Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Page 33

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Page 33
 ’íiq! | i iaflBli Loftmynd af Akureyri, séð norður yffir Oddeyri og hluta af Syðri-Brekku. Eins og sjá má á myndinni hafa helztu umferðargötur verið lagðar varanlegu slitlagi og tekur bærinn stakkaskiptum við þær framkvæmdir. Vinstra megin á myndinni er Eyrarlandsvegur og við hægri brún myndar sést Skipagata, sem nýlega var lögð með uppfyllingu út í Pollinn. Með þeirri framkvæmd var umferð baint frá Hafn- arstræti, sem liggur um íbúðarhverfi. Telur fundurinn, að þessi ráðstefna liafi tekizt rnjög vel, aukið skilning milli listamanna og sveitarstjórnarmanna og m. a. vakið atliygli á fjölþættu starfi sveitarfélaga að menningarmál- um. Stuðningur við listdreifingarmiðstöð Fundurinn hvetur samtiik listamanna, Mennta- málaráð og forsvarsmenn Menningarsjóðs félags- lieimila til aukins samstarfs við sveitarstjórnir til að koma listrænu efni sem víðast um landið, þannig að landsmenn allir eigi þess kost að njóta þess bezta, sem íslenzkir listamenn hafa upp á að bjóða á hverjum tíma. Lýsir fundurinn stuðningi við þá hugmynd Bandalags íslenzkra listamanna, að komið verði á fót sérstakri listdreifingarmiðstöð og telur, að slík miðstöð mundi mjög auðvelda dreifingu listar um landið. Mikilvægt hlutverk félagsheimila Fundurinn vekur athygli á því mikla félags- lega og menningarlega hlutverki, sem félags- heimilin gegna í mörgum sveitarfélögum lands- ins og telur, að mikils misskilnings hafi oft á tíð- um gætt varðandi starfsemi þeirra. Telur fund- urinn, að sveitarstjórnir eigi að kappkosta að nýta félagsheimilin sem bezt til hvers konar menningarstarfsemi. Félagsstörf og list felld inn í skólakerfið Þá telur fundurinn, að fella Leri kennslu í fé- lagsstörfum og einstökum listgreinum inn í hið almenna skólakerfi og hvetur til þess, að „norm- um“ um skólahúsnæði verði breytt þannig, að liægt verði að taka fullt tillit til sérþarfa ein- stakra listgreina við hönnun og byggingu grunn- skóla. 239 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.