Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Blaðsíða 37

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Blaðsíða 37
en sams konar fundir í Reykjavík, og sú ástæða nefnd, að færra glepji fyrir þingfulltrúum úti á landi en í höfuðborginni. Ekki skal ég leggja dóm á, livort þetta er rétt eða ekki. Það er þó víst, að menn utan af landi, sem sækja ráðstefnur og fundi í Reykjavík, nota tímann gjarnan einn- ig til þess að sinna öðrum verkefnum. Það er von mín, að hér á Akureyri finnist ým- islegt, sem getur glatt þingfulltrúa. Það er einnig von mín og ósk til fundarins, að þar verði vel að málefnum sveitarfélaga unnið til hagsbóta fyrir fólkið í landinu og að gæfa fylgi störfum þess. HEIÐURSBORGARI AKUREYRAR Bæjarstjórn Akureyrar hefur kjör- ið Jakob Frímannsson heiðursborg- ara kaupstaðarins. Jakob er borinn og barnfæddur Akureyringur, og starfaði í hálfa öld hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, þar af sem kaupfélags- stjóri nær jtriðjung aldar. Hann var bæjarfulltrúi á Akureyri samfellt í 28 ár. Hann liefur lengi verið stjórnarformaður Utgerðarfélags Akureyringa hf., og gegnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum í jiágu kaupstaðarins. Ennfremur liefur hann verið stjórnarformaður Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga og átt sæti í stjórn Flugfélags íslands. Kona Jakobs er Borghildur Jóns- dóttir, einnig Akureyringur. Jakob varð 75 ára 7. október sl. ár, og þann dag fór heiðursborgara- kjörið fram. Jakob Frímannsson er sjöundi heiðursborgari Akureyrar. Aður hafa eftirtaldir menn borið heiðursborgaratitil kaupstaðarins: Matthías Jochumsson, kjörinn 1920, Finnur Jónsson, kjörinn 1928, Jón Sveinsson (Nonni), kjörinn 1930, Oddur Björnsson, kjörinn 1935, Margarethe Schiöth, kjörin 1941 Davíð Stefánsson, kjörinn 1955. HEIÐURSBORGARI FLATEYRARHREPPS Hreppsnefnd Flateyrarhrepps hef- ur kjörið Hjört Hjálmarsson heið- ursborgara hreppsins. Hjörtur átti sjötugsafmæli hinn 28. júní sl., og í tilefni af Jrví héldu hreppsnefnd- in og hin ýmsu félagasamtök í sveit- arfélaginu kaffisamsæti honum til heiðurs. I samsætinu var Hirti til- kynnt jressi ákvörðun, sem hrepps- nefnd hafði tekið á fundi fyrr Jrann sama dag, og honum afhent heiðurs- borgarabréf Jiessu til staðfestingar. Hjörtur liefur verið sérstakur fé- lagsmálamaður alla tíð. Hann hef- ur gegnt formennsku eða stjórnar- störfum í flestum félögum á Flat- eyri. Hann var oddviti Flateyrar- hrepps í 8 ár, hreppstjóri í 27 ár og sýslunefndarmaður í 32 ár. Hjörtur var kennari í 32 ár, Jrar af 27 ár á Flateyri og að auki skólastjóri í 12 ár. Eftir að Hjörtur liætti kennslu- störfum, heíur hann verið spari- sjóðsstjóri á Flateyri í 8 ár. „Hjörtur hefur verið einn af liornsteinum Jjeim, sem treyst hafa byggðina á Jjessum stað,“ sagði Kristinn Snæland, sveitarstjóri á Flateyri, er hann skýrði Sveitar- stjórnarmálum frá þessu. Hjörtur hefur löngum verið mik- ill söngmaður, og í hófi því, sem haldið var honum til heiðurs, var mikið sungið milli Jress að honum voru þökkuð margvísleg félags- málastörf í Jrágu byggðarlagsins. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.