Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Page 35

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Page 35
FREYR ÓFEIGSSON, varaforseti bæjarstjórnar Akureyrar: FJÁRHAGSERFIÐLEIKAR SVEITARFÉLAGANNA Ávarp flutt við setningu 28. fundar fulltrúaráðs sambandsins á Akureyri 29. apríl 1975. Nú er mikið rætt um fjárhagserfiðleika sveit- arfélaganna, einkum þeirra stærri. Úr fjárhags- erfiðleikunum skal ég ekki draga, þeir eru ekkert sér fyrirbæri sveitarfélaganna um þessar mundir. Það leiðir af sjálfu sér, að versnandi hagur þjóð- arinnar almennt hefur áhrif á afkornu þess opin- bera, ekki hvað sízt sveitarfélaganna. Ef fjárhags- erfiðleikar sveitarfélaganna stöfuðu aðeins af tímabundnum versnandi hag þjóðarinnar, þyrft- urn við engar áhyggjur að hafa. Þá væri einungis eftir því að bíða, að afkoma þjóðarinnar batnaði og fresta framkvæmdum á nteðan, eftir því sem þörf væri á. Það vandamál, sem sveitarstjórnir liafa áhyggj- ur af, er af allt öðrum toga spunnið, sem sé Jreim, hve lítill skilningur hefur verið og virðist vera ennjrá hjá ríkisvaldinu, á hlutverki sveitarfélaga. Þegar illa árar hjá sveitarfélögum, velta stjórn- endur þeirra e. t. v. meira fyrir sér en endranær, hver staða Jreirra sé í þjóðfélaginu, og til hverra úrræða sé heppilegast að grípa, til lausnar á vandamálunum. Að þessu leyti er hið gamla orðtæki í fullu gildi „að neyðin kennir naktri konu að spinna“. Þrengingartímar geta orðið til.góðs, ef þeir leiða til betra skipulags og heppilegri lausna á vanda- málunum. Á þeirn skarnma thna, sem liðinn er, síðan að ég hóf afskipti af sveitarstjórnarmálum, hefur mér fundizt, að meginorka sveitarstjórnarmanna færi í það, að heyja eins konar pólitíska baráttu við ríkisvaldið og reyndar bankavaldið líka, hreinlega um tilverurétt sinn. Virðist mér þessi barátta meira einkennandi fyrir sveitarstjórnarmenn, heldur en innbyrðis pólitískt Jrras. En í hverju birtist Jretta skilningsleysi ríkis- valdsins á þörfum og hlutverki sveitarfélaganna? Svar við Jressari spurningu er allt of viðamikið til þess að gera grein fyrir því í stuttu ávarpi. í stuttu máli má Jró segja, að ríkisvaldið hefur hvorki skilning á Jjví, að sveitarfélög ráði málum sínum sjálf, né heldur því, að Jrau þurfi fé til að annast Jrau verkefni, sem þeim eru falin að lög- um og eðli máls samkvæmt. Hér er ekki tími til að rökstyðja mál mitt til neinnar hlýtar. Ég get Jró ekki látið hjá líða að benda á nokkur atriði ntáli rnínu til stuðnings. Eins og kunnugt er kveður stjórnarskráin svo á, að sveitarfélög skuli njóta vissrar sjálfsstjórnar um sín mál, með umsjón ríkisstjórnarinnar. Þessari sjálfsstjórn sveitarfélaga er ekki nánar lýst í stjórnarskránni, heldur fer um hana að lög- um, sem Aljnngi setur hverju sinni. Þótt ekki sé tilgreint í stjórnarskránni, hver sjálfsstjórn sveit- SVEITAR ST.TÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.