Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Side 34

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Side 34
Fulltrúar í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga Fyrii' fundinum lá að kjósa fjóra fulltrúa af fimnr í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga til fjögurra ára. Allsherjarnefnd fundarins var beðin að gera tillögu um þessa fulltrúa, og lagði nefndin til, að þeir yrðu þeir sömu og skipað hafa sjóðsstjórnina sl. fjögur ár. Var sú tillaga samþykkt með öllum þorra greiddra atkvæða. Samkvæmt því hlutu kosningu Gunnlaugur Pétursson, borgarritari í Reykjavík; Bjarni Einarsson, bæjarstjóri á Akur- eyri; Ólafur G. Einarsson, oddviti í Garðahreppi og Ölvir Karlsson, oddviti í Ásahreppi. Jóhann Klausen, bæjarstjóri, lagði til, að í stað þriggja síðastnefndu fulltrúanna kæniu aðrir rnenn, en þeir, sem áður liafa skipað stjórnina, yrðu varamenn á næsta kjörtímabili. Var sú til- laga felld með 12 atkvæðum gegn 3. Tillaga allsherjarnefndar um varamenn í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga var einnig samþykkt. Kosningu hlutu sem varamenn Jón G. Tómasson, skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg; Logi Krist- jánsson, bæjarstjóri í Neskaupstað; Guðmundur B. Jónsson, bæjarfulltrúi í Bolungarvík og Har- aldur Árnason, oddviti Laxárdalshrepps. Endurskoðandi Lánasjóðs var kosinn Guð- mundur Ingi Kristjánsson, oddviti Mosvalla- hrepps, og til vara Brynjólfur Sveinbergsson, odd- viti Hvannnstangahrepps. Fulltrúar í stjórn Innheimtustofnunar sveitarfélaga Þá voru einnig kjörnir á fundinum tveir aðal- menn og tveir til vara í stjórn Innheimtustofnun- ar sveitarfélaga til næstu fjögurra ára. Kosningu hlutu Guðmundur Vignir Jósefsson, gjaldheimtu- stjóri í Reykjavík, og Alexander Stefánsson, odd- viti í Ólafsvík, sem aðalmenn og Sigurgeir Sig- urðsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, og Magnús H. Magnússon, bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum, sem varamenn. Endurskoðendur Innheimtustofnunar sveitar- félaga til sama tíma voru kosnir Erlendur Árna- son, oddviti Austur-Landeyjahrepps, og Alfred G. Alfredsson, sveitarstjóri Miðneshrepps. Vara- menn þeirra voru kosnir bæjarstjórarnir Jóhann Einvarðsson í Iveflavík og Kristinn Ó. Guðmunds- son í Hafnaifirði. Erindi Jóns Sigurðssonar Eftir lrádegi síðari fundardaginn flutti Jón Sigurðsson, forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar, erindi um búskap sveitarfélaganna aldarfjórð- unginn 1950—1975. Lagði hann fram máli sínu til stuðnings fjölmargar töflur og yfirlit um ýmsa þætti í fjármálum sveitarfélaganna þetta 25 ára tímabil. Einnig lagði hann fram yfirlit um fram- lag ríkissjóðs til helztu sameiginlegra verkefna ríkis og sveitarfélaga samkvæmt fjárlögum ársins 1 ár. Ákveðið hefur verið að gefa et indi Jóns Sig- urðssonar út sem sérrit í flokki Handbóka sveit- arstjórna, og verður það númer 13 í þeirri ritröð. Að loknu framsöguerindinu báru fundarmenn franr nokkrar fyrirspurnir til framsögumanns og skiptust á skoðunum við hann um nokkur tiltekin atriði greinargerðarinnar, svo sem um hugmynd- ir, senr framsögumaður varpaði franr unr hugsan- legar breytingar á tekjuöflun hins opinbera og hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Móttaka bæjarstjórnar Akureyrar Að loknum fundi bauð bæjarstjórn Akureyrar fundarmönnum til móttöku í vistlegum nróttöku- sal bæjarstjórnarinnar á efstu hæð skrifstofu- byggingar kaupstaðarins. Bjarni Einarsson, bæj- arstjóri, bauð þar gesti velkomna, en Páll Líndal, fornraður sambandsins, þakkaði góðan beina bæj- arstjórnar og fyrirgreiðslu ýmiss konar vegna fundarins. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.