Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Qupperneq 43

Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Qupperneq 43
HVAÐ ER FRAMUNDAN? 187 undanfarin ár hefur eðlileg fólksfjölgun hér á landi verið meiri en í nokkru öðru landi heims með sambærileg lífskjör. Með vax- andi mannfjölda léttist sá mikli kostnaður, sem því fylgir fyrir fámenna þjóð að halda uppi sjálfstæðu ríki í víðáttumiklu landi. Allt bendir þetta til sæmilegrar framtíðar, ef ekki kemur annað til. Hér hefur þó einu verið sleppt, sem miklu máli skiptir, ekki sízt fyrir smáþjóð sem Islendinga: áhrifun- um af samskiptum okkar við aðrar þjóðir. Aldrei hefur það verið Ijósara en á þessu ári, að það er þarna, sem skórinn kreppir. Við höfum enn ekki lært sem skyldi að leysa úr þeim vandamálum, sem þátttaka okkar sem fullvalda þjóðar í samfélagi heimsins hefur lagt okkur á herðar. Við höfum hvorki gert okkur ljósar þær skyldur, sem við verðum að takast á hendur gagn- vart öðrum, né skilið þær kröfur, sem við verðum að gera til sjálfra okkar til að geta haldið virðingu okkar og sjálfstæði. Ég mun aðeins gera eina hlið þessara mála að umræðuefni, en það er mikilvægi efnahagslegs heilbrigðis fyrir stöðu Islend- inga í heiminum. III. Islendingar eru ein smæsta þjóð veraldar og búa í landi, sem hefur fremur fábreytta landskosti. Þeir eiga því hagsæld sína og velmegun að miklu leyti undir hagkvæmum viðskiptum við aðrar þjóðir. Án þeirra væru þeir ekki langt komnir úr þeim sporum, sem þeir voru í á átjándu öld. Engu að síður virðist mikill hluti þjóðarinnar hafa einsett sér að loka augunum fyrir þessari stað- reynd og að haga stjóm efnahagsmálanna án tillits til þess, að við eigum afkomu okk- ar undir útflutningsverzliminni. Hvað eftir annað hefur framleiðslan fyrir erlendan markað strandað vegna þess, að á hana var lagður meiri framleiðslukostnaður hér innan lands en hún fékk undir risið. Útflutn- ingsstyrkir hafa aldrei ráðið fullkomlega bót á þessum vanda, en jafnframt hefur orðið að draga úr innflutningi með þungum álögum og innflutningshöftum. Með slíkum aðgerð- um hefur allt verðmyndunarkerfið verið fært úr skorðum, en hversu dýrkeypt það hefur orðið þjóðinni í óhagkvæmari framleiðslu og minni raunverulegum þjóðartekjum verð- ur því miður aldrei hægt að reikna til fjár. Til málsbóta má færa það, að undanfamir tveir áratugir hafa verið tímabil umróts í heiminum, sem valdið hafa gífurlegum sveifl- um í gjaldeyristekjum þjóðarinnar, og hefur fleiri þjóðum orðið fótaskortur á því svelli. Atburðarásin getur oft orðið mönnum óvið- ráðanleg, og svo hlaut að fara á stríðsár- unum. Hitl er verra, að við skulum ekki enn hafa hrist af okkur fjötra þeirra tíma til fulls. Reynslan ætti að hafa fært okkur heim sanninn um, að lítið þjóðfélag getur ekki byggt um sig múr, sem að haldi komi gegn utanaðkomandi efnahagsáhrifum, nema að kosta miklu til í velmegun og frjálsræði. Slíkt getur því aðeins komið til greina, að einhver óvenjuleg tímabundin öfl séu að verki, og á það varla við um atburði síð- astliðinna tíu ára. Sannleikurinn er sá, að þjóð, sem á jafn- mikið undir utanríkisviðskiptum og íslend- ingar, verður að gera sér grein fyrir því, að þeim mun alltaf fylgja áhætta. Mismunandi aflabrögð og verðsveiflur á erlendum mörk- uðum eru staðreyndir, sem menn verða að sætta sig við og læra að taka afleiðingunum af. Breytist hlutfallið á milli verðlags út- flutnings og innflutnings Islendingum í óhag, þýðir það í rauninni lægri þjóðartekjur, t. d. getur hækkun olíufarmgjalda einna vegna Súez-deilurmar lækkað þjóðartekjur okkar um 2—3%. Margoft á liðnum árum hafa orðið geysilegar breytingai' á viðskiptakjör- um þjóðarinnar út á við, sem haft hafa djúp- tæk áhrif á afkomu þjóðarbúsins og getu þess til að fullnægja kröfum manna um lífs- kjör og framkvæmdir. Það er frumskilyrði heilbrigðrar stefnu í þessum efnum, að al- menningur geti gert sér grein fyrir samhengi þessara hluta, svo að tekið verði tillit til utan- ríkisviðskiptanna við ákvörðun kaupgjalds og verðlagningar landbúnaðarafurða. Ef við
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.