðtöl og greinar sem hafa birst víða, t.d. í bókum, tímaritum og sjón- varpi. Þar sagði Þorlákur frá lífshlaupi sínu og rifjaði upp gamlar sögur, aðallega um fólk og hesta. Þorlákur var alþýðumaður en það sem skildi hann helst frá öðrum meðaljónum síns tíma var hversu víðförull og þekktur hann var á meðal manna á hans sviði. Það er óhætt að segja að Þorlákur hafi verið litrík persóna með áhuga- verða sögu að baki. Rökstuðningur þess eru persónuleg kynni mín af afa og samtöl mín í gegnum árin við fólk sem þekkti hann vel og er á sama máli. ÆSKULJÓMINN, HESTARNIR OG VINNAN Fyrsta æviminning Þorláks var frá því þegar hann var þriggja ára. Faðir hans reiddi hann á gráum hesti sem hét Hrafn og hafði fagur- blátt fax en þessi hestur fæddist svartur. Þorlákur kvaðst hafa mun- að eftir hnakkalokkunum sem hann fiktaði í á klárnum en þeir voru alveg við nefið á honum.4 Þessi atburður átti sér stað undir Eyjafjöllum en þangað flutti Þorlákur fjögurra ára gamall eftir að faðir hans dó, ásamt móður sinni, Önnu Jónsdóttur, og tveimur bræðrum. Björn Þorláksson faðir þeirra stofnaði ullarverksmiðjuna Álafoss og rak hana þar til hann andaðist 27. febrúar 1904.5 Anna, Þorlákur og Stefán, bróðir Þorláks, fluttust að Drangshlíð undir Eyjafjöllum en þriðji og yngsti bróðirinn, Jón, fór til frændfólks þeirra að Eystri-Sólheimum. Þorlákur var aldamótabarn og ólst upp á rótgrónu menningar- heimili hjá hjónunum Þorsteini Jónssyni og Guðrúnu Jónsdóttur, sem var móðursystir hans. Það var reglusemi og myndarskapur á öllum heimilisbrag í Drangshlíð og söngur oft á tíðum iðkaður þar. Þorlákur vandist söng ungur að aldri en sjálfur hafði hann mikla og sterka söngrödd og lét oft að sér kveða á mannamótum seinna meir.6 Á veturna voru haldnar kvöldvökur upp á gamlan máta en þá las einhver upphátt sögur eða kvað rímur fyrir heimilisfólkið sem sat í kring og vann lítilsháttar innistörf. Það var talsverð samkeppni á milli bræðranna hvor fengi að lesa en þeir vildu miklu frekar lesa sögur heldur en að tæja hrosshár, þæfa sokka eða eitthvað annað.7 Á þessum kvöldvökum urðu fyrstu kynni Þorláks af íslendingasög- unum en þær voru í miklu uppáhaldi hjá honum allar götur síðan.8 Líkt og önnur íslensk börn sem ólust upp í sveit á þessum tíma þurfti Þorlákur að vinna sem og aðrir á bænum þegar hann hafði aldur til. Það voru ýmis bústörf sem voru í verkahring þeirra bræðra. Þeir þurftu að gæta lambfjár á vorin, sitja yfir kvíaám, sinna heyskap, taka þátt í smalamennsku auk ýmiskonar snúninga og annars sem til féll.9 HAFIÐ OG HEIMURINN Sveitabæirnir undir Eyjafjöllum nutu góðs af annarri lífsafkomu en hefðbundnum landbúnaði. Það er stutt vegalengd að sjónum og aldagömul hefð var fyrir því að bændur undir Eyjafjöllum stund- uðu saman litla útgerð á árabátum til þess að færa meiri björg í bú. Þorlákur hafði sín fyrstu kynni af sjómennsku af róðrunum frá sandinum undir Eyjafjöllum. Hann byrjaði sem hálfdrættingur og var nýfermdur þegar hann fékk að fara í túr með Sigfúsi Ólafssyni, formanni frá Eystri-Skógum. Oftast var róið út frá Jökulsá á Sól- heimasandi þar sem heitir Máríuhlið. Þessi staður var talin hentug- Þ A Ð BÆTIR HVERN BRAGNA A O j ur fyrir smáútgerð því þarna úti fyrir eru grynningar og hraun- drangar sem mynda eins konar sund eða hlið fyrir bátana við útfall ; Jökulsár á milli þessara skerja og eyrarinnar við árósinn.10 Að sögn Þorláks varð hann talsvert sjóveikur í sínum fyrsta róðri en dró þó nokkra fiska. Það þótti sjálfsagt að færa einhverjum sem talinn var þurfandi fyrsta dregna fiskinn en sá fiskur nefnist Maríu- i fiskur. Maríufisk sinn gaf Þorlákur tveimur konum í sveitinni sem [ hann vissi að voru fátækar. Áður en róið var út frá Jökulsárlóni [asdf2]þurfti talsverðan undirbúning þannig að allt gengi vel. Huga þurfti að byrðarólum en það voru ólar með hvalanálum sem fisk- í arnir voru kræktir á og síðan festar á hestana sem báru björgina | heim. Sömuleiðis þurfti að gæta þess að önglar, færi og sökklar I væru í lagi áður en haldið var út. I landi urðu að vera vaktmenn | sem sáu um hestana á meðan. Þeirra verk var m.a. að sjá til þess að hafa hauspoka í lagi fyrir hestana svo þeir gætu étið hey úr þeim. Hauspokarnir voru sérsaumaðir með hornsylgjum í opi og band í til að festa upp um haus á hestinum. Ásamt því að gefa þeim hey 1 var farið með þá a.m.k. einu sinni að Jökulsá til þess að gefa þeim | að drekka. Ef gott var í veðri voru unglingar látnir sjá um að vakta en fullorðnir ef sjór var varasamur til þess að veifa til bátanna. | Landmaður þótti vera í betri aðstöðu til þess að meta aðstæður heldur en bátsmenn og því hlýddu bátsmenn alltaf ef þeir voru veifaðir að landi. Veiðarnar gengu misjafnlega og stundum fengu I þeir vænan hlut þótt stutt væri róið. Þorlákur náði þremur vertíð- j um sem strákur á Sólheimasandi. Stuttu eftir að hann hóf búskap að Eyjarhólum reri hann aftur nokkra túra frá Máríuhliði. Fyrst j með Ásgeiri í Framnesi á bátnum Lukkusæl og síðan hjá Sigurði í Sólheimakoti á Voninni." Þorlákur á leið á hestamannamót á Hellu í júlí 1975 g £ j 7 a ÞEIM HESTI sagnir 24 árgangur 04 91
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.