Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Síða 23

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Síða 23
JÓNÍNA KRISTJÁNSDÓTTIR, formaður Bandalags íslenzkra leikfélaga: ÁHUGALEIKFÉLÖGIN OG STARFSEMI ÞEIRRA Ég vil byrja þetta erindi á að þakka fundar- boðendum fyrir að hafa gefið mér tækifæri til að kynna starfsemi áhugaleikfélaga í landinu. Félög, sem hafa leiklist á starfsskrá sinni, eru yfir 60 í landinu. Leikstarfsemi er með mesta móti í ár. Sett hafa verið á svið 18 íslenzk og 27 erlend leikrit, þar af eru 10 „farsar". Auk þess eru 8 leikrit í æfingu. Efnisval leikfélaganna bendir til, að liaft hafi verið í huga menningarlegt gildi verkanna. Starfsemi leikfélaganna er nátengd Bandalagi íslenzkra leikfélaga, og mun ég því fara um það nokkrum orðum. Bandalag íslenzkra leikfélaga Bandalagið, sem skammstafað er BÍL, var stofn- að í ágúst 1950 og voru helztu hvatamenn þess Ævar R. Kvaran, Lárus Sigurbjijrnsson og Þor- steinn Einarsson. Bandalagið fékk inni í Þjóð- leikhúsinu fyrstu 6 ár starfsemi sinnar. Á 25 ára ferli þess hafa margir gegnt stjórnarstörfum hjá bandalaginu, enda hefur stjórúin jafnan verið valin með tilliti til þess, að landshlutarnir skipt- ust á um að eiga j)ar sína fulltrúa. Núverandi stjórn er þannig skipuð: Jónína Kristjánsdóttir, Leikfélagi Keflavíkur, Helgi Seljan, Leikfélagi Reyðarfjarðar og Jónas Árnason, Ungmennafé- lagi Reykdæla. Fyrsti framkvæmdastjóri bandalagsins var Sveinbjörn Jónsson, sem gegndi því starfi þar til á síðasta ári, að hann sagði því lausu. í tíð Svein- bjarnar var bandalagið í mótun og starf hans brautryðjendastarf, sem bandalagið býr lengi að. Bandalagið á nú allmikið safn af leikritum og leikmunum, sem það lánar leikfélögunum gegn vægu gjaldi. Bandalagið innir af hendi ýmsa þjón- ustu fyrir leikfélögin. Það útvegar þeim handrit, búninga, hárkollur o. fl., hefur milligöngu um ráðningu leikstjóra, gerir tillögur um verkefnaval og skipuleggur leiklistarnámskeið. Þá má nefna, að bandalagið fékk styrk frá Norræna menn- ingarmálasjóðnum til að láta þýða leikrit af öðr- um Norðurlandamálum yfir á íslenzku. 19 verk hafa verið |)ýdd, og enn er til fé til að þýða 4—5 til viðbótar. Þessi styrkur var bandalaginu mjög kærkominn, þar sent liann eflir handritasafn þess. Nú má segja, að bandalagið standi á vegamót- um. Flutt var í annað húsnæði og nýr fram- kvæmdastjóri ráðinn. Helga Hjörvar hóf starf sitt sem framkvæmdastjóri í september sl. Hún 229 SVEITAR STJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.