Félagsbréf - 01.01.1957, Page 52

Félagsbréf - 01.01.1957, Page 52
iA UKABÓK Almenna bókafélagsins að þessu sinni er eftir einn kunnasta og að margra hyggju einn gáfaðasta af nútíma rithöf- undum Breta, Graham Greene. Hann er fæddur árið 1904 og lærð- ur í Oxford. Hann hefur löngum fengizt við blaðamennsku jafnliliða ritstörfum og starfað m. a. við Times í Lundúnum og Spectator. Fyrsta skáldsaga hans, The Man Witliin, kom út árið 1929, og síð- an má segja, að hver bókin hafi rekið aðra, skáldsögur, smásögur, bamasögur, ferðasögur og skemmtisögur. Beztu bækur lians eru tald- ar The Power and the Glory (1940), The Heart of the Matter (1948) og The Quiet American (1955), en það er sú saga, sem nú birtist á íslenzku. Eru þær allar taldar í flokki beztu skáldsagna í bókmennt- um síðari ára. Graham Greene ritar einhvers staðar, að með dauða Henry J ames hafi enska skáldsagan misst trúarkennd sína, og með trúarkenndinni hafi glatazt tilfinningin fyrir mikilvægi mannlegrar breytni. Og í grein um franska höfundinn Fran^ois Mauriac telur hann honum meðal margs annars mjög til gildis fyrir enska lesendur, að persónur lians séu gæddar festu og mikilvægi fólks, sem hefur sál til að bjarga eða

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.