Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Page 11

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Page 11
DANÍEL GUÐMUNDSSON, oddviti Hrunamannahrepps: STARFSEMI FÉLAGSHEIMILISINS AÐ FLÚÐUM £g liefi að beiðni Unnars Stefánssonar tekið sarnan yfirlit um þá starfsemi, sem frarn fer í Félagsheimilinu að Flúðurn í Hrunamanna- hreppi. Fara hér á eftir nokkrar tölur yfir rekst- ur þess þau sextán ár, sem það hefur starfað. Byrja ég á þeirn hluta, sem verður að teljast til menningarstarfsemi. Tónleikar og leiksýningar á sl. 16 árum voru 157, eða tæplega 10 sinnum á ári til jafnaðar, tafl og spil 251 sinni eða 16 á ári til jafnaðar, fundir 571 sinni, eða 36 á ári, ýmsar samkomur 301 sinni eða 19 á ári; sam- tals eru þessar samkomur 1280, eða til jafnaðar 80 samkomur á ári. Kvikmyndasýningar eru einu sinni í viku að auki. Bókasafn er í félagsheimil- inu, og rekur það útibú í barna- og unglinga- skólanum með myndarbrag. Þá vil ég minnast á það samkomuhald, sem oft liefur verið deilt á félagsheimilin fyrir. En það eru hinir auglýstu dansleikir. Þeir hafa á þessu tímabili verið um 200 eða um 13.5% af öllum samkomum. Þótt ýmislegt rnegi út á þá setja, þá held ég, að þeir séu ómissandi þáttur í starfsem- inni. Það er krafa unga fólksins, fram hjá því verður ekki gengið. í þessari upptalningu eru ótaldar söng- og leikæfingar. 'Þá fer fram í fé- lagsheimilinu öll íjjróttakennsla í sambandi við Flúðaskóla, en þar eru við nám 160—170 nemend- ur á aldrinum 7—16 ára. Á þessari upptalningu vona ég, að þið sjáið, að félagsheimilin liafa mik- ilvægu lilutverki að gegna í menningarlífi dreif- býlisins. Nú spyrjið j^ið eflaust: „Eru þetta allt menn- ingarsamkomur hjá ykkur Hrunamönnum?" Vil ég því skýra þetta nánar. Leiksýningar og tón- leikar eru ýmist frá heimamönnum eða leikflokk- ar og tónlistarfólk heimsækir okkur. Ég vil skjóta því inn í, að við þyldum, að Þjóðleikhúsið léti menningarvita sína leiftra meira yfir landsbyggð- inni en það gerir. Þá væri einnig athugandi með ýmsar listsýningar, en þær virðast miða ferðalög sín við markaðsmöguleika. ' Þá tek ég fundina. Þar eru rædd ýmis mál, sem leiða af sér aukna menningarneyzlu, svo sem kall- að er. Þá vil ég ræða nánar um þann lið, sem ég nefni ýnisar samkomur, þær spanna yfir margs konar efni. Má þar nefna keppni milli félaga, svo sem í körfubolta, skák og bridge og frjálsar íþróttir innan húss. Þá eru það heimboð milli félaga, þar sem haldnar eru kvöldvökur með heimatil- búnu efni. Árlega er haldin hjónaskemmtun með miklu fjöri og þjóðhátíðarsamkoma 17. júní, ýmis námskeið, t. d. félagsmálanámskeið, dans- kennsla o. fl. Þá hafði Tónlistarskóli Árnessýslu SVEITAR STJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.